Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 38
38 bílar Helgin 27. febrúar–1. mars 2015  ReynsluakstuR skoda octavia scout Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Örþunn og glæsileg fartölva úr úr- valsdeild Acer með Soft-touch metal finish, Full HD IPS skjá, öflugu leikja- skjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.179.900 NIRTRO BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ FULL HDIPS1920x1080 SKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI Þ ekkt er kjörorð skáta: „Ávallt við-búinn“ og eins mikil klisja og það kann að vera eiga þessi orð full- komlega við Skoda Octavia Scout. Scout er ný útgáfa af hinum geysivinsæla Skoda Octavia og hefur skátahugsunin greini- lega verið höfð til hliðsjónar við hönn- unina. Til að grípa til annarrar klisju leynir þessi bíll á sér eins og svissneskur vasa- hnífur þar sem endalaust er hægt að finna nýja „fídusa“. Vantar þig rúðusköfu? Ekkert mál. Hún er innan á eldsneytislok- inu. Varstu að gera stórinnkaup? Það eru sérstakir hankar í skottinu til að pokarnir fari ekki á fleygiferð. Ertu að leita að sól- gleraugunum? Þau eru í sérstöku hólfi í loftinu. Þarftu að henda rusli? Bílnum fylgir sérstakt lok til að setja á ruslapoka þannig að rusl haldist á sínum stað. Eða bara það sem þig langar að geyma þar. Síðan er ekki bara venjulegt teppi sem þekur farangursrýmið heldur er hægt að snúa því við og þá er komið undirlag úr plasti sem auðvelt er að þrífa. Síðan er hiti í aftursætum, lúxus sem er sjaldan í boði og þurfa farþegar því gjarnan að sitja með kalda rassa þegar framsætin eru vel upp- hituð. Síðast en ekki síst getur hanska- hólfið nýst sem kælibox og heldur mat og drykk köldu á lengri ferðum. Scout-útgáfan er vænlegri til ferðalaga á misgóðum vegum en hinn hefðbundni Octavia og er veghæðin meiri. Þetta er í raun skref í átt að því að vera jepplingur þó um langbak sé að ræða. Það er hreint út sagt ótrúlega gott að keyra þennan bíl og ekki furða að Skoda Octavia hafi í fyrra verið valinn Bíll ársins á Íslandi. Þegar ég var að fara að skila honum stóðst ég ekki freistinguna og tók auka hring alla leið upp á Höfða áður en ég skilaði honum í Heklu-umboðið sem er steinsnar frá Hlemmi. Um leið og sest er undir stýri upplifði ég mig í einstaklega rammgerðum bíl sem sannarlega eykur á öryggistilfinninguna. „Skoda er að verða eins og Benz,“ sagði kunningi minn þeg- ar við ræddum um hvað þessi bíll er veg- legur á allan hátt og þó mér finnist 6 millj- ónir vera mikið fyrir bíl þá er það kannski ekki svo mikið þegar tekið er mið af öllu sem þú færð hér fyrir peninginn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Áreiðanlegur skáti Skoda Octavia Scout  5 dyra  4x4  Vél 2.0 TDI  184 hestöfl  5,1 l/100 km í blönd- uðum akstri  134 Co2 g/km  Tog 340 Nm  Lengd 4685mm  Breidd 1814 mm  Farangursrými 610 til 1740 lítrar  Verð frá 6.320.000 kr Skoda Octavia Scout er eins og svissneskur vasahnífur að því leyti að endalaust er hægt að finna nýja „fídusa“. Eins og skáti er hann við öllu búinn, aksturseiginleikar bílsins eru til sérstakrar fyrir- myndar og hann virkar mjög rammgerður sem eykur á öryggistilfinninguna. Skoda Octavia Scout er gerður til að ferðast um landið og er með meiri veghæð en hefðbundinn Octavia. Ljósmynd/Hari Mælaborðið er mjög stílhreint. Þar er 8 tommu snertiskjár sem meðal annars inniheldur leiðsögukerfi. Ljósmynd/Hari Skoda er að verða eins og Benz. TENERIFE f rá Tímabi l : apr í l - maí 2015 16.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.