Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 22
TENERIFE f rá Tímabi l : apr í l - maí 2015 16.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS É g lenti í miklu einelti þegar ég var yngri sem varð til þess að ég flutti frá Íslandi,“ segir Eva Sigurðardóttir, sjón- varps- og kvikmyndaframleiðandi, en hún flutti nýverið heim til Ís- lands eftir 16 ára dvöl erlendis. „Ég var alltaf í sama bekknum í Digra- nesskóla og þar átti ég tvær góðar vinkonur þar til í lok 7. bekkjar en þá fluttu þær í önnur bæjarfélög. Þá versnaði eineltið mjög mikið og ég átti mjög erfitt þennan vetur. Fjölskyldan hafði miklar áhyggjur af mér og við ákváðum í sam- einingu að ég þyrfti að komast úr þessu umhverfi. Við veltum því fyrir okkur hvort ég ætti að flytja til ömmu eða þá að fara til Tékklands þar sem foreldrar mínir þekktu til í alþjóðlegum heimavistarskóla,“ segir Eva. Á endanum var ákveðið að hún færi í heimavistarskólann og að pabbi hennar myndi vera með henni fyrsta árið. Eitt ár varð þó að fimm því Eva ákvað að klára líka menntaskólann í Tékklandi. „Leiðin að kvikmyndagerð var ekk- ert svo bein hjá mér. Ég hélt eftir menntaskólann að ég vildi verða læknir og planið var að koma aftur til Íslands í læknanám. En ég var bara ekki tilbúin til að koma aftur heim,“ segir Eva sem ákvað eftir nokkrar vangaveltur að hana lang- aði til að segja sögur og læra að framleiða þær. Mikið hark en skemmtilegt að búa í London Eva lærði sjónvarpsframleiðslu í University of Westminster og byrjaði að vinna við barnaefni hjá BBC fljótlega eftir útskrift. „Að starfa við framleiðslu er rosalega skemmtilegt, aðallega vegna þess hversu fjölbreytt það er. Margir halda að til að framleiða kvikmynd- ir þurfi maður að eiga fullt af pen- ingum en það er alls ekki þannig, heldur er maður alltaf að leita að peningum og leiðum til að fjár- magna myndirnar. En góðir fram- leiðendur þurfa fyrst og fremst að vera skapandi og hafa tilfinn- ingu fyrir því hvað sé góð saga og hvernig best sé að miðla henni.“ „Það var að mörgu leyti mjög erfitt að vinna í London en á sama tíma alveg frábært. Ég þakka Bret- landi allt sem ég hef lært. Þar eru mörg góð verkefni í boði en það eru auðvitað svakalega margir að kepp- ast um þau. Margir vinna ókeypis í mörg ár, eru í þremur vinnum og fæstir eiga nokkurt fjölskyldulíf. Það er að hluta til þess vegna sem ég hef haft þá tilfinningu að ég verði að drífa mig í að gera allt sem mig dreymir um að gera, áður en ég eignast fjölskyldu. Ekki vegna þess að það verði ekki hægt síðar en ég bara veit að það verður erfiðara. Margar þeirra kvenna sem ég hef unnið með eru með börn og standa sig alveg ótrúlega vel. En þetta er slítandi vinna og ekki auðvelt fyrir fjölskyld- ur, þó allt sé auðvitað hægt.“ BAFTA tilnefningin breytti öllu Meðfram því að vinna hjá BBC vann Eva að kappi að því að fram- leiða sínar eigin myndir og árið 2013 var hún tilnefnd til BAFTA verð- launanna fyrir fram- leiðslu á stuttmyndinni „Good Night“. „Það breytti öllu fyrir mig og var eiginlega það sem að fékk mig til að hugsa alvarlega um hvað ég vildi gera í framhaldinu. Það er alltaf flott að fá verðlaun en ég lít fyrst og fremst á þau sem tækifæri til að framkvæma næsta markmið. Ég fór að spá hvernig væri best fyrir mig að nýta þetta og tók þá ákvörðun um að hætta í dagvinn- unni í London, flytja loks heim og stofna Askja Films, mitt eigið fram- leiðslufyrirtæki,“ segir Eva sem þá var komin í góða, og í fyrsta sinn vel borgaða, vinnu í London. „Ég var farin að vinna fyrir „Save the Children“ sem framkvæmdastjóri í ljósmynda-og kvikmyndadeild. Þetta var mjög fín vinna en samt ekki draumurinn. Ég man að pabbi spurði mig hvað ég ætlaði nú að BAFTA tilnefningin breytti öllu Eineltið sem Eva Sigurðardóttir upplifði sem unglingur varð til þess að hún flutti frá Íslandi, 14 ára gömul. Eftir að hafa klárað menntaskóla í Tékklandi flutti hún til London þar sem hún lærði og vann við framleiðslu í mörg ár. Eva ákvað að flytja aftur heim þegar hún var tilnefnd til BAFTA verðlaunanna árið 2013 og í dag rekur hún sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem frumsýnir meðal annars tvær myndir á Stockfish-kvikmyndahátíðinni. Í lok mars hefjast svo tökur á hennar fyrsta leikstjórnarverkefni sem byggir á reynslu hennar af einelti unglingsáranna. Hún segir mikilvægt að framleiðendur þori að vinna með konum. Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandinn Eva Sigurðardóttir fluttist frá Íslandi þegar hún var 14 ára til að flýja einelti. Hún er flutt heim eftir 16 ára fjarveru og hefur stofnað sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Askja Films. Hún segir konur í kvikmyndum þurfa hvatningu til að þora að stíga fram. Eins verði framleiðendur að þora að veðja á konur. Ljósmynd/Hari gera eftir BAFTA tilnefninguna, hvað það væri sem mig hefði alltaf dreymt um að gera, og ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri að framleiða mynd í fullri lengd. Og síðan þá hefur stefnan verið þangað.“ Tók 16 ár að snúa aftur heim „Það tók mig 16 ár að verða tilbúin til að koma aftur heim. Ég hélt reyndar að ég mundi aldrei koma aftur en ég ákvað nú samt að prófa og mér hefur bara liðið ótrúlega vel síðan. Ég hef allavega ekki enn séð eftir því, enda held ég líka mjög góðu sambandi við London, er að vinna þar á fullu og fer út næstum mánaðarlega. En á sama tíma er ég nær fjölskyldunni og vinum hér heima. Lífsgæðin á Íslandi eru líka ótrúleg miðað við harkið í London. Leigan hér er dýr en úti þarf maður að vera í þremur vinnum til að leigja litla holu með öðrum. London getur verið mikið hark. Ég var alltaf í vinnunni en átti samt aldrei peninga,“ segir Eva og hlær. „Þetta var samt svakalega gaman og ég sé alls ekki eftir þessu þegar ég lít til baka.“ Leikstýrir kvikmynd um einelti Næsta verkefni Evu er að koma sinni eigin sögu á kvikmyndaform, en í lok mars hefjast tökur á stutt- myndinni „Regnbogapartý“ sem byggir að hluta til á reynslu hennar sjálfrar af einelti. Auk þess að skrifa handritið og framleiða mynd- ina mun Eva þreyta frumraun sína sem leikstjóri. Myndin hefur fengið mikinn meðbyr úr öllum áttum. Hún er gerð í samvinnu við Saga Film með styrk frá Kvikmyndamið- stöð Íslands og frá Film London en auk þess vann handritið Pitch-hug- myndakeppni í Cannes á síðasta ári og var handritið verðlaunað af Doris Film verkefni WIFT á íslandi. „Þetta er saga sem ég þurfti bara að koma frá mér. Hún er um Soffíu, fjórtán ára stelpu í miðbæ Reykjavíkur, sem er lögð í einelti af vinsæla stelpuhópnum í skól- anum. Myndin fjallar um það hvað gerist þegar Soffía fær tækifæri til að komast inn í hópinn. Hversu langt hún er tilbúin til að ganga til að falla inn. Hún gengur ansi langt og fórnar mörgu í sögunni. Þetta verður átakanleg mynd sem tekur á þeim hættulegum hlutum sem unglingar leiðast oft út í.“ Konur þurfa hvatningu Framleiðslufyrirtæki Evu, Askja Films, leggur áherslu á að miðla sögum um og eftir konur. „Ég er opin fyrir öllum góðum sögum en mig langar mest til að gera myndir um konur því mér finnst lang skemmtilegast að horfa á myndir um konur, líklega því ég er kona sjálf. Svo hef ég bara mjög gaman af því að vinna með konum og kven- leikstjórum.“ „Mér finnst WIFT mjög flott félag sem er að gera góða hluti og mér finnst umræða um konur í kvikmyndum síðustu ár vera að skila sér. Það er margt sem betur mætti fara en að sama skapi er út- litið betra en það hefur verið lengi. Það eru fullt af flottum konum sem komnar eru með vilyrði fyrir framleiðslu á næstu árum og það er mjög spennandi,“ segir Eva. Henni finnst umræðan oft snúast of mikið um Kvikmyndamiðstöð og styrki en telur að konur mættu berjast á fleiri vígstöðvum. „Það er mikilvægt að framleiðendur þori að vinna með konum og dreifingarfyr- irtæki verða að treysta því að saga um konu fái fólk til að mæta í bíó. Kerfið þarf auðvitað að gefa konum séns en ég held að aðal áherslan ætti að vera á hvatningu. Það þarf að styrkja konur í að trúa á sín verk- efni og þora að stíga fram og taka sénsinn.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Eva Sigurðardóttir Starf: Sjónvarps- og kvikmynda- framleiðandi, og bráðum leikstjóri. BAFTA tilnefning 2013 fyrir fram- leiðslu á Good Night. Vann Pitch-hugmyndakeppni í Cannes 2014 fyrir handritið að næstu mynd sinni, Regnboga- börn. Sýnir tvær myndir á Stockfish kvikmyndahátíðinni; Foxes og Substitute. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Áhugamál: Kvikmyndir, ferðalög, gott spjall með vinkonum, veit- ingastaðir, góðar sjónvarps- seríur og útihátíðir. Uppáhaldsmatur: Avocado og gott kaffi (ekki saman!). 22 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.