Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 18
É g ólst upp í Wioming sem er mikil náttúruparadís. Pabbi minn var mikill veiðimaður og útivistar- maður og við eyddum miklum tíma saman í náttúrunni,“ segir David sem ákvað snemma að hann skyldi verða fjallgöngumaður. „Ég var ellefu ára þegar ég komst yfir bók sem kallaðist „Mo- untains“ og var um helstu fjöll veraldar. Þar var einn kafli um Himalajafjöllin og mynd af Tenzing Norgaym á Everest árið 1953. Tenz- ing var með súrefnisgrímu og hélt á ísexi umkringdur þjóðfánum hinna ýmsu landa. Myndin, sem var tekin af Edmund Hillary, hreyfði svo við mér að ég ákvað að feta í fót- spor hans þegar ég yrði eldri.“ Byrjaði sem byrðarberi á Ama Dablam David byrjaði stuttu síðar að klífa kletta og fjöll sem urðu sífellt hærri þar til hann fór loks til Himalaja árið 1979. „Mig langaði að starfa við fjallaklifur en á þessum tíma voru mjög fáir sem gátu lifað af því, bara þeir allra frægustu. Ég byrjaði á að klífa Ama Dablam sem er 6.812 metra hátt og á leiðinni upp hitti ég nokkra klifrara sem voru líka ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn. Ég hugsaði með mér að þetta væri góð leið til að borga klifrið og byrjaði að taka á 16 mm filmu fyrir sjónvarp og fékk svo vinnu hjá ABC sem aðstoðartökumaður og við að bera byrði. Ég var mjög stoltur af því að vera kom- inn í sama starf og Sherparnir, í raun ánægð- ari með að bera byrði en að taka myndir til að byrja með, en svo jókst áhuginn á tök- unum,“ segir David sem hefur „skotið“ um 40 kvikmyndir síðan og hlotið viðurkenning- ar fyrir, þar á meðal 4 Emmy-verðlaun. Árið 1983 tók hann upp fyrstu beinu sjónvarps- tökuna frá Everest og tveimur árum síðar varð hann fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að hafa klifið fjallið tvisvar. Dagurinn sem átta manns létu lífið Vorið 1996 fór David upp í hlíðar Everest með það að markmiði að taka þar upp fyrstu IMAX kvikmyndina en þann 10. maí gekk hvirfilbylur yfir efstu hliðar fjallsins með þeim afleiðingum að átta manns létu lífið. David og hópurinn hans voru í 7.400 metra hæð þegar óveðrið gekk yfir. „Ég var leið- angursstjórinn og hópurinn var samansettur af algjöru toppfólki. Við þurftum að gera sérstakar ráðstafanir vegna mjög þungra kvikmyndatökuvéla, þrífóta og filmnanna sem þurftu sérstaka meðferð í öllu frostinu. Við komumst upp í þriðju búðir sem eru í 7.400 metra hæð og ætluðum að vera fyrsti hópurinn upp fjallið þetta árið, til að losna við umferð og fótspor í snjónum fyrir mynda- tökuna en við snerum til baka í búðirnar því vindarnir voru svo sterkir. Við hefðum getað farið upp þrátt fyrir vindinn en við hefðum ekki getað myndað við þessar aðstæður og þess vegna snerum við til baka. Þegar við komum niður hittum við þá sem stuttu síðar fórust í storminum, Rob Hall og hópinn hans og hóp Scott Fisher, sem Jake Gyllenhall leikur í myndinni. Þeir ákváðu að fara upp enda hafði veðrið batnað. Það hafði enginn hugmynd um að stormur væri í aðsigi. Þetta var enginn venjulegur stormur heldur var Myndatexti David: Missti félaga sína á Everest David Breashears hefur fjórtán sinnum klifið Everest og fimm sinnum komist á toppinn. Ástríðu sína fyrir fjallaklifri hefur hann sameinað kvikmyndagerð og hlotið mikla viðurkenningu fyrir. David var staddur við tökur á Everest vorið 1996 þegar átta fjallgöngumenn létu lífið í stormi. Greint var frá atburð- inum í metsölubókinni „Into Thin Air“ eftir Jon Krakauer en Baltasar Kormákur byggir einmitt kvikmynd sína Everest, sem David meðfram- leiðir, á bókinni. Auk þess að fram- leiða kvikmyndir og klífa fjöll ferðast David um heiminn til að auka með- vitund fólks um loftslagsbreytingar og bráðnun jöklanna í Himalaja. Hann mun segja frá upplifun sinni af Everest og fjalla um bráðnun jökla í Hörpu á sunnudaginn. þetta hvirfilbylur frá Bengalflóa, ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt.“ Gengu fram á lík vina sinna Næstu dögum lýsir David sem skelfilegum en hann og restin af hópnum hans tóku þátt í björgunarstarfinu eftir storminn. „Við klifum upp og niður fjallið og hjálpuðum særðu fólki niður. Flestir í mínum hóp þekktu til ein- hverra sem fórust í storminum. Scott Fischer var góður vinur minn, við byrjuðum 18 ára að klifra saman og ég þekkti Rob Hall líka vel. Við vorum ein eftir í fyrstu búðunum og til- finningalega vorum við í rúst. Það var skrítið að upplifa svona sterkt hversu stutt er á milli lífs og dauða. Okkur leið eins og fjallið hefði breyst í grafreit og ættingjar okkar allra sögðu okkur að koma heim. En við ákváðum að vera sterk og fara aftur upp. Það var mjög átakanlegt því á leiðinni upp gengum við fram hjá líkum vina okkar.“ „Það sem er enn efst í huga mínum eftir þessa reynslu er að fjallið er óútreiknanlegt. Og að það getur verið mjög hættulegt þegar mikill metnaður er ekki í samræmi við reynslu. Ég skil að fólk vilji fara á Everest en ég sé fullt af fólki fara upp sem er alls ekki nógu fært. Í dag reiðir fólk allt of mikið á leið- sögumennina en viðmiðið ætti alltaf að vera að sá sem klífur kunni að bjarga sér í verstu mögulegu aðstæðum sem upp gætu komið, án þess að vera með leiðsögumann.“ Berst gegn bráðnun jökla Auk þess að segja frá upplifun sinni af Eve- rest í Hörpu um helgina mun David kynna sína nýjustu ástríðu, GlacierWorks. Gla- cierWorks er þverfagleg stofnun sem David stofnaði árið 2007 en tilgangur hennar er að berjast gegn hlýnun jarðar og bráðnun jökla Himalajafjallgarðsins með vísindi og listir að vopni. „Ég verð að segja að þetta starf er ótrúlega spennandi og það er mun meira gefandi en nokkuð annað að klífa fjöll í þágu vísinda og samfélagsins sem býr á svæð- inu,“ segir David og hvetur alla til að mæta í Hörpu eða kynna sér verkefnið á heimasíðu félagsins. Háfjallakvöld með David Breashears og Baltasar Kormáki verður í Eldborgarsal Hörpu, sunnudagskvöldið 1. mars klukkan 19.30. Það er í boði 66°Norður, Félags ís- lenskra fjallalækna, Ferðafélags Íslands og Vina Vatnajökuls. Aðgangseyrir er 1000 krónur og rennur ágóðinn í rannsóknarsjóð Jöklarannsóknarfélags Íslands á breytingum íslenskra jökla. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Baltasar Kormákur Í Hörpu mun Baltasar segja frá gerð myndar- innar sem fyrirhugað er að frumsýna næsta haust. „Kvikmyndin Everest hefur verið langt ferðalag en ég hef verið meðframleiðandi síðan árið 2004. Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Balta sem leikstjóra. Hann er alveg rétti maðurinn í verkið, enda mjög vanur köldum og erfiðum aðstæðum. Ég er búinn að sjá litla hluta úr myndinni og það lítur ótrúlega vel út, tökurnar eru svo vel gerðar að það er eins og maður sé á staðnum,“ segir David sem gerði sjálfur heimildamyndina „Storm over Everest“ árið 2007 sem er byggð er á viðtölum við þá sem upplifðu storminn. Langar í ísklifur á Íslandi David Breashears hefur eytt stórum hluta ævi sinnar í hlíðum Everest og náði toppnum í fimmta sinn árið 2004. Hann er alls ekki hættur þrátt fyrir að verða sextugur á árinu, enda í toppformi. Þegar blaðamaður náði af honum tali var símtalið truflað af póstmanni sem kom færandi hendi með útbúnað fyrir næstu ferð. „Ég fer til Himalaja 15. mars svo það er í nógu að snúast sem þýðir að ég get ekki verið lengi á Íslandi í þetta sinn, sem er synd því mig langar svo í ísklifur í einhverjum af þessum fallegu fossum sem þið eigið. Ég geri það bara næst.“ Tómas Guðbjartsson skurðlæknir Tómas verður með erindi á Everest kvöldinu ásamt Ólafi Má Björnssyni lækni fyrir hönd Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL). Þeir munu greina frá hugmyndum um gönguleið í kringum Vatnajökul en einnig sýna myndir úr fjallaskíðaferðum á há- lendi Íslands. Tómas situr í stjórnum Ferðafélags Íslands og Vina Vatnajökuls og þetta er í sjötta sinn sem félögin halda háfjallakvöld. „Það sem mér finnst svo áhugavert, sem lækni og fjalla- manni, er af hverju menn taka svona kolrangar ákvarðanir á röngum tíma, eins og gerðist þennan örlagaríka dag árið 1996. Veðrið byrjar að versna en samt halda leiðsögumennirnir áfram með kúnnana, þrátt fyrir að vita að þeir eiga eftir að snúa til baka í myrkri. Það er vel þekkt að súrefnisleysi hefur áhrif á dómgreind og það er mjög senni- legt að það hafi spilað inn í.“ Auk þess að segja frá upplifun sinni af Everest í Hörpu um helgina mun David kynna sína nýjustu ástríðu, GlacierWorks. GlacierWorks er þverfagleg stofnun sem David stofnaði árið 2007 en tilgangur hennar er að berjast gegn hlýnun jarðar og bráðnun jökla Himalajafjallgarðsins með vísindi og listir að vopni. Ljósmynd/Einkasafn. 18 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.