Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 26
M ér fannst mjög erfitt að þurfa að vera vistuð hér. Ég hef mestan félagsskap af starfsfólkinu og svo eiginmanninum sem kemur í heim- sókn daglega. Ég á enga samleið með hinu fólkinu sem býr hér,“ segir Ósk Axelsdóttir sem hefur glímt við Parkinsonsjúkdóminn í ára- raðir og var vistuð á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Kópavogi í fyrra, aðeins 59 ára gömul. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi vera komin á hjúkrunarheimili fyrir aldraða þegar ég yrði sextug,“ segir Ósk sem var sextug í nóvember. Hrafnista í Kópavogi er í Boðaþingi. Hjúkrunar- heimilið skiptist í fjórar deildir með ellefu heimilismönnum hver, og þeir elstu á deild Óskar eru á tíræðisaldri. Þau taka á móti mér hjónin við inn- ganginn, Ósk og Sigurjón Sigurðs- son eiginmaður hennar. Hún er fest með belti við hjólastólinn því hún er gjörn á að detta. Parkinsons- veiki er hægfara hnignun í þeim hluta miðtaugakerfisins sem stýrir og sam- hæfir líkamshreyfingu. Eitt einkennið eru talörðugleikar, röddin verðug lág og óskýr, og ég þarf að hafa mig alla við til að skilja það sem Ósk segir. Heyrnin er farin að gefa sig hjá mörgum af þeim eldri borgurum sem dvelja á Hrafnistu ásamt Ósk og gerir það henni enn erfiðara að hafa samskipti við það því fólk heyrir einfaldlega ekki það sem hún segir. „Hérna er herbergið hennar,“ segir Sigurjón um leið og hann ekur Ósk í Sextug á Hrafnistu Ósk Axelsdóttir er vistuð á Hrafnistu þrátt fyrir að vera aðeins sextug. Hún glímir við Parkinsonsjúkdóminn og lítið er um úrræði fyrir þetta ungt fólk sem þarf á alhliða umönnun að halda. Ósk hefur verið gift Sigurjóni Sigurðssyni í 41 ár og upplifðu þau það sem ákveðinn skilnað þegar hún fór á Hrafnistu og finnst henni andlega niðurdrepandi að vera á deild með fólki allt upp í tírætt. Sigurjón segist mjög ósáttur við stöðuna enda sé þetta sá tími þar sem þau ætluðu að hætta að vinna og njóta lífsins. Selur mósaík verkin Ósk opnar sölusýningu á mósaíkverkum sínu í alrými þjónustumiðstöðvar Hrafnistu í Boðaþingi mánudaginn 2. mars klukkan 13. Sýningin stendur til og með föstudagsins 6. mars og er opin milli klukkan 13 og 17 alla sýningardagana. Ósk selur þar verk sem hún hefur unnið á staðnum, auk eldri verka. Hún sækir innblástur í náttúruna, blóm og fugla. hjólastólnum inn í rúmgott herbergið. „Allir fá 35 fermetra herbergi. Svo er starfsfólkið hérna alveg yndislegt. Til að gera þetta allt heimilislegra þá gengur starfsfólkið ekki í neinum göllum heldur bara sínum eigin fatnaði,“ segir Sigur- jón. Þau hafa ekki undan neinu við Hrafnistu að kvarta. Þeim finnst þetta bara ekki rétti staðurinn fyrir sextuga konu með Parkinsonsjúkdóminn. Datt og var föst ofan í tjörn Um tíma sá eiginmaður Óskar alfarið um hana heima. „Ég sá í raun um hana allan sólarhringinn. Ég hjálpaði henni í sturtu, studdi hana í göngutúrum, gaf henni lyfin hennar, passaði upp á að hún dytti ekki þegar hún missti mátt í fót- unum og stundum reyndar datt hún út úr rúminu á nótt- unni. Ég ætlaði alltaf að hafa hana heima en strákarnir okkar eiginlega tóku fyrir það. Þeir voru farnir að sjá hvað þetta tók líka mikinn toll af mér og sem dæmi þá sofnaði ég eiginlega alltaf þegar ég var með henni á biðstofum því þá allavega var ég öruggur um að það væri annað fólk þar í kring til að grípa hana,“ segir Sigurjón. Ósk lá í nokkrar vikur á Landspítalanum í Fossvogi, fór því næst á Vífilsstaði og loks á Hrafnistu í Kópavogi. „Í eitt skiptið vorum við saman uppi í sumarbústað og ég var inni í eldhúsi og fann einhvern veginn á mér að það væri eitthvað að hjá Ósk. Ég fór að svipast um eftir henni og fann hana fyrir utan bústaðinn þar sem hún lá hálf ofan í lítilli tjörn og rétt náði að lyfta sér upp á handleggjunum til að kalla á mig áður en hún datt niður aftur,“ segir hann. Sigurjón segir það einkennandi fyrir Ósk hvað hún sé sjálf- stæð: „Hún er með hnapp um hálsinn sem hún á að nota til að fá aðstoð en hún þrjóskast við að nota hann.“ Ósk viðurkenn- ir þetta fúslega og er með mar á enninu því til stuðnings. „Ég sat í hjólastólnum, var með listaverk sem ég var að gera í ann- arri hendinni og var að teygja mig fram en það endaði með því að ég datt, rak höfuðið í og braut listaverkið,“ segir hún. Dóttir listamannsins sem stofnaði Nesti Ósk er fædd og uppalin í Kópavogi. Hún er dóttir listamanns- ins Axels Helgasonar sem stofnaði Nesti. „Það þekkja margir stytturnar sem hann gerði og prýddu lóðirnar við Nesti. Við Nesti í Fossvoginum stóð til að mynda stytta af pissandi dreng með fisk,“ segir Ósk. Hún á því ekki langt að sækja listrænu hæfileikana. Eftir að hún þurfti að hætta að vinna sem sjúkraþjálfari fór hún að reyna fyrir sér með mósaík- listaverkum. „Þetta er góð endurhæfing því það reynir mikið á fínhreyfingarnar að búa til þessi listaverk,“ segir hún en Ósk hefur hingað til að mestu sloppið við handskjálftann Ósk fær vinnuaðstöðu á Hrafnistu þar sem hún getur sinnt listsköpun sinni. Ljósmynd/Hari Ósk Axelsdóttir hefur verið á Hrafnistu í hálft ár og heimsækir eiginmaður hennar, Sigurjón Sigurðsson, hana nánast daglega. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu Ég á enga samleið með hinu fólkinu sem býr hér ... óskastaðan væri að búa í 10-12 manna hjúkrunar- heimili, þar sem öll þjón- usta er í boði, með fólki á mínum aldri. Andlega myndi það muna svo miklu. 26 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.