Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 33
Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins sjálfsafneitun og aga til illra verka. Hugmynd franskra stjórnvalda milli stríða var að fólk frá Norður- Afríku lifði innan síns undirsetta hóps innan fransks samfélags; Islam français. Af þessum sökum hefur fólk af alsírskum eða norður- afrískum uppruna ekki samlagast frönsku samfélagi eins og bylgj- ur innflytjendur frá Suður- eða Austur-Evrópu gerðu. Fyrri bylgjur innflytjenda urðu franskar fljótt, börn innflytjenda urðu frammáfólk í Frakklandi. Það á ekki við um fólk frá múslimskum löndum; önnur og þriðja kynslóð innflytjenda er enn utangarðs í samfélaginu. Hverfi verða miðjur Af þessum sökum urðu til á seinni hluta tuttugustu aldar hverfi í París sem urðu eins og sýnishorn af Alsír eða Marokkó. Þessi hverfi hafa haldið norður-afrískum svip sínum þótt fólkið sem býr þar núna hafi fæðst í París og aldrei komið til Norður-Afríku. Og þótt íbúar frönsku Vestur-Afríku, Indókína eða Indlands séu ekki skil- greindir út frá trú sinni eins og múslimar; hefur fólk frá þessum svæð- um komið sér fyrir í borginni í afmörkuðum hverfum og breytt þeim í lítil eylönd í borgarhafinu sem minna á upprunalandið. París hefur af þessum sökum orðið á síðustu áratugum enn fjölskrúðugri en áður. Það virðist vera af sem áður var; að allt sem borgin snerti verði fljótt franskt. Hverfi innflytjenda hafa öðlast sjálfstætt líf og eru orðin að menningarlegum miðstöðvum knúnum af eigin afli. Í sumum þeirra býr fólk frá viðkom- andi heimshluta í miklum meiri- hluta og byggir upp þjónustuna. En á sumum svæðum hefur fólkið flutt burt, til dæmis vegna hækkandi húsaleigu, án þess að þjónustan brotni. Fólk kemur áfram í gamla hverfið, sem er þá ekki lengur hverfi í eðli sínu heldur miðbær. Og það eru margar slíkar miðjur í París. Fjölmenning afrakstur aðskiln- aðar Hugmyndinni um að fólk gæti ekki aðlagast frönsku samfélagi beint heldur aðeins sem hluti tiltekins hóps hefur skapað mikinn félags- legan vanda. Margt fólk er lokað innan hverfa innflytjenda, sem eru í raun gettó aðgreind frá samfé- laginu fyrir utan. Börn sem fæðast í slíkum hverfum rata sjaldnast út. Það er því ekki að furða að Frakkar séu að hrökkva upp við þá stað- reynd að hugmyndin um Islam français innleiddi í raun aðskiln- aðarstefnu, apartheid. Þau félags- legu vandamál sem þeir glíma við og eru iðulega sögð afleiðing fjöl- menningarstefnunnar eru í raun afrakstur aðskilnaðarstefnu. Það á eftir að koma í ljós á næstu árum og áratugum með hvaða hætti franskt samfélag ratar út úr þessum ógöngum. Þegar við förum á kínverska, vestur-afríska eða norður-afríska markaði í París getum við haft þetta í huga. Við fyrstu sýn dettur okkur í hug að markaðirnir séu táknmyndir fjölmenningarstefnu, að fólk úr öllum deildum jarðar geti Japan í París Rue Saint-Anne er í raun ekki japanskt hverfi heldur hafa fjölmargir japanskir veitingastaðir af öllum gerðum raðað sér þar upp eftir að hommabarirnir lokuðu og fluttu sig yfir í Mýrina í fjórða hverfi. En áhugafólk um japanska matargerð ætti ekki að sleppa því að ganga þessa götu og láta freistast, þó nóg sé svo sem af japönskum matarfreistingum um alla borg. lifað og starfað saman í friði. En svo vaknar með okkur spurn um hvort þessu sé ekki einmitt þveröf- ugt farið. Eru þessir markaðir ekki einmitt merki þess að fólki, sem upprunnið er utan Evrópu, er haldið utan miðju fransks samfé- lags? Það er ekki eins og hillurnar í Carrefour svigni undan mat úr norður-afríska, vestur-afríska eða víetnamska eldhúsinu. Við getum haft þetta í huga þegar við göngum um litríka og ilmsterka matarmarkaði og lífleg hverfi Parísar. Þó má sú hugsun ekki aftra lyktarskyninu og bragð- laukunum í að senda okkur í fjar- lægar deildir jarðar. Allur heimur- inn er innan Parísar eins og París er miðja margra heima. Norður-Afríka í París La Grande Mosquée de Paris er merkileg bygging skammt frá Jardins des Plantes í fimmta hverfi; við Place du Puits de l’Ermite. Moskan er síðasta tilbeiðsluhúsið sem reist var fyrir almannafé í Frakklandi en stjórnvöld sniðgengu lög um aðskilnað ríkis og kirkju frá 1905 með því að stofna sérstök menningarsamtök sem þau gátu styrkt og láta samtökin síðan byggja moskuna. Moskan er byggð í marokkóskum stíl. Og maturinn á veitingahúsinu á horninu er það líka. Ágætur matur, sætt bakkelsi og ljúft myntute. Ef fólk vill hins vegar kynnast Norður-Afríku nú- tímans er ráð að fara á sunnu- dagsmorgni út í Saint Denis, þar sem næstum fimmtungur íbúanna er frá Norður-Afríku. Takið leið 13 á endastöð, Basil- ique de Saint Denis. Þar er einn stærsti markaður Parísar og nágrennis; bæði allskyns dót utandyra og stór matarmark- aður undir miklu þaki. Þótt þarna séu sölumenn frá flestum deildum jarðar minnir markaðurinn í Saint Denis frekar á norður-afrískan souk en evrópskan matarmarkað. Áhugafólk um franska kónga getur skoðað basilikuna, en þar hafa flestallir franskir kóngar verið grafnir síðustu þúsund árin. Á miðvikudags- og laugar- dagsmorgnum er matarmark- aður undir metrólínunni við Boulevard de la Chapelle. Þið getið farið út á Barbès- Rochechouart. Það er svo sem ekki mikið fyrir ferðamenn að kaupa á þessum markaði; þetta er markaður fyrir fólkið sem býr í nálægum hverfum þar sem stór hluti íbúanna er frá Alsír. En það er upplifun að berast hægt með mannmergð- inni í gegnum markaðinn og labba svo um göturnar norðan við á eftir. Þar eru verslun og þjónusta eins og í Norður- Afríku. Kíkið í Tati, fataverslanir sem selja allt hlægilega ódýrt. Við rue des Petits Carreaux, sem liggur í framhaldi af matargötunni miklu; rue Mon- torgueill, er bistóið La Grappe d’Orgueil. Þessi staður hefur verið samverustaður skálda og listamanna frá Norður-Afríku í bráðum heila öld. matartíminn 33 Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.