Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 10
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 43 14 1 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Börn sem f lýja byssukúlur Næstum helmingur sýrlensku þjóðarinnar er á flóa frá grimmilegum stríðsátökum og hefst nú við í tjöldum, kjöllurum, félagsmiðstöðvum eða neyðarskýlum. Fólk sem bjó áður við öruggt  ölskyldulíf býr nú við algera óvissu um framtíðina. Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossinum segir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og flóamannastraumnum þaðan. Fundurinn verður í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9, fimmtudaginn 5. mars kl. 8.30. Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 04 49 VARSJÁ f rá Tímabi l : apr í l 2015 15.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS R eykjavík er ung borg sem byggist upp á bílaöld. Upp úr 1950 fer hún að verða mjög dreifð og dreifingin fer þannig fram að það er sífellt verið að byggja ný úthverfi. Það hefur marga góða kosti fyrir þá sem vilja búa nær náttúrunni en það er samfélagslega mjög dýrt að vera sífellt að brjóta nýtt og ónumið land því það kallar á mjög dýrkeypta uppbyggingu innviða. Auk þess er mjög erfitt að reka öflugt al- menningssamgöngukerfi í svo dreifðri borg, sem aftur leiðir af sér stóraukna bílaumferð. Á endanum verður þetta kerfi ekki sjálfbært. Þess vegna hafa skipulagsyfirvöld komist að því, fyrir löngu, að það verði að reyna að hemja þessa útþenslu byggðarinnar.“ En er pláss innan borgarinnar fyrir þéttari byggð? Verða þetta allt háir turnar innan eldri lágreistrar byggðar? „Já, það er pláss því hér er frekar mikið af illa nýttum svæðum, að hluta til eru það aflögð iðnaðar- svæði. Við erum alls ekki að tala um að reisa háa turna heldur um klassíska borgarbyggð með 3-5 hæða háum húsum.“ Eru til reglugerðir um útlit nýrra hverfa? Um hæð húsa, liti, efnivið eða hvernig sjóndeildarhringurinn eigi að líta út? „Já og nei. Aðalskipulagið er Vistvænn ferðamáti er mögu- legur þrátt fyrir skítaveður Fréttatíminn fékk Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, til að svara nokkrum spurn- ingum varðandi uppbyggingu borgarinnar, þéttingu byggðar og minnkun bílaumferðar. Hann segir minnkun bílaum- ferðar samkvæmt aðalskipulagi vera vinningsstöðu fyrir alla. Vistvænn ferðamáti skapi betra og öruggara umhverfi og sé mögulegur á Íslandi þrátt fyrir skítaveður. einskonar sáttmáli um það hvernig við ætlum að haga uppbyggingu hérna næstu 20 árin en svo er kveð- ið nánar á um fyrirkomulag húsa í deiliskipulagi. Þar eru engar reglur um útlit húsa en byggingarfulltrúi borgarinnar þarf að samþykkja allar teikningar. Aðalskipulagið kveður á um að öllu jöfnu skulu hús vera um 3 -5 hæðir. Það er hins vegar hægt með undantekningu á einstaka stöðum, þó ekki í mið- borginni, að reisa hærri hús. Sam- kvæmt þessari stefnu hefði verið óhugsandi að byggja turnana við Skúlagötu og við Höfðatorg. Annað atriðið í nýju aðalskipulagi er áhersla á lýðheilsu borgarbúa. Sem þýðir meðal annars að göngur verða auðveldaðar og götur þrengdar til að koma fyrir hjólastígum og til að hægja á umferð. Næst liggur fyrir að þrengja Grensásveg. „Þrenging Grensásvegar er hluti af mjög metnaðarfullri hjólreiða- áætlun Reykjavíkur sem var sam- þykkt í tíð sjálfstæðismanna árið 2010. Samkvæmt henni er planið að leggja um 10 km af hjólastígum á hverju ári til ársins 2020 og við erum að vinna eftir þeirri áætlun. Í síðustu viku var samþykkt að leggja hjólastíga meðfram Bústaða- vegi, Kringlumýrarbraut og víðar, en hjólastígar sitt hvoru megin við Grensásveg voru teknir út fyrir sviga þar til búið er að kynna áætlun á íbúafundi í næstu viku. Það hefur hins vegar komið skýrt fram í viðtölum við íbúa í Gerð- unum að umferð eftir Grensásvegi er mjög hröð og ógnar því öryggi gangandi vegfarenda. Með þessum framkvæmdunum teljum við okkur vera að slá tvær flugur í einu höggi því framkvæmdirnar munu bæði hægja á bílaumferð og á sama tíma skapa betra pláss fyrir gangandi og hjólandi. Þær munu hins vegar ekki hefta umferð að neinu leyti því sam- kvæmt umferðarverkfræðingum er gatan hönnuð fyrir mikið meiri umferð en þar verður nokkurn tímann.“ Þessar breytingar virðast samt koma illa við suma borgarbúa sem segja að það sé verið að þrengja að einkabílnum. „Fólk má kalla þetta það sem því sýnist en þetta snýst um að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferð- ar og þá erum við ekki síst að tala um öryggi. Á síðustu 100 árum hafa rúmlega 1500 hundruð Íslendingar látist í bílslysum og þar af eru 480 börn. Þetta er svo brjálað mann- fall að mann setur hljóðan. Það var sorglega algengt hér áður fyrr að slys yrðu á gangandi vegfarendum en þeim fækkaði ekki fyrr en hægt var á bílaumferðinni og ráðin voru tekin af bílstjórunum með því að búa til 30 km hverfi. Og ég spyr þá sem eru á móti þessum breyt- ingum hvort það sé ekki þess virði að fara örlítið hægar yfir og taka örlítið meira tillit til umhverfisins. Myndi þetta fólk vilja rífa í burtu þrengingar við Háaleitisbraut þar sem mjög alvarleg umferðarslys á börnum áttu sér stað upp úr 2000? Eða eigum við að setja útgöngu- bann á börn og unglinga svo akandi fólk geti keyrt hraðar? Umræðan fer stundum í furðulegar víddir. Einhver spaugari kallaði okkur í borgarstjórn til dæmis „vinstri fasista“ fyrir að vilja skapa meira öryggi og búa til vistvænni og líf- vænlegri götur.“ Nú er líka stefnt að því í aðal- skipulagi að breyta ferðamáta fólks í borginni. „Áður fyrr notaði fólk vistvænan ferðamáta mjög mikið en eftir að borgin dreifðist svona mikið þá var það sífellt erfiðara. Þessu viljum við snúa við. Í dag eru 75% allra ferða farnar á einkabílnum og oftast er bara einn maður í bíl. 4% notar strætó, 4% er á hjóli og tæplega 20% fer fótgangandi. Miðað við allar aðrar borgir, nema Houston í Texas, er þetta ofboðslega hátt hlutfall bílaumferðar. Miklu hærra en til dæmis í Þrándheimi sem er álíka norðarlega og Reykjavík og þar sem er álíka mikið skítaveður á köflum. Í aðalskipulaginu er stefnt á það á næstu 15 árum að ná hlut- falli einkabílanotkunar niður í 58% og að vistvænn ferðamáti fari í 42%. Þá erum við komin í sama hlutfall og Þrándheimur er í núna, en þeir ætla að vera komnir miklu lengra í eflingu vistvæns ferðamáta árið 2030. Auðvitað verður hér áfram fólk sem getur ekki farið öðruvísi en á bíl, og fólk sem vill ekki fara öðruvísi en á bíl og það mun geta það áfram. Það hefur samt komið í ljós að það er hátt hlutfall starfs- manna fyrirtækja sem vill gjarnan nýta sér vistvænan ferðamáta, þetta er fagnaðarefni fyrir það fólk. Ég sé ekki annað en að þetta sé „win-win“ staða fyrir alla.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hjálmar segir umræðuna stundum fara í furðulegar víddir. Einhver spaugari hafi til dæmis kallað hann og félaga hans í borgarstjórn „vinstri fasista“ fyrir að vilja skapa meira öryggi og búa til vistvænni og lífvænlegri götur. HjálmaR SveinSSon Starf: Formaður um- hverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur. Menntun: MA í heimspeki og bókmenntafræði frá Freie Universität Berlin. Hjúskaparstaða: Kvæntur Ósk Vilhjálmsdóttur, mynd- listarmanni og ferðaskipu- leggjanda. Á 3 börn. Áhugamál: Bókmenntir, útivist, borgarskipulag. Hverfi: Býr í Þingholtunum. Uppáháldsstaður í Reykja- vík: Gamla hafnarsvæðið. Á bíl. 10 fréttaviðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.