Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 8
Afhverju er fókusinn á ristilkrabba- mein í Mottumars þetta árið? „Það er ýmislegt sem mælir með því að fókusa á ristilkrabbamein. Hingað til hefur verið lögð áhersla á þessi sérkrabbamein karla eins og til dæmis blöðruhálskirtilskrabba- mein og krabbamein í eistum. Vissu- lega er blöðruhálskrabbamein al- gengt en eistakrabbamein er frekar sjaldgæft og það deyr sem betur fer eiginlega enginn úr því lengur. Í þessum samanburði er eiginlega bara kjánalegt að hugsa aldrei um ristilinn. Þó að ristilkrabbamein sé líka algengt hjá konum, þá er þetta líka sjúkdómur sem er að taka veru- legan toll af karlmönnum á landinu.“ Rannsóknir sýna að ristilkrabba- mein er mun algengara á Vestur- löndum en á flestum öðrum svæðum hnattarins. Hvers vegna er það? „Tíðnin er mest í Norður Amer- íku, Evrópu, Ástralíu og Japan og flestar rannsóknir telja að það sé af- leiðing þessa vestræna lífsstíls. Það eru sterkar líkur á að ristilkrabba- mein sé mjög tengt vestrænu mat- aræði og hafa menn helst verið að einblína á rautt kjöt í því sambandi. Rannsóknir benda til þess að aukið vægi ávaxta og grænmetis á kostnað kaloríuríks fæðis með ríku- legri dýrafitu og einkum rauðs kjöt- metis, geti dregið úr líkum á því að fá ristilkrabbamein.“ „Trefjaríkt fæði hefur einnig verið talið vernda en reyndar eru rann- sóknir sem snúa að því ekki afger- andi. Það hefur verið talað um að trefjaríkt fæði, sem er hlutfallslega í miklum mæli í fæðunni í vanþró- uðum löndum, auki umsetningu í görnunum og flýti fyrir því að fæðan gangi niður. Því hefur komið fram tilgáta um að þau efni í fæðunni sem mögulega geta verið krabbameins- valdandi hafi þannig styttri tíma til að valda skaða, ef fæðan gengur hraðar í gegnum meltingarveginn. En rökin fyrir þessu eru ekki mjög sterk. Svo eru mjög áhugaverðar þær rannsóknir sem benda til þess að ef fólk er að flytjast frá lágtíðni- svæðum og á svæði þar sem tíðnin er hærri þá virðist tíðni ristilkrabba- meins hjá þeim aukast og í afkom- endum þeirra.“ Er þá hægt að segja að ristilkrabba- mein sé lífstílssjúkdómur? Já, það eru sterk rök fyrir því að ristilkrabbamein sé lífstílssjúkdóm- ur því það virðist vera að umhverfisá- hrif, og þá væntanlega helst fæðuá- hrif, skipti mjög miklu máli. Offita og kyrrseta eru líka talin skipta miklu máli. Svo er talað um að D-vít- amín sé verndandi og eins ákveðnar tegundir verkjalyfja, sem nefnd eru NSAIDs lyf, sem til dæmis magnýl flokkast undir. En þó umhverfisá- hrif séu mjög mikilvæg í sambandi við áhættu að fá ristilkrabbamein þá er sjúkdómurinn algengari í ættingjum þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn áður. Ættlægni og erfðir skipta því máli. Einnig eru sjúklingar með ákveðnar gerðir af ristilbólgu í meiri áhættu. Hafa ber þó í huga að ristilkrabbamein getur mjög lengi verið án einkenna og því alloft orðið útbreitt þegar það loks greinist. Því er mikilvægt að huga að hvort forvarnir og eins skimun fyrir sjúkdómnum geti ekki hjálpað til og verið réttlætanlegar.“ Rannsóknir sýna töluverða aukn- ingu ristikrabbameins og þá sérstak- lega á Norðurlöndum? „Það hefur verið aukning sem er misáberandi eftir löndum en hefur verið stigvaxandi undanfarna ára- tugi á m.a. Norðurlöndum. Þetta á við á Íslandi, en þó virðist sem allra síðustu ár gæti verið vísbending um að tíðnin sé byrjuð að lækka. Það er þó of snemmt að fullyrða það enn. Það er mjög spennandi að vita hvað verður í framhaldinu því mikið hef- ur verið gert af ristilspeglunum á Íslandi og ef það sjást separ þá er reynt að fylgjast með þeim eða fjar- lægja þá. Vissar gerðir af sepum í risli eru talin forstig fyrir ristil- krabbameini og því ekki ólíklegt að mikil virkni í að fjarlægja slíka sepa komi fram með tímanum í lækkun á tíðni krabbameinsins. Á Norður- löndunum er tíðnin hæst í Noregi og Danmörku, hjá báðum kynjum. Erfitt er að geta sér til um skýringar á því.“ Ætti að skima fyrir ristilkrabba- meini eftir ákveðinn aldur? „Það er óhætt að segja að upp úr fimmtugu ætti fólk að hafa ristil- krabba í huga og jafnvel huga að því að fara í ristilspeglun. Þó ristil- krabbamein komi fyrir hjá einstak- lingum fyrir fimmtugt þá byrjar tíðnin ekki aukast að marki fyrr en upp úr því og langflestir sem greinast eru eldri en 60 ára. Þó að ristillinn sé ekki opinn fyrir öllum að skoða á svipaðan máta og t.d. húðin, þá er hægt að skoða hann vel nú orðið því það eru komin svo góð ristilspeglunartæki og í höndum vel þjálfaðra lækna, meltingarsérfræð- inga eða meltingarskurðlækna, er slík rannsókn árangursrík og sjúk- lingnum ekki mjög erfið. Ristil- krabbamein er eitt þeirra meina sem mögulegt er að greina snemma með skimun.“ „Það eru mjög sterk rök fyrir því að þjóðin ætti að taka upp skipulega leit fyrir ristilkrabbameini. Það vantar bara herslumuninn til að klára dæmið og drífa það af. Pers- ónulega myndi ég ekki mæla með því að farið sé af stað hér og þar með óskipulegum hætti, því þá er svo erf- itt að meta árangurinn eftir á. Mun betra væri að þetta væri miðlæg skráning sem héldi utan um allar niðurstöður og áætlanir þannig að það væri ekki ofkallað eða vankallað á fólk í skimun. 50 ára er sennilega of ungt til að borgi sig að byrja þá vegna fárra tilfella, en upp úr 55 ára er talið borga sig.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  LýðheiLsa MottuMars Ristilkrabbamein er lífstílssjúkdómur Á hverju ári látast að meðaltali um 52 manns úr ristilkrabbameini á Íslandi, sem herjar á bæði kynin en er tíðara hjá körlum. Í ár er áhersla Motturmars, vitundarátaks krabbameina í körlum, á ristilkrabbamein. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir krabbameinsskrár og prófessor í meinafræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur rannsakað ristilkrabbamein í mörg ár. Hann segir flestar rannsóknir benda til þess að mikla aukningu ristilkrabbameins megi rekja til vestræns mataræðis. Jón Gunn- laugur Jónasson, yfirlæknir krabbameins- skrár og prófessor í meinafræði við læknadeild Háskóla Ís- lands, segir sterk rök vera fyrir því að þjóðin taki upp skipulega leit fyrir ristil- krabbameini. Ljósmynd/Hari Ristil- og endaþarmskrabbamein Karlar Konur Meðalfjöldi tilfella á ári 72 61 Hlutfall af öllum meinum 9,7% 8,7% Meðalaldur við greiningu 69 ár 69 ár Meðalfjöldi látinna á ári 29 23 Fjöldi á lífi í árslok 2012 582 543 Upplýsingar úr krabbameinsskrá Íslands (2008-2012) Silkimjúk lífræn soja- og hrísmjólk www.ricedream.eu Vor 5 28. apríl - 3. maí Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari rómantísku ferð njótum við þýskrar vorfegurðar á ferð um borgirnar Wiesbaden, Rüdesheim, Koblenz og Heidelberg. Siglt verður eftir tignarlegu ánni Rín, milli stórfenglegra vínhæða þekktustu vínræktarsvæða heims. Verð: 123.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Vor í Wiesbaden Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs hvort sem er innan- eða utanbæjar. ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR Daglegar ferðir frá 13. júní til 15. september. Ekið í Langadal, Bása og að skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða. Skoðið tímatöflur og brottfararstaði á trex.is. Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is TAKTU RÚTU! Bókanir &upplýsingar á TREX.IS LEITIÐ TILBOÐA! 8 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.