Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 64
Fáðu meira út úr Fríinu gerðu verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum á túristi.is AMSTERDAM f rá Tímabi l : jún í 2015 12.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS K ate er leikrit sem ég skrif-aði og fjallar um Ísland á stríðsárunum, segir Agnes Wild, leikkona, leikstjóri og leik- skáld. „Það fjallar um unga stúlku frá Sauðárkróki, sem flytur til Reykjavíkur árið 1940. Hún fær vinnu í búðinni Flórída, sem var til á Hverfisgötunni. Þetta er þó ekki sönn saga, alls ekki,“ segir Agnes. „Sagan segir frá Kate og annarri stúlku sem vinnur í búðinni og þeirra sjónarhorni á ástandinu og hermönnunum sem hingað komu. Upplifun þeirra og reynsla er mjög ólík á þessum tíma og fara mjög ólíkar leiðir í sínu lífi. Þetta er byggt á sönnum atburðum þó sagan sé samin af mér,“ segir Ag- nes sem segist hafa lesið sér mikið til um þennan tíma og hlustað á sögur frá ömmu sinni sem bjó á Grettisgötu á þessum tíma. „Það eru margir „konfliktar“ í þessu og sagan endar ekkert endilega vel,“ segir Agnes. „Þrátt fyrir það er þetta kómedía, með dramatísku tvisti.“ Ástandið á Íslandi óþekkt í Englandi Leikhópurinn Lost Watch, sem Agnes stofnaði, hefur sýnt verkið nokkrum sinnum í Bretlandi. Fyrst árið 2013 á lokaári Agnesar í námi, svo fóru þau með verkið á Fringe Festival í Edinborg þar sem verkið fékk NSDF verðlaunin á hátíðinni, eða National Student Drama Festi- val Award. Verðlaunin eru veitt þeim sem eru nýútskrifaðir, eða eru með verk þar sem nýútskrifað- ir leikarar koma fram. Agnes fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn og sviðshönnun á sömu hátíð svo það er greinilegt að verkið féll í kramið hjá Bretunum. „Mér fannst það mjög skemmti- legt, þar sem leikmyndin er bara einn kassi sem er notaður á marg- an hátt,“ segir Agnes. „Stundum þarf bara ekki meira. Svo hefur þetta undið alveg svakalega upp á sig þarna úti. Það var uppselt á all- ar sýningarnar í Edinborg, en við sýndum nánast daglega í mánuð. Bretum finnst þetta viðfangsefni alveg svakalega merkilegt, vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um þetta,“ segir Agnes. „Þeir vita margir hverjir ekkert um það að þeir hafi átt hermenn á Íslandi á stríðsárunum.“ Í kjölfarið af þessum verðlaunum hefur Agnes fengið tækifæri til þess að sýna Kate í London og í næstu viku, þann 4. mars verður verkið frumsýnt í Greenwich Theater sem hefur verið partur af  LeiKList sýnir verK um „ástandið“ í London Ætlaði að verða forseti Agnes Wild útskrifaðist á síðasta ári úr leiklistarskól- anum East 15 í London, þar sem hún lagði stund á leik- list og sköpun. Hún samdi leikrit fyrir leikhópinn Lost Watch, sem hún stofnaði ásamt fleirum og sýndi verkið á Edinborgarhátíðinni í fyrra og fékk verðlaun fyrir. Hún byggir leikritið, sem heitir Kate, á hernámi breskra hermanna á Íslandi á stríðsárunum. Hún er staðráðin í því að sýna verkið hér heima, en fyrst verður það sett upp í London, sem Agnes segir mikla viðurkenningu. Bretar vita margir hverjir ekkert um það að þeir hafi átt hermenn á Íslandi á stríðsárunum, segir Agnes Wild. Ljósmynd/Hari leikhúslífi Lundúna í 150 ár. „Þeir sáu verkið í Edinborg og vildu fá okkur, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Agnes. „Það eru gríðarleg tækifæri fólgin í því að vera boðið þetta. Leikritið gæti farið víðar og jafnvel verið útgefið, sem er stór stimpill í Bretlandi,“ segir Agnes. „Þetta er mjög flott viðurkenning fyrir mig og hópinn sem við höfum haldið úti í þrjú ár.“ Vildi verða forseti Agnes segist ætla að koma með verkið til Íslands, þó hún sé ekki al- veg viss hvenær það verður. „Núna erum við að safna styrkjum bæði í Bretlandi og á Íslandi til að kom- ast með sýninguna hingað heim, næsta skref er svo að finna eitt- hvert leikhús sem vill leyfa okkur að sýna. Ef allt gengur upp verðum við með sýningar á Kate seinni part þessa árs,“ segir Agnes. „Ég mun sýna verkið á ensku eins og það hefur verið gert, en ég er búin að þýða það líka. Mig langar einhvern tím- ann að setja það upp á íslensku, en með blönduðum leikarahópi af Íslendingum og Bretum.“ Agnes hefur haft í nógu að snúast eftir útskriftina og nýverið leikstýrði hún Footloose söng- leiknum fyrir Menntaskólann við Sund. „Mér finnst mjög gaman að skapa og leikstýra,“ segir Agnes. „Það hefur líka einhvern veginn þróast út í það. Ég setti upp Ronju ræningjadóttur hjá Leikfélagi Mos- fellsbæjar í vetur og svo Footloose núna hjá MS, og ég er að fara út að vinna að nýju verki með leikhópn- um mínum,“ segir hún. „Svo það er nóg að gera sem er gaman.“ Stóð það alltaf til að fara í leik- list, var aldrei neitt annað sem kom til greina? „Nei eiginlega ekki. Mig langaði alltaf að verða forseti en það var ekkert nám sem undirbjó mann undir það, svo leiklistin var það næsta. Svo verð ég kannski forseti þegar ég hef aldur til,“ segir Agnes Wild, leikstjóri, leikkona og leik- skáld. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. 64 menning Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.