Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 62
Það er þann- ig með alla listamenn að þeim finnst allir fá betri tækifæri en þeir og þannig byrjaði þessi hugmynd. Söngvari sem hefur gert það mjög gott úti en fær aldrei þá viðurkenn- ingu sem honum finnst hann eiga skilið heima fyrir. „Það taka allir eftir því þegar tenór kemur á svæðið,“ segir Guðmundur Ólafsson sem setur upp Annan tenór í Iðnó. Ljósmynd/Hari  LeikList AnnAr tenór í iðnó Tenórar liggja vel við höggi Leikarinn Guðmundur Ólafsson hefur rifjað upp kynni sín af Tenórnum sem hann sýndi í nær 10 ár um allt land við góðar undirtektir. Hann segir tenórinn alltaf standa sér nærri og fannst nauðsynlegt að segja fólki frá því hvað hann hefur verið að fást við í þessi ár frá því að fólk kynntist honum fyrst. Guð- mundur ætlar að setja upp Annan tenór í Iðnó og frumsýnir um helgina. G uðmundur frumsýndi Tenórinn í Iðnó haustið 2003 og gekk sýningin meira eða minna í 10 ár með hléum um allt land. Guðmundur sagði svo skilið við Tenórinn haustið 2013, en fann hjá sér þörf til þess að setja upp framhald þar sem hann hefur aldrei skilið við karakterinn að fullu. „Sagan á bak við Annan tenór er sú að ég hef alltaf verið að velta því fyrir mér hvað varð um söngvarann,“ segir Guðmundur. „Hann var í ekki svo góðum málum þegar hinni sýningunni lauk og þetta nýja verk gerist í rauninni 11 og hálfu ári eftir atburði fyrri sýningarinnar og söngvarinn og undir- leikarinn hafa ekkert hist í öll þessi ár,“ segir Guðmundur.  Það hefur ýmislegt breyst hjá söngvar- anum. Í fyrra verkinu sagði Guðmundur sögu af tenór sem var að syngja í stærstu óperuhúsum heims en einkalífið var í rúst. Í nýja verkinu er sami tenórinn fluttur aft- ur heim til Íslands og er búsettur austur á landi. „Staðan hans er sumsé allt önnur og spurning hvernig hann sættir sig við breytt- ar kringumstæður,“ segir Guðmundur. „Hin- um hógværa undirleikara hefur aftur á móti farnast vel í sínu daglega en einfalda lífi, enda aldrei sóst eftir frægð og frama. Við sögu kemur einnig „tæknimaður hússins“ sem Aðalbjörg Þóra Árnadóttir leikur en sem fyrr er Sigursveinn Magnússon í hlut- verki undirleikarans. Leikstjóri er María Sigurðardóttir.  Tenórinn á enga fyrirmynd Guðmundur fékk hugmyndina að tenórnum á sínum tíma vegna þess að honum fannst þessi „tegund“ listamanna áhugaverð. „Ég var í söngnámi hjá John Speight og líka hjá Guðmundu Elíasdóttur þegar ég var í leik- listarskóla og um aldamótin var smá ládeyða í vinnu hjá mér svo ég varð að búa eitthvað til,“ segir Guðmundur. „Mig langaði líka að sýna hvað ég gæti. Ég hafði alltaf sungið en aldrei opinberlega þessa tónlist. Það er þann- ig með alla listamenn að þeim finnst allir fá betri tækifæri en þeir og þannig byrjaði þessi hugmynd. Söngvari sem hefur gert það mjög gott úti en fær aldrei þá viðurkenn- ingu sem honum finnst hann eiga skilið heima fyrir,“ segir Guðmundur. „Það hafa margir spurt hvort ég hafi haft einhverja fyrirmynd en svo er ekki. Þetta er bara eilífðarspurning mannsins um að sætta sig við það hver maður er. Ég fór í söngnám í kringum aldamótin og var kominn í ágætis form eftir tvö ár, því þetta krefst þess að geta sungið almennilega,“ segir Guðmundur. „Ég er að tala allan tímann og að syngja svo maður þarf að vera í þokkalegu formi svona radd- lega.“  Höfundurinn hlustar á leikstjórann Guðmundur hefur mikinn áhuga á tónlist en segir tenórana ekkert endilega sitt upp- áhald. „Það er alltaf verið að segja brand- ara um tenóra svo kannski lá hann betur við höggi,“ segir Guðmundur. „Þeir eru skraut- legir karakterar og margar sögur til af þeim. Það fer ekki fram hjá neinum þegar tenór gengur inn í salinn,“ segir Guðmundur sem skrifar leikritið sjálfur. „Ég var kannski ekki lengi að skrifa þetta en hugmyndin hefur verið til í þó nokkurn tíma. Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvað hafi orðið um karlinn,“ segir Guðmundur. „Fyrri sýningin endar á því að hann gengur inn á svið þar sem hann er að fara að halda tónleika. Þessi sýning segir nokkuð frá því hvað gerðist á þessum tónleikum og hvernig líf hans hefur þróast síðan þá. Það var ég bú- inn að hafa í huganum í svolítinn tíma, svo ég var ekki lengi að koma þessu á blað,“ segir Guðmundur. „Svo breytir maður og bætir þegar byrjað er að æfa. Þá hlustar maður á leikstjórann og þá verður höfundurinn að kyngja stoltinu. Leikstjórinn er úti í sal af ástæðu,“ segir Guðmundur. Fann sig knúinn til þess að skrifa fleiri hlutverk Guðmundur hefur verið iðinn að starfa fyrir leikhópa á landsbyggðinni og hefur skrif- að nokkur leikrit á þeim vettvangi. „Ég er búinn að skrifa ein fimm leikrit fyrir Leik- félag Ólafsfjarðar og síðar Leikfélag Fjalla- byggðar, þegar leikfélögin sameinuðust,“ segir Guðmundur sem fæddur er og uppal- inn á Ólafsfirði. „Við settum upp hálfgerðan söngleik fyrir rúmum tveimur árum, sem heitir Stöngin inn og var valin „athyglisverð- asta áhugaleiksýningin“ af Þjóðleikhúsinu það árið. Það var svo sýnt í Þjóðleikhúsinu sem var feikilega gaman,“ segir Guðmundur. „Núna er bæði verið að æfa leikrit eftir mig í Borgarnesi og á Sauðárkróki og ég er alltaf eitthvað að skrifa.“ Færðu alltaf nóg af hugmyndum? „Það má segja að ég hafi byrjað á þessu því ég var orðinn svo þreyttur á þessari leik- ritaskrá sem er til hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga,“ segir Guðmundur. „Mér fannst vanta fleiri leikrit þar sem konur eru í meiri- hluta því það er raunin hjá leikfélögum á landsbyggðinni. Í leikritaheiminum eru alltaf fleiri hlutverk fyrir karlleikara og ég fann mig bara knúinn til þess að skrifa fleiri kvenhlutverk. Það hefur verið mitt prinsipp að allir sem vilja vera með í leiksýningu fái að vera með. Ég bæti þá bara við hlutverkum ef þess þarf,“ segir Guðmundur Ólafsson, leikari og leikskáld.  Annar tenór verður frumsýndur í Iðnó á morgun, laugardag. Allar nánari upplýsingar um miðasölu má finna á heimasíðunni www. midi.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 62 menning Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Öldin okkar – HHHHH , S.J. Fbl. Billy Elliot – Frumsýning 6. mars! leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 29.sýn Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Stóra sviðið) Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn Aukasýningar á Stóra sviðinu. Karitas (Stóra sviðið) Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Allra síðustu sýningar. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 15/3 kl. 13:30 Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 8/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 15:00 Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 8/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu MÍL ANÓ f rá Tímabi l : ma í - jún í 2015 16.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.