Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 20
20 tónlist Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Aðflutt hæfileikAfólk Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Mosfellsbær nýtt höfuðvígi tónlistarfólks Sigur Maríu Ólafsdóttur í undankeppni Eurovision hefur varpað ljósi á heimabæ hennar, Mosfellsbæ, sem hefur fóstrað ógrynni af hæfileikafólki í tónlistargeiranum. Ritstjóri bæjarblaðsins segir Mosfellsbæ vera að taka við af Keflavík sem höfuðvígi poppara. É g held að þetta sé ekki tilviljun. Það er mikill áhugi á tónlist og menningu í bænum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Haraldur er ánægður með sigur Maríu Ólafsdóttir í undankeppni Eurovision. Ekki síst þar sem hún verður annar fulltrúi Mosfellsbæjar í lokakeppni Eurovision á skömmum tíma. Sem kunnugt er fór Greta Salóme fyrir okkar hönd með lagið Mundu eftir mér árið 2012. „Þetta er næstum því annað hvert ár sem við vinnum Eurovision,“ segir bæjarstjórinn vígreifur. Hæfileikafólk úr öllum geirum Mikið af tónlistarfólki hefur komið fram í Mosfellsbæ að undanförnu. Auk áðurnefndra Eurovision-söngkvenna má nefna strákana í hinni vinsælu hljómsveit Kaleo sem nýverið sömdu við útgáfurisann War- ner. Þá sigraði hljómsveitin Vio í Músíktilraunum í fyrra. Þegar horft er yfir allt sviðið má nefna að stórsveitin Sigur Rós er úr Mosfellsbæn- um, tveir meðlima rokksveitarinnar Mínuss komu þaðan og Gildran er sömuleiðis þekkt Mosó-band. Mosfellsbær hefur alið tónlistarfólk úr öllum geirum. Þar á meðal eru rapparinn Dóri DNA, Íris Hólm, systurnar Þórunn og Dísella Lárusdætur, grínistinn Steindi Jr. og Stefanía Svav- arsdóttir sem einmitt tók þátt í undankeppni Eurovision á dög- unum. Þá er ótalin hin geðþekka söngkona Diddú. Ólafur Holm, trommuleikari Ný danskra, er og úr Mosfellsbæ rétt eins og nafni hans Ólafur Arnalds sem hefur verið að gera það gott úti í heimi að undanförnu og hlaut meðal annars Bafta-verðlaunin í fyrra. Söng- og leikkonan Hreindís Ylva steig sín fyrstu skref í Mosó áður en hún fluttist til London. Heimsmet í fjölda kóra Hilmar Gunnarsson, ritstjóri bæjarblaðsins Mosfellings, fylgist grannt með tónlistarlífinu í bænum og segir það engu líkt. „Þetta byrjar allt í lúðrasveitinni. Það er mjög öflugt starf í kringum hana. Krakkarnir fá mjög gott tónlistaruppeldi hérna. Við erum smám saman að taka við af Keflavík sem höfuðvígi popptónlistar á Íslandi.“ Um 9.400 manns búa í Mosfellsbæ, að sögn Haraldar bæjarstjóra. Hann hefur búið alla sína tíð í bænum og segir menningarstarf þar afar öflugt. „Það eru að minnsta kosti tíu kórar í bænum sem ég held að sé Íslandsmet, ef ekki heimsmet. Skólahljómsveitin hefur verið starfrækt í rúm 50 ár og við erum með mjög öflugt áhugamannaleik- félag. Grasrótin er til staðar og það er hlúð að henni í skólunum. Við höfum líka reynt að skapa ungum tónlistarmönnum aðstöðu eins og hægt er. Svo er mikilvægt að Mosfellingar hafa verið duglegir að sækja atburði í bænum og sýna samstöðu. Við reynum líka að velja Mosfellinga til að koma fram á atburðum á vegum bæjarins.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fjölmargir tónlistarmenn eru búsettir í Mosfellsbæ þó þeir hafi fengið tónlistaruppeldið annars staðar. Má þar nefna hinn færeyska Jógvan Hansen og tónlistarkonuna Hafdísi Huld Þrastardóttur, sem á hús í Mos- fellsdalnum. Auk þeirra er Davíð Þór Jónsson, hljómborðsleikari með meiru, búsettur í Mosó rétt eins og Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari Skálmaldar. Tónlistarfólk úr Mosó María Ólafs Greta Salóme Kaleo Sigur Rós Diddú Gildran Vio Þórunn og Dísella Lárusdætur Stefanía Svavars Ólafur Arnalds Ólafur Holm trommari Bjarni og Bjössi úr Mínus Dóri DNA Steindi Jr. Hreindís Ylva Íris Hólm Ólafur Arnalds Sigur Rós Kaleo Greta Salóme María Ólafs Dóri DNA Vio Stefanía Svavars Hafdís Huld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.