Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 36
E kki aðlagast allir hinu venjubunda skólastarfi og þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Það getur verið vegna þess að nemendur eru með les- blindu, athyglisbrest, eru á einhverfurófinu og fleira. Það er ekki oft í boði í hinu íslenska grunn- skólastarfi nám fyrir þá sem þurfa sértæka aðstoð, heldur eru nem- endur settir við sama bás en fá einhverja aðstoð við lærdóminn. Sérkennslu, sem er gott og gilt. Hún er mjög öflug sérkennslan í Lækjarskóla í Hafnarfirði og frábært starfsfólk sem valist hefur í þau störf. Lækjarskóli er til fyrirmyndar í þessum efnum og hefur stigið skrefið lengra, en á vegum hans hefur verið starfrækt sérstök Fjöl- greinadeild fyrir unglinga í hvorki meira né minna í 10 ár. Fjölgreinadeildin hefur verið í Menntasetrinu við lækinn (gamla Lækjarskóla) frá árinu 2005. Sveinn Alfreðsson var deildar- stjóri til 2007. Kristín María Indriðadóttir tók við yfirstjórn deildarinnar haustið 2007 og er þar enn. Í fyrstu voru 4 nemendur en fjölgaði fljótt og hafa verið 13 til 25 nemendur þar við nám á hverju skólaári. Árið 1999 var byggður nýr og glæsilegur skóli, undir starfsemi Lækjarskóla enda sá gamli orðinn of lítill fyrir þann fjölda nemenda sem stunda nám við skólann, þar sem unnið er mjög gott skólastarf. Skólastjóri er Haraldur Haralds- son og aðstoðarskólastjóri er Arna Björný Arnardóttir. Í skólanum eru í dag 508 nemendur. Hin gamla og virðulega bygging sem áður hýsti nemendur Lækjar- Þ ann 28. febrúar er árlega haldið uppá alþjóð- legan dag sjaldgæfra sjúkdóma. Þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2008. Stofnað var til dagsins í þeim tilgangi að vekja athygli á sjald- gæfum sjúkdómum, bæði til að uppfræða almenning en einnig embættismenn sem taka ákvarðanir sem geta haft mikil áhrif á líf sjúklinga sem greindir eru með sjaldgæfa sjúkdóma. Í Evrópu er skilgreiningin á sjaldgæfum sjúkdómi þannig að færri en 1 af hverjum 2000 séu greindir með sjúkdóminn. Í Bandaríkjunum er skilgrein- ingin þannig að það séu færri en 200.000 manns greindir með sjúkdóminn á hverjum tíma. Í Evrópu eru taldir yfir 6000 sjúkdómar sem falla undir skil- greininguna sjaldgæfir sjúk- dómar og í Evrópusambandinu eru fleiri en 30 milljón manns greindir með sjaldgæfan sjúk- dóm. Sjaldgæfir sjúkdómar eru sem sagt ekki svo sjaldgæfir þrátt fyrir allt. Oft eru engar árangursríkar meðferðir við sjaldgæfum sjúk- dómnum sem eykur á sársauka og þjáningar sjúklinganna og fjöl- skyldna þeirra. Skortur á vísinda- legri þekkingu og gæði upplýs- inga um sjúkdómana er gjarnan ástæða fyrir seinkun greiningar. Takmarkað bolmagn heilbrigðis- þjónustunnar hér á landi leiðir af sér að besta mögulega meðferð og umönnun er ekki sjálfgefin ef um sjaldgæfan sjúkdóm er að ræða. Vanvirkni velferðarþjónust- unnar leiðir til mikilla félags- legra og fjárhagslegra byrða á sjúklinginn og fjöl- skyldu hans. Það er því miður staðreynd að á Íslandi lenda þessir einstaklingar oft milli skips og bryggju í velferðar- kerfinu. Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað hér á landi að í Reykjavík er starf- rækt stuðningsmið- stöðin Leiðarljós sem sérhæfir sig í alhliða stuðningi við allar fjölskyldur í landinu sem eiga börn með sjaldgæfa alvar- lega langvinna sjúkdóma. Með stofnun Leiðarljóss var mikilvægt skref stígið í að bæta þjónustu við fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Þannig varð til staður sem veitir alhliða stuðning, upplýsingar og leiðsögn um kerfið. Leiðarljós kynnir fyrir foreldrum þau úrræði sem eru í boði og veitir aðstoð við að útvega þau og stuðlar þannig að því að fjölskyldan fái viðunandi þjónustu, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veik- indi barnsins. Leiðarljós hefur nú þegar sann- að gildi sitt fyrir foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma og hægt væri að koma á fót sambærilegri þjónustu fyrir aðra hópa sem og fullorðna með sjaldgæfa sjúk- dóma ef áhugi væri fyrir hendi. Þessa dagana er Leiðarljós að leita til stjórnvalda um að efna gefið vilyrði um styðja við rekst- urinn og tryggja þannig áfram- haldandi stuðning við foreldra barna með alvarlega sjaldgæfa sjúkdóma. Hér með skora ég á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi rekstur Leiðarljóss. Með vinsemd og virðingu. Auður A. Hafsteins- dóttir Kilju/tímarita-smásagna- höfundur og foreldri Sigurður Hólmar Jóhannesson Faðir barns með sjaldgæfan sjúkdóm og situr í stjórn Leiðarljóss. Um bo ð: w w w .v ite x. is Minni hungurtilfinning Stútfullt af hollustu 1 skammtur = 5 bollar af fersku spínati 1/2 tíma fyrir mat 100% náttúrulegt Aptiless spínat með Thylakoids frábært í boostið 5-2 mataræði fljótlegt og þægilegt Guldäpplet 2014 Vinnare av Minni sykurlöngun Útsölustaðir apótek og heilsu búðir. Fjölgreinadeild fyrir unglinga Stórkostlegt starf unnið á vegum Lækjarskóla Hafnarfirði 28. febrúar – Dagur sjaldgæfra sjúkdóma Börn og sjald­ gæfir sjúkdómar skóla var tekin til notkunar fyrir fjöl- greinadeildina. Þar ræður mest ríkjum Kristín María Indr- iðadóttir, eða Stína eins og hún vill gjarnan láta kalla sig. Hún hefur með sér einvalalið kenn- ara sem flestir eru í hlutastarfi. Bergdís Guðnadóttir mynd- mennta- og textíl- kennari, Sigríður M. Kristjánsdóttir verkgreina- og stærðfræðikennari, Lára Valdís Krisjánsdóttir smíða- og íslenskukennari, Haukur Már Einarsson völundarsmiður, Krist- mundur Guðmundsson ensku- kennari og Guðjón Óskar Guð- mundsson stærðfræðikennari. Núna eru 13 unglingspiltar sem sækja sinn stuðning og nám í þessari deild. Aðbúnaður er sér- staklega góður. Góðar kennslu- stofur, vel búin til verklegra kennslu og sköpunar og um- fram allt heimilislegur. Þar hafa starfsmenn og nemendur eldhús og góða setustofu til umráða. Á morgnana borða flestir saman morgunmat, en foreldrar setja í púkk og sér Stína, hin atorkusama og blíða kona að mestu um morg- unmatinn og að allt gangi vel fyrir sig. Það eru ekki allir sem borða morgunmat heima hjá sér, en það er mikilvægasta máltíð dagsins og gott að byrja skólastarfið saddur og frískur, þá gengur allt miklu betur eftir þá samverustund. Mín kynni við þessa deild eru í gegnum son minn. Hann hefur verið í deildinni í um sjö tíma á viku. Núna eftir áramótin mun hann alfarið vera þar og er hann mjög glaður og ánægður með það. Hans besti styrkur er tölvukunn- átta og hefur hún verið virkjuð vel. Hann fékk aðeins að vinna hjá tölvufyrirtæki fyrir áramót en Stína hafði milligöngu um það. Að öðrum starfsmönnum fjöl- greinadeildarinnar ólöstuðum hefur Stína haft mest sam- skipti við okkur foreldrana. Hún kallar drengina prinsana sína og deildina kærleiksdeildina. Það sýnir vel hugarfarið. Allir vinna mjög óeigingjarnt starf og af mörgu má taka. Mig langar til að nefna eitt dæmi af mörgum. Það er í sambandi við félagslífið. Einu sinni í mánuði, eða oftar, er farið með nemendurna eitthvað skemmtilegt eins og til dæmis bíó, keilu, gönguferðir, heimsókn í Kaplakrika og fleira. Starfsmenn- irnir sjá um að keyra alla á sínum einkabílum án alls kostnaðar fyrir foreldrana, þegar þess þarf. Þessu fylgir mikil gleði og eftirvænting hjá nemendunum. Ég undirrituð fór í Jólakaffi ásamt öðrum foreldrum núna um jólin 2014. Það var mikið húllumhæ og gleðin skein út úr hverju andliti. Haraldur Haralds- son skólastjóri mætti og einnig aðstoðarskólastjórinn Arna Björný Arnardóttir. Ég skemmti mér líkt og aðrir. Mikið var skreytt og ljósadýrð lýsti upp rýmið. Allt sem var til skrauts höfðu nemendur gert í handverkstímum. Boðið var upp á miklar og góðar kræsingar sem nemendur höfðu gert sjálfir ásamt dyggri aðstoð Stínu og kennara. Dagurinn var mjög ánægjulegur og höfðu nemendur til dæmis haldið pakkajól. Það má með sanni segja að þessi deild, reyndar starfsmenn- irnir allir, geri kraftaverk. Sonur minn er mjög ánægður að vera alfarið í fjölgreinadeildinni núna eftir áramótin. En deildin hefur vaxið og dafnað í þau 10 ár sem hún hefur verið starfrækt. Þar er sérsniðið námsefni fyrir nemendur og þeirra styrkur virkj- aður sem annars væri ekki alls- kostar hægt, nema í þessari deild. Þarna fer fram stórkostlegt starf sem vert er að þakka og fleiri skólar mættu kynna sér starfsemina og taka upp svipað ferli. Að endingu langar mig til að þakka öllu því góða starfsfólki og skólastjórn endum sem hefur veitt syni okkar stuðning í gegnum tíð- ina. Það er gott að vera í Lækjar- skóla í Hafnarfirði. ALICANTE, BENIDORM f rá Tímabi l : apr í l - maí 2015 12.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS Hún er mjög öflug sérkennslan í Lækjar- skóla í Hafnarfirði og frábært starfsfólk sem valist hefur í þau störf. 36 viðhorf Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.