Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 45
heilsa 45Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Aðal samstarfsaðilar FÍ Lýðheilsu- og forvarnarverkefni FÍ The Biggest Winner! · Fyrir feita, flotta, frábæra · Fyrir þá sem þora, geta, vilja · Taktu fyrsta skrefið · Taktu eitt skref í einu · Virkjaðu styrkleika þína með jákvæðum og uppbyggilegum hætti · Rólegar gönguferðir með stöðuæfingum · Náttúruupplifun – útivera · Mataræði – matseðill – mælingar Kynningarfundur 2. mars kl. 19.00 í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 Umsjón verkefnis: Steinunn Leifsdóttir og Páll Guðmundsson. Bakskóli FÍ hefst í apríl. Kynningarfundur 9. apríl. Nánari upplýsingar á www.fi.is og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Lýðheilsu- og for varnarverkefni F erðafélags Ísland sThe Biggest Winn er! Upplifðu náttúru Íslands Þjálfun fyrir börn með heilaskaða Mitii – Move it to improve it. S júkraþjálfunin AFL býður upp á þjálfun fyrir börn með heilaskaða með aðstoð tölvu- forritsins Mitii. Upphaflega var Mitii forritið hannað fyrir börn með heilalömun (CP) en rannsóknir hafa sýnt að þjálfun með forritinu getur aukið bæði hreyfigetu og vitræna færni hjá öllum einstaklingum með heilaskaða. Heilinn býr yfir aðlögunar- hæfni Lengi var talið að taugafrumum gæti ekki fjölgað og því væri skaði í heila óbætanlegur. En í dag vitum við að það er hægt að þjálfa heilann og með réttri þjálfun getum við fjölgað taugafrumum, búið til nýj- ar taugatengingar og ný tauganet í heilanum. Heilinn býr yfir mikilli getu til aðlögunar. Starfsemi hans breytist stöðugt á lífsleiðinni bæði vegna samspils erfða og umhverfis en einnig þróast hann við nám og þjálfun. Þessi aðlögunarhæfni gerir það mögulegt að hægt er að hafa áhrif á heilann eftir sjúkdóma eða slys með viðeigandi þjálfun. Aðgengilegt þjálfunarkerfi „Vandamálið með svona þjálfun er að hún krefst daglegrar þjálfunar í að minnsta kosti 30 mínútur í 12 vikur. Ekkert heilbrigðiskerfi hefur fjár- magn til að bjóða einstaklingum dag- lega þjálfun með sjúkraþjálfara eða öðrum fagaðila. Mitii þjálfunin hent- ar því mjög vel, því að fyrir klukku- stundar vinnu sjúkraþjálfara fær ein- staklingurinn daglega þjálfun í viku á eigin heimili þegar honum hentar,“ segir Stefán Örn Pétursson, sjúkra- þjálfari hjá AFL. Þjálfunin fer fram á internetinu undir eftirliti sjúkra- þjálfara. Í upphafi er færni og geta þátttakenda mæld. Í kjölfarið setur sjúkraþjálfarinn svo upp sérsniðna æfingaáætlun fyrir viðkomandi sem hann endurmetur síðan vikulega. Notandinn þarf að hafa aðgang að pc tölvu, tölvuskjá eða sjónvarpi og nettengingu. Hver þátttakandi fær lánaða Kinect hreyfimyndavél með- an á þjálfuninni stendur. Nútímaleg þjálfun Mitii þjálfunin byggir á nýjustu rannsóknum heila- og taugavísinda. Þjálfunin samanstendur af mörg- um smáverkefnum sem viðkomandi þarf að leysa bæði hugrænt og með hreyfingu. Markmiðið með æfing- unum er að netkerfi heilans séu stöðugt að taka við nýjum upplýs- ingum, takast á við nýjar áskoranir með hæfilega krefjandi verkefnum til að framfarir eigi sér stað bæði í hreyfifærni og ekki síður í vitrænni getu. Taugakerfi heilans eru mörg hver samnýtt og því er mikilvægt að þjálfa samtímis vitræna þáttinn sem og hreyfigetu einstaklingsins til að sem bestur árangur náist. Nánari upplýsingar veitir Stefán Örn Pét- ursson sjúkraþjálfari, stefan@af- lid.is Unnið í samstarfi við Sjúkraþjálfun AFL - www.aflid.is Stefán Örn Pétursson sjúkraþjálfari býður einstaklingum með heilaskaða upp á Mitii þjálfun sem hefur sýnt fram á góðan árangur. Mynd/Hari. Mitii þjálfun Rannsóknir hafa sýnt að til að ná sem bestum árangri og stuðla að langvarandi breytingum í heilanum þarf þjálfunin að innihalda fjóra eftir- farandi þætti: n Tíða ástundun. Tíðar æfingar bæta grunntengingar heilans. Ráðlagt er að æfa að minnsta kosti hálftíma á dag í tólf vikur. n Þjálfunin þarf að vera krefjandi en samt ekki það erfið að ómögulegt verði að leysa verkefnið. n Margar endurtekningar. n Virk þátttaka einstaklingsins, þar sem einbeiting og athygli eru mikil- vægir þættir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.