Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 103

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 103
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 103 gísli Þorsteinsson og BrynJar Ólafsson verklegrar menntunar, svo sem Comenius, Locke, Pestalozzi, Rousseau, Fröbel, Francke og Basedow. Allir töldu þeir verklega vinnu þroskandi og nauðsynlegan þátt í uppeldi og menntun barna (Bennett, 1937; Jón Þórarinsson, 1891; Salomon, 1902)². Formleg kennsla í uppeldismiðuðum handmenntum hófst í Finnlandi um 1870, að frumkvæði Finnans Unos Cygnæus. Það var þó ekki fyrr en Svíinn Otto Salomon þróaði kennslukerfi í uppeldismiðuðum handmenntum að þær náðu útbreiðslu sem þáttur í alþýðumenntun víða um heim (Thorbjornsson, 1994). Eftir að hafa kennt sveitabörnum verklegar iðnir í nokkur ár óx áhugi Salomons á uppeldisfræði og stofnaði hann kennaraskóla fyrir verðandi handmenntakennara í Nääs í Svíþjóð árið 1875 (Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson, 2012). Meginmarkmið kennslunnar var að stuðla að alhliða þroska nemenda og þroska eigindir hins góða borgara (Hartman, Thorbjörnsson og Trotzig, 1995). Segja má að uppeldismiðaðar handmenntir sameini uppeldisvísindi og handverks- þekkingu, en meginmarkmiðin eru þó uppeldisleg. Kennarinn átti að útfæra kennsl- una á eigin forsendum, en varð þó að byggja hana á eftirgreindum grunnþáttum: • kenna nemandanum að hugsa um verklega vinnu og læra að meta hana að verðleikum • þroska sjálfstæði nemandans • þjálfa heiðarleika, reglusemi, nákvæmni og snyrtimennsku • þroska einbeitingu • þjálfa dugnað og þrautseigju • þjálfa líkamann • þjálfa augað og þróa formskynið • auka almenna færni og kunnáttu. (Thorbjörnsson, 1992, bls. 16, íslensk þýðing greinarhöfunda) Upphaf kennaramenntunar í uppeldismiðuðum handmenntum á Norðurlöndum Cygnæus er oft kallaður faðir finnska alþýðuskólans. Sem ungur prestur kenndi hann í barnaskóla samhliða prestsstörfum og fékk áhuga á uppeldisfræði. Cygnæus var um tíma umsjónarmaður í finnskum kirkjuskóla í St. Pétursborg þar sem hann hóf, árið 1846, að kenna handmenntir undir áhrifum af kenningum uppeldisfræðinganna Pestalozzis og Fröbels. Árið 1855 var Cygnæus veittur styrkur til að kynna sér alþýðu- menntun í öðrum löndum með það að markmiði að byggja upp finnska skólakerfið (Kantola, Nikkanen, Kari og Kananoja, 1999). Eitt af meginmarkmiðum Cygnæusar var að koma á kennslu í uppeldismiðuðum handmenntum í Finnlandi. Cygnæus var sannfærður um að verkleg vinna væri mikil- væg fyrir þroska barna. Hann vildi þó ekki að skólarnir yrðu verknámsskólar heldur að handmenntakennsla yrði notuð í þágu alþýðumenntunar. Þess vegna lagði hann áherslu á jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms og urðu uppeldismiðaðar hand- menntir að skyldunámsgrein í finnskum alþýðuskólum, í fyrsta sinn í heiminum. Cygnæus varð einnig upphafsmaður kennaramenntunar í Finnlandi þegar hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.