Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 40
Þ að fóru nærri helmingi fleiri Íslend-ingar til útlanda í apríl í fyrra en í mars. Þá voru páskarnir um miðjan apríl en hefðu þeir verið í mars þá hefðu fleiri Íslendingar verið á ferðinni í þeim mánuði. Talningar Ferðamálastofu á Kefla- víkurflugvelli síðustu ár sýna nefnilega að Íslendingar eru á faraldsfæti í páskamán- uðinum. Þannig verður það örugglega líka í ár og nú þegar eru til að mynda sérferðir til Kína og Balí um páskana uppseldar og sömu sögu er að segja um ferðir til New York, Sankti Pétursborgar og Vínar. Fleiri ferðir til Boston Skírdagur er annan apríl í ár og sumar- áætlun flugfélaganna hefst fjórum dögum áður. Úrvalið af beinu flugi eykst því nokkuð stuttu fyrir páska þó það nái ekki hámarki fyrr en í sumarbyrjun. Þeir sem vilja á eigin vegum út í byrjun apríl hafa engu að síður úr töluverðu að moða en sem fyrr er framboðið mest á flugi til London, Kaupmannahafnar og Oslóar. Ferðir til Boston verða einnig ennþá tíðari á þessum tíma því áætlunarflug WOW air til Boston hefst í lok næsta mánaðar. Í ár verður einnig í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til svissnesku borganna Basel og Genf yfir páska og Birmingham og Belfast á Bretlandseyjum. Icelandair flýgur til Birmingham en easyJet til hinna borganna. Sérstakar Spánarferðir Ef stefnan er sett suður á bóginn þá er hægt að komast í páskaferðir á meginland Spánar með þremur stærstu ferðaskrif- stofum landsins. Heimsferðir fara til Barc- leona, Úrval-Útsýn til Valencia og Vita til Alicante. Sem fyrr er einnig töluvert úrval af ferðum til Kanaríeyja og sérstaklega til Tenerife því vikulega munu þrjár vélar fljúga þangað frá Keflavík frá og með vor- inu. Það verður því pláss fyrir hátt í sex hundruð farþega í hverri viku í þotunum sem taka stefnuna á Tenerife. Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling verður einnig með sérstaka aukaferð hingað til lands frá Barcelona dagana 2. til 5. apríl og kostar ódýrasti miðinn í dag tæpar 34 þúsund krónur en borga þarf aukalega fyrir far- angur. Úrval af golfferðum Af heimasíðum stærstu ferðaskrifstofanna að dæma þá eru kylfingar orðnir óþreyju- fullir að komast á grænt gras þegar komið er fram á vorið. Það er því töluvert fram- boð af golfferðum um páskana fyrir þá sem vilja nýta frídagana til að æfa sig fyrir sumarið. En þó páskafríið sé langt má ekki gleyma að í apríl og maí eru fjórir rauðir dagar sem nýta má til að skreppa í stutta ferð til útlanda og þeir sem ekkert hafa bókað í dag eru líklegri til að finna ódýrari ferðir þá en um páskana. 40 ferðalög Helgin 27. febrúar–1. mars 2015  vetrarferðir Íslendingar á faraldsfæti Í páskamánuði Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Fyrir þá sem vilja ekki sjá páskahret Veturinn hefur verið nokkuð kaldur og vafalítið ófáir sem gætu hugsað sér páskafrí án snjókomu. Hér má sjá hvaða kostir eru í stöðunni fyrir þennan hóp fólks Frá og með lokum mars þá verður flogið þrisvar í viku héðan til Tenerife og það verða sæti fyrir hátt í sex hundruð farþega. Um páskana verða því vafalítið einhverjir Íslendingar á ströndinni. Talningar Ferða- málastofu á Keflavíkur- flugvelli síð- ustu ár sýna nefnilega að Íslendingar eru á faralds- fæti í páska- mánuðinum. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fjallaskíðafe rð á Helgrindur Skráðu þig in n – drífðu þig út Fjallaskíðaferð á Helgrindur 12. apríl, sunnudagur Gengið á mannbroddum upp fyrstu brekkuna sem er nokkuð brött. Þaðan er gengið á fjallasvigskíðum upp Kálfárdalinn inn að sunnanverðum Helgrindum. Smám saman eykst brattinn uns komið er að Böðvarskúlu, 980 m en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Breiðafjörð og Snæfellsnes. Skíðað niður í rólegheitunum með útsýni yfir fjörurnar á sunnanverðu Snæfellsnesi og Snæfellsjökul á hægri hönd. 6-8 klst. Þátttakendur þurfa að vera góðir skíðamenn og þekkja til fjallasvigskíða. Mannbroddar, skíðahjálmur og göngu- belti eru nauðsynlegur búnaður. Fararstjóri: Tómas Guðbjartsson. Sjá nánar á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is WASHINGTON D.C. f rá Tímabi l : ma í 2015 17.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS Billund er rétti staðurinn fyrir gott sumarfrí með fjölskyldunni. Leiktu þér með krökkunum og finndu barnið innra með þér. Hvort sem markmiðið er afslöppun, golf eða fjölskyldufjör þá er Billund yndis- legur áfangastaður fyrir unga jafnt sem aldna enda einn vinsælasti ferðamannastaður Danmerkur. Í nágrenni Billund má finna tvo af vinsælustu skemmtigörðum Danmerkur; vatnsrennibrauta- garðinn Lalandia og Givskud-dýra- garðinn. Yngri fjölskyldumeðlimir njóta sín í botn í Lalandia, stærsta vatnsrennibrautagarði Skandi- navíu og ljónin, gíraffarnir og górillurnar taka vel á móti þér og þínum í dýragarðinum í Givskud sem er í u.þ.b. 25 mínútna aksturs- fjarlægð. Landbúnaðarsafnið í Karensminde býður upp á einstaka nálægð við dýrin á bænum og geta gestir safnað eggjum og tekið þátt í að rýja kindur svo eitthvað sé nefnt. Billund er þó hvað þekktastur fyrir að hýsa höfuðstöðvar LEGO og hið upprunalega Legoland en þangað kemur u.þ.b. ein og hálf milljón gesta ár hvert. Skemmti- garðurinn var opnaður árið 1968 og fóru yfir 60 milljón LEGO-kubb- ar í að byggja öll LEGO-módelin í Legolandi. Njóttu milda sumarveðursins og danskrar sveitasælu eins og hún gerist best og vertu viss um að krökkunum leiðist ekki á meðan. WOW heldur af stað til Billund í byrjun júní. Komdu um borð og taktu alla fjölskylduna með þér. Verð frá 9.999 kr. Unnið í samstarfi við WOW air Fullkomið fjölskyldufrí í Billund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.