Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 SVEFNSÓFAR DORMA NÝTT Í VERONA – CliCk ClaCk MILANO – CliCk ClaCk ROMA – CliCk ClaCk Stærð: 200x100 H: 50 cm. Svefnpláss: 120x200 cm. Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 200x94 H: 40 cm. Svefnpláss: 140x200 cm. Grábrúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 200x110 H: 40 cm. Svefnpláss 120x200 cm. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. TILBOÐ 99.900 kr. Fullt verð 119.900 TILBOÐ 89.900 kr. Fullt verð 99.900 TILBOÐ 79.900 kr. Fullt verð 89.900 Búrahald varphæna bannað Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um velferð alifugla. Undan- farna áratugi hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir erlendis á velferð varphæna og kjúklinga sem leitt hafa af sér strangari kröfur til alifuglaeldis í nágrannalöndum okkar, en Ísland dregist aftur úr að sama skapi. Á þetta sérstaklega við um búrahald varphæna en þegar fyrri reglugerð var sett árið 1995 voru varphænur hérlendis nær eingöngu haldnar í hefðbundnum óinnréttuðum búrum. Með gildistöku nýju reglugerðarinnar verður óheimilt að nota þessi búr eftir 31. desember 2021, en í öðrum löndum í Evrópu hefur notkun þessara búra verið bönnuð frá ársbyrjun 2012. Einnig er skilgreint í nýju reglugerðinni hvernig bregðast skuli við dritbruna á fótum alifugla og óheimilt verður að goggstýfa alifugla. -hh Góð afkoma Regins Afkoma Regins á liðnu ári var góð og í samræmi við áætlun félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Rekstrartekjur námu 4.765 milljónum króna. Þar af námu leigutekjur 4.237 milljónum. Leigutekjur hafa hækkað um 20% samanborið við árið 2013. Rekstrarhagn- aður fyrir söluhagnað, mats- breytingu og afskriftir/EBITDA var 3.035 milljónir króna sem samsvarar 23% hækkun samanborið við árið 2013. Hagnaður eftir tekjuskatt nam 2.229 milljónum króna. -jh Svavar Gestsson á fornar ritstjóraslóðir Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, leitar á fornar slóðir en hann hefur tekið við ritstjórn tímaritsins Breiðfirðings. Svavar var rit- stjóri dagblaðsins Þjóðviljans um árabil áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Reykhólavefurinn greinir frá því að á liðnu hausti hafi verið ákveðið að koma tímaritinu á lagg- irnar að nýju en ársrit þetta kom út áratugum saman, frá árinu 1942 til 2009, þegar það lagðist í dvala. Svavar hefur um árabil verið með annan fótinn í Hólaseli í Reykhólahreppi. Fyrsta hefti Breiðfirðings, undir ritstjórn Svavars, kemur út á vormánuðum. -jh Uppboð á folatollum á folaldasýningu Hin árlega folalda- sýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði á morgun, laugardag, klukkan 13. Dómarar eru framkvæmdastjórar Fáks og Spretts, Jón Finnur Hanson og Magnús Bene- diktsson. Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda. Tvö folöld verða sýnd í hverju holli. Verðlaun verða veitt fyrir folald sýningar að mati dómara, folald sýningar að mati áhorfenda og efstu folöld í hvorum flokki fyrir sig. Aðgangur er ókeypis. Upp- boð á folatollum verður í hléi undir stóðhestana Hágang frá Narfastöðum, Aðal frá Nýjabæ, Sjóð frá Kirkjubæ, Eril frá Einhamri og Hersi frá Lambanesi. Árleg folaldasýning Sörla í Hafnarfirði verður haldin á laugardag klukkan 13.  Matvælaeftirlit Dagsektir vegna rangra Merkinga hafa reynst illa Það litar okkar starfsum- hverfi hversu veigalítil þvingun- arúrræðin eru sam- kvæmt okkar mat- vælalög- gjöf. Öryggismál eru í forgangi þegar kemur að eftirliti með merkingum á matvælum. Eftir því sem tími leyfir gera heilbrigðisfulltrú- ar matvælaeftirlits við einnig athugasemdir óheimilar næringar- og heilsufullyrðingar á matvælum. Ljósmynd/Hari v ið vildum helst hafa fleiri heilbrigðis-fulltrúa en við höfum í dag svo að við getum haft enn meira eftirlit með notkun næringar- og heilsufullyrðinga á um- búðum matvæla en við gerum í dag sem er þó töluvert,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur. „Við höfum bent á að sí- fellt, til dæmis með nýrri löggjöf, er verið að bæta við verkefnum sem heilbrigðiseftirlit á að hafa eftirlit með án þess að fjármagn fylgi með þessum verkefnum. Heilbrigðiseftirlitið vinnur samkvæmt ákveðinni eftirlitsáætlun og fjárhagsáætlun, og því þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar eins margir aðrir. Aðaláherslan er því lögð á mál er varða öryggi matvæla og síðan reglubundið eftirlit með matvælafyrirtækjum sem eru eftir- litsþegar okkar. Eitt dæmi um slík öryggis- mál er ef ofnæmis- eða óþolsvaldur er ekki merktur á umbúðum matvæla. Eftir því sem tími leyfir gerum við einnig athugasemdir við aðrar merkingar og þar á meðal óheim- ilar næringar- og heilsufullyrðingar á um- búðum matvæla en öryggismálin eru alltaf í forgangi en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir athugasemdir við merkingar á fjölda matvara á hverju ári,“ segir Óskar. Á umbúðum fjölda matvæla og í aug- lýsingum eru matvælunum tileinkaðir ákveðnir kostir sem þær standa ekki alltaf undir. Evrópusambandið hefur birt lista yfir leyfilegar næringar- og heilsufullyrðingar. Dæmi um næringarfullyrðingu er að vara sé „próteingjafi“ og þarf þá minnst 12% af orkugildi hennar að koma úr próteinum, og dæmi um heilsufullyrðingu er „kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum“ sem aðeins má nota ef matvæli innihalda minnst 82,5 mg af kólíni á hver 100 g eða ml. Óheimilt er að halda því fram í merkingum að matvæli lækni tiltekna sjúkdóma. Óskar segir að bæði neytendur og fyrir- tæki, oft samkeppnisaðilar, setji sig í sam- band við heilbrigðiseftirlit á viðkomandi svæði þegar þeir telja að reglur séu brotnar, og þá sé brugðist við samkvæmt verklagi eftir alvarleika máls. „Matvælalöggjöfin er hins vegar veik hvað þvingunaraðgerðir varðar og einnig að samkvæmt stjórnsýslu- löggjöfinni ber okkur alltaf að gæta meðal- hófs og velja vægustu úrræðin hverju sinni til að ná tileinkuðum árangri. Ákvæði um dagsektir hafa reynst illa og dæmi er um að heilbrigðiseftirlit hafi þurft að endur- greiða þær eftir dómsmál þannig að það er ekki vænleg leið að óbreyttu. Ef viðkomandi athugasemd eða mál varðar ekki öryggi matvæla þurfum við að gefa fyrirtækjunum hæfilegan frest til að bæta úr. En ef um er að ræða öryggismál er gerð krafa um aðgerðir og úrbætur strax og að vara sé innkölluð af markaði og frá neytendum. Við stöndum líka veikt að vígi hvað varðar auglýsingar í fjölmiðlum með óheimiluðum fullyrðingum um matvæli. Við gerum athugasemdir við slíkar auglýsingar en í reynd erum við bara að benda viðkomandi fyrirtæki á að auglýs- ingin sé ólögleg,“ segir Óskar. Spurður hvort heilbrigðiseftirlitið skorti úrræði til að geta brugðist við á áhrifaríkan hátt játar hann því. „Það litar okkar starfs- umhverfi hversu veigalítil þvingunarúrræð- in eru samkvæmt okkar matvælalöggjöf,“ segir Óskar. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Veigalítil þvingunarúrræði vegna rangra merkinga Fleiri heilbrigðisfulltrúa skortir hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að hafa betra eftirlit með næringar- og heilsufullyrðingum á matvælum. Deildarstjóri matvælaeftirlitsins segir matvælalöggjöfina veika hvað þvingunarúrræði varðar þegar matvæli eru rangt merkt og hafa dagsektir reynst afar illa. 6 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.