Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 50
50 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Vín vikunnar Hér er hinni hefð- bundnu Toskana-þrúgu, Sangiovese, blandað með syrah og merlot. Það breytir því þó ekki að þetta, eins og svo mörg léttari og ávaxtarík Toskana-vín, er ekta pastavín. Berjaríkt og milt en þú tekur alveg eftir tanníninu. Er á mjög góðu verði og þar af leiðandi góð kaup sem hversdagsvín. Þetta telst til léttari chardonnay-flokksins. Ungt, sýruríkt og frískandi og ávaxtaríkt með ferskjum og stein- efnum. Ekkert flókið hér á ferð. Hentar við hin ýmsu tilefni sem fordrykkur eða bara eitt og sér en gengur líka vel með skelfiski og ef það leynist sítróna í sósu eða maríneringu. Vá, hvað þetta er gott vín. Rauðvín frá Chile verða ekkert mikið betri en þetta. Dökkt og fágað með seið- andi eik og sveit. Þroskaður ávöxtur og krydd sem kemur saman í frábærri heild. Eftir- bragðið er langt og ljúft og þú heldur áfram að smjatta á bragðinu. Þetta kostar alveg skildinginn er vel þess virði ef vel á að gera við sig. Banfi Rivo Al Poggio Gerð: Rauðvín Þrúga: Blanda af sangiovese, syrah og merlot Uppruni: Toskana, Ítalíu Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 1.876 Concha y Toro Terrunyo Block 27 Carmenere Gerð: Rauðvín Þrúga: Carmenere Uppruni: Cachapoal, Chile Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 4.999 Cono Sur Chardonnay Bicicleta Gerð: Hvítvín Þrúga: Chardonnay Uppruni: Chile Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: kr. 1.876 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is BOSTON f rá Tímabi l : mars - maí 2015 17.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS Ljúfmeti frá öllum landshlutum Matarmarkaður Búrsins fer fram um helgina í sjötta sinn og um er að ræða stærsta matarmarkað landsins. Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins, stofn- aði matarmarkaðinn á sínum tíma og hún lofar súrum, sætum og safaríkum markaði. Yfir 45 framleiðendur koma víðs vegar að hlaðnir ljúfmeti til sölu og smakks. Íslenskt veðurfar mun ekki hafa áhrif á matarmarkaðinn, en sumir þátttakendur hafa lagt land undir fót löngu áður en markaðurinn hefst. Búrið Reykjavík Búrið er ostaverslun í Reykjavík sem býður upp á besta óþefinn í bænum: dýrlega þefjandi osta, ólífur, smurálegg, sælkerakjöt- meti og allt annað nasl sem bætir, hressir og kætir. Erpsstaðir í Dölum Búðardalur Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir rjómaís, skyr osta og konfekt. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu og eru eigendur menntaðir mjólkurfræðingar. Friðheimar Bláskógabyggð Í Friðheimum eru ræktaðir tóm- atar allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum, þrátt fyrir langan og dimman vetur. Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig – og gefur þeim að smakka á afurðunum. Garðyrkjustöðin Engi Laugarás í Biskupstungum Garðyrkjustöðin Engi er í um 100 km frá Reykjavík. Þar eru rækt- aðar kryddjurtir, grænmeti og ávextir, bæði í heitum og köldum gróðurhúsum sem og í útiræktun, og er starfsemin vottuð af vott- unarstofunni Túni. Grímur kokkur Vestmannaeyjar Markmið Gríms kokks er að fram- leiða aðeins fyrsta flokks vöru úr fyrsta flokks hráefni sem er bæði holl, bragðgóð og fljótlegt að framreiða. Háafell Geitfjársetur Borgarnes Á Háafelli er unnið að tilraunum varðandi nýtingu geitaafurða. Ferðafólk getur komið við og fengið að kynnast geitunum af eigin raun. Kjöt er selt af þeim dýrum sem slátrað er á haustin. Einnig eru til sölu snyrtivörur sem unnar eru úr geitaafurðum og jurtum. Holt og heiðar Akurgerði, Hallormsstað Eigendur Holts og heiða hafa safnað birkisafa og framleitt birkisíróp frá árinu 2010. Íslenskt hráefni er haft í hávegum, svo sem ber, rabarbari og sveppir, einkum lerki og furusveppir. Kanínur ehf. Syðri-Kárastaðir, Hvammstanga Birgit Kositzke stofnaði fyrirtækið árið 2011. Eitt helsta markmið félagsins er að bjóða kanínukjöt á markaði hér á landi. Mýranaut Leirulæk – Borgarnesi Gæða ungnautakjöt, slátrað aðeins í viðurkenndum slátur- húsum. Íslensk framleiðsla með engum aukaefnum, beint frá býli. Rabbarbía Langamýri á Skeiðum Rabarbara akrar á Löngumýri eru lífrænt vottaðir. Rabarbía framleiðir sultu og síróp og eru allar vörurnar handgerðar af alúð bændanna. Seglbúðir Kirkjubæjarklaustur Sláturhúsið í Seglbúðum býður upp á fyrsta flokks sauðfjárgripi. Kjötinu er gefinn góður tími til að hanga við ákjósanlegt hitastig sem stuðlar að meyrnun kjötsins. Þessi tími sem kjötið fær til að hanga ásamt lágmarks flutning á lifandi dýrum fyrir slátrun skilar sér í meyrara og betra kjöti til neytandans. Svandís kandís Selfoss Handgerður brjóstsykur frá potti ofan í poka, án allra aukaefna. 12 11 3 4 5 1 6 9 2 8 7 10 KJöT og fisKur sælKeraMaTur grænMeTi og ávexTir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.