Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 2
BOSTON f rá Tímabi l : mars - maí 2015 17.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS 2 milljarðar í skoðunarferðir Nú hafa 47 umsagnir við frum- varp um náttúrupassa borist atvinnuveganefnd Alþingis. Langflestar fagna því að skap- aðar verði tekjur til uppbygg- ingar ferðamannastaða en lýsa yfir miklum efasemdum með náttúrupassann og útfærslu hans á meðan aðrir eru alfarið á móti honum. Má þar helst nefna Ferðafélag Íslands, Um- hverfisstofnun, Landvernd, menntavísindasvið og líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Neytendasamtökin, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins. Samtök ferðaþjónustunnar segjast tilbúin til að skoða með stjórnvöldum útfærslu á „val- kvæðum“ náttúrupassa en benda jafnframt á að samkvæmt nýjum fjárlögum muni ferða- þjónustan frá og með næstu ára- mótum falla öll undir VSK-kerf- ið. Það eitt muni skila miklum tekjum í ríkissjóð af greininni. Upphaflega hafi hugmynd um náttúrupassa komið fram í kjöl- far þess að frumvarp um hærra VSK-þrep hótel og gististaða var dregið til baka árið 2013. Því telja samtökin eðlilegt að það sé tryggt að hluti þeirra umtals- verðu og ört vaxandi tekna sem atvinnugreinin skilar til ríkisins renni til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða. Í grunninn styður Viðskipta- ráð hugmyndir um gjaldtöku á ferðamannastöðum en efast samt sem áður um árangur gjaldtöku í gegnum ríkissjóð og telur æskilegra að gjaldtakan fari fram í gegnum sjálfseignar- stofnun. Samtök atvinnulífsins leggjast alfarið gegn frumvarpi um nátt- úrupassa þar sem alls óvíst sé hvort tekjur af honum muni skila sér til uppbyggingar inn- viða ferðaþjónustunnar. Bent er á að kostnaður við að koma skattinum á og eftirlit með honum sé að öllum líkindum vanmetinn. Að auki sé óljóst hvernig stjórnvaldssektir á er- lenda ferðamenn muni skila sér í ríkissjóð. -hh  Umsagnir skattlagning á ferðaþjónUstU Andstaða við frumvarp um náttúrupassa Sú grein ferðaþjónust- unnar sem bar mest úr býtum í janúar er sú sem bauð skipulegar skoðunarferðir. Þetta sýna nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Erlendir ferðamenn greiddu með kortum sínum liðlega 2 milljarða króna fyrir slíkar ferðir sem er 71% aukning frá janúar í fyrra. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5% hærri upp- hæð en í sama mánuði í fyrra. Af einstökum útgjaldaliðum má nefna að um 50% aukning var í veltu bílaleiga í janúar frá því í fyrra og yfir þriðjungsaukning var í veltu hótela- og gistihúsa. Þá naut menn- ingarstarfsemi, eins og söfn og viðburðir, góðs af aukinni kortaveltu útlendinga þar sem aukningin nam næstum 30% frá janúar í fyrra. 800 milljónir í stærri viðhaldsverkefni fasteigna Reykjavíkurborg mun innan tíðar bjóða út ýmis stærri viðhaldsverkefni í fast- eignum borgarinnar. Áætlunin var kynnt í borgarráði í gær, fimmtudag. Verja á 800 milljónum króna til 355 verkefna í 170 fasteignum borgarinnar. Þetta er annað árið í röð, segir í tilkynningu borgarinnar, sem 800 milljónum er bætt við hefðbundið viðhald með sérstakri fjárveitingu á fjár- festingaáætlun. Sameiginlegar kröfur iðnaðarmanna Landssambönd og félög iðnaðarmanna með um 18.000 félagsmenn hafa gert með sér samkomulag um samstarf í komandi kjaraviðræðum. Samkomulagið tekur meðal annars til framsetningar á kröfum og markmiðum í aðalkjarasamningum félaganna við SA, samstilltra verkfallsað- gerða og samráðs á vettvangi ASÍ. Að sam- komulaginu standa: Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðarmanna, Matvís, Félag hársnyrtisveina og VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hús rýmd fyrir vestan Íbúar á Patreksfirði og Tálknafirði sem þurftu að rýma hús sín vegna snjóflóða- hættu í vikunni fá að óbreyttu að snúa aftur til sín heima í dag, föstudag. Á Pat- reks firði þurftu 63 íbú ar að yfi r gefa heim ili sín og átta íbú ar á Tálknafirði eða alls 71 manns. Um 40 manns hafa gist á Foss- hóteli á Patreks- firði en aðrir fengu inni hjá vinum og ætt- ingj- um. g ötusala á fíkniefnum hefur í raun færst yfir á samfélagsmiðlana. Það sem kom okkur mest á óvart er hvað þetta er mikið af síðum og hvað það er mikið af fólki að selja,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeild- ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á annan tug manna hefur verið hand- tekinn á undanförnum vikum í tengslum við sérstakt átak lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á sam- félagsmiðlum á borð við Facebook. „Við höfum haft áhyggjur af þess- ari þróun, fórum markvisst í að meta umfangið og finna þær leiðir sem best reynast til að vinna gegn þessu,“ segir Aldís. Hún vill ekki gefa upp nákvæm- lega hvaða aðferðir lögreglan hefur notað en segir að stundum gefi fólk á sölusíð- um jafnvel upp skráð símanúmer sem þá er auðvelt að hafa uppi á, auk þess sem lögreglan geti nýtt sér símhlustanir að gengnum dómsúrskurði. Við hús leit ir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við átaksverkefnið tók lög regl- an í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 grömm af am feta míni, auk kanna bis efna sem var að finna á all mörg um stöðum. Enn frem ur var lagt hald á pen inga, sem tald ir eru vera til komn ir vegna fíkni efna- sölu. Í hópi hinna hand teknu eru aðal- lega karl ar á þrítugs aldri, en ein kona var hand tek in í aðgerðunum. Aldís segir allan gang á hvort um hafi verið að ræða fólk með sakaferil. „Með aukinni fíkniefnasölu á sam- félagsmiðlum verður auðveldara fyrir unga krakka að sækja í þessi efni. Það er bannað að auglýsa áfengi en þarna hafa börn greiðan aðgang að fíkniefnum í gegn um tölvuna sína. Við höfum beint því til foreldra að þeir tali við börnin sín og fylgist með netnotkun þeirra. Við fáum fjölda ábendinga frá fólki en einnig höfum við hvatt fólk til að tilkynna þess- ar sölusíður til Facebook,“ segir hún. Að mati lög reglu er um fang fíkni efna- sölu á sam fé lags miðlum veru legt, en að- gerðunum verður fram haldið. All nokkr- um Face booksíðum þar sem hafa boðið fíkni efni til sölu hef ur verið lokað. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  fíkniefnasala HópUr manna Handtekinn í sérstökU átaki Götusala fíkniefna komin á samfélagsmiðlana Á annan tug manna var handtekinn í sérstöku átaki lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Aldís Hilmars- dóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, segir lögreglu til að mynda nýta sér símhlustanir vegna þessara mála. Hún segir götusöluna í raun komna á sam- félagsmiðlana og því sérlega auðvelt fyrir börn að verða sér úti um fíkniefni. Með aukinni fíkniefnasölu á samfélags- miðlum verður auð- veldara fyrir unga krakka að sækja í þessi efni. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa komið á óvart hversu mikið var af sölusíðum með fíkniefni á samfélags- miðlunum. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.