Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 126

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013126 sJálfBærnimenntUn í leikskÓla hugsun og stefnu sem felst í sjálfbærni, uppruna hennar og mikilvægi. Síðast en ekki síst er menntun til sjálfbærni leið til að breyta viðhorfi fólks til umhverfis síns og að efla samkennd og væntumþykju til náttúru og samfélags (bls. 38). Eftir lestur ritsins er ég margs vísari um merkingu hugtaksins sjálfbærni og upplýst- ari um sögulegt samhengi og alþjóðlegar ráðstefnur og stefnumörkun um umhverfis- mál . Einnig er ég fróðari um þá mikilvægu ákvörðun Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) að útnefna áratuginn 2005–2014 áratug menntunar til sjálf- bærrar þróunar. Það varð til þess að Íslendingar gerðu sjálfbærni að einum af grunn- þáttum menntunar í nýrri aðalnámskrá sinni, til að styrkja nemendur í að takast á við þau úrlausnarefni sem þeir eiga eftir að standa frammi fyrir í efnahags-, samfélags- og umhverfismálum á 21. öldinni (bls. 17). Smátt og smátt, þegar líður á lestur ritsins, opnar höfundurinn stjórnendum og kennurum sýn á það hvernig skólar geta fetað sig í átt til sjálfbærni. Það er lítið um beinar kennsluleiðbeiningar í ritinu en höfundur litar frásögnina og gerir lesturinn skemmtilegan með því að flétta inn í textann verkefnum, dæmisögum og þjóðsögum sem gætu nýst í leik og námi, sbr. Skötutjörn (bls. 6), Þinjóð og börnin hennar (bls. 39) og Eplið og Jörðin (bls. 18–19). Til hagræðingar fyrir lesendur eru þessi verkefni og dæmisögur í sérstakri skrá í síðasta kafla bókarinnar (bls. 54). Einnig er að finna í ritinu lista yfir heimildir og ítarefni sem skólar geta nýtt sér. Margar lEiÐir fÆrar Eflaust eru margir skólar að skoða hvaða leiðir eru farsælastar til að efla menntun til sjálfbærni. Í innleiðingarferlinu skiptir miklu máli þátttaka skólastjóra eða kennara, sem hafa brennandi áhuga á málefninu, með þekkingu og skilning á sjálfbærni og löngun til að fylgja henni eftir. Til að breytingar fái brautargengi þurfa nauðsynlegir innviðir skólans að vera til staðar, svo sem stefna, sýn, hvatning og hæfni. Skólastjóri er þar í lykilhlutverki og þarf að hvetja skólasamfélagið til að nýta sér fjölbreyttar kennslu- og starfsaðferðir. Einnig er hann í lykilaðstöðu til að leiða ferlið með því að dreifa völdum og ábyrgð til annarra (Ebbeck og Waniganayake, 2003; Fullan, 2001; Stefán Bergmann, Erla Kristjánsdóttir, Eygló Björnsdóttir, Kristín Norðdahl, Þórunn Reykdal og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2010; sjá einnig Sjálfbærni, bls. 45). Skólar ættu að gefa sér góðan tíma til að ræða sig niður á sameiginlega merkingu og skilning á orðinu sjálfbærni og skoða hvort/hvar sjálfbærni birtist í skólastarfinu. „EKKi þarf aÐ finna Upp HjóliГ Höfundur ritsins Sjálfbærni bendir á útinám sem mikilvæga leið til að innleiða menntun til sjálfbærni og á ágæti þess að halda í heiðri sígild lögmál kennslufræðinnar, um að fara frá hinu þekkta til hins óþekkta og að tengja námið við einstaklingana persónu- lega (bls. 45). Í þessu sambandi sé óþarfi að finna upp hjólið því skólar geti litið til verkefna svokallaðra Skóla á grænni grein, sem eru fjölmargir hér á landi, á öllum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.