Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 52
52 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Fæst í Lyfju og Apótekinu Sambucol: – Náttúruleg vörn gegn flensu – Veitir forvörn gegn flensu – Sannkölluð andoxunarbomba fyrir frumurnar raritet.is Besta flensu- og kvefmixtúra sem ég hef prófað ” Sambucol Immuni Forte Sykurlaust, náttúrulegt þykkni fyrir fullorðna. Sambucol for Kids Bragðgott náttúrulegt þykkni fyrir börn. Sambucol Immune Forte forðahylki Fyrir þá sem ekki vilja mixtúru.  EldamEnnska TöfrasproTinn, maTvinnsluvélin og blandarinn T il að elda mat frá grunni, það er að segja að nota ferskt hráefni en ekki allt tilbúið úr krukkum, dósum og bökkum, þarf að hafa allan tímann í heim- inum sem þá fer í að skera, saxa og stappa. Fyrir hina, sem ekki hafa tíma og nennu til þessa, er einfald- ara að brúka hina heilögu þrenn- ingu eldhússins: Töfrasprotann, matvinnsluvélina og blandarann. Það er hægt að kaupa endalaust af mis mikilvægum tækjum og tólum í eldhúsið. Sum eru þarfaþing en önnur eru það einfaldlega ekki. Þó að það sé gott þarf enginn að eiga pastavél. Gott kökukefli og hnífur gera það sama og slík græja, en ekkert nútímaeldhús getur þrifist án þess einhvers konar matvinnslu- vél komi til sögunnar. Þrenningin heilaga kemur í öllum stærðum og gerðum. Allt frá litlum töfrasprotum og krukkunum, sem fylgja þeim oft, yfir í risastóra blandara og múlínexa. Ef við hugsum þetta út frá kristin- dómi þá er Jesús töfrasprotinn, mat- vinnsluvélin er hinn heilagi andi og Vítamix blandarinn er alvitur guð. Nota bene, ekki góði lútherski guð- inn sem prestar kenna í fermingar- fæðslu heldur reiði guðinn úr gamla testamentinu. Maukar allt sem ofan í hann fer. Þar liggur reyndar efinn. Á að mauka eða ekki mauka? Töfrasprotinn, sérstaklega dýrari týpurnar, búa yfir talsverðu afli en við fyrstu sýn kannski svolítið ein- tóna, það er að mauka grænmeti og gera súpur flauelsmjúkar. Það er vissulega þarft verk en þegar betur er að gáð getur góði sprotinn, ekki Hin heilaga þrenning hægeldunar ósvipað Jesú, breytt olíu og eggi í majónes og jafnað saman hvaða salatsósu sem er. Þrátt fyrir marga möguleika er hann þó nánast ein- göngu notaður til að mauka. Þar kemur matvinnsluvélin inn. Flestum dugar boxið sem fylgir téðum töfrasprota, nema haldnar séu stórveislur. Þá viljum við eitt- hvað stærra. Með vélinni er hægt að stjórna, púlsa eins og það er kallað að þrýsta oft á takkann en halda honum ekki inni svo ekki verði úr ein drulla. Vissulega hægt að mauka en kokkurinn hefur smá stjórn. Þegar svo kemur að því að bryðja klaka, eða eitthvað annað ámóta hart og ófyrirgefandi, þá fer það bara beint í blandarann. Fæstir eiga hinn almaukandi Vitamix á eldhús- bekknum en flestir eiga hins vegar einhvers konar blandara. Það eina sem þarf að gera áður en farið er af stað með blandarann er að fara ekki alltaf beint í hæstu stillinguna. Þeir sem það gera kannast líklega flestir við það þegar blöðin snúast á fullu en það sem hræra á situr sem fastast ofan á stórri loftbólu og fer hvergi. Annar vankantur á blandar- anum er að yfirleitt standa blöðin tiltölulega hátt svo það þarf að gera talsvert magn í einu. Einnig þarf líka slatta af vökva til að fá almættið til að vinna vel. Þrenningin er því best notuð sitt á hvað og best að eiga eitt af hverju. Svona þegar á að hífa tækjakostinn upp á næsta stig. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Bamix töfrasprotinn er nákvæmlega það, töfrasproti. Hakkar kjöt, býr til mæjónes, þeytir rjóma og salatsósur. Svo náttúrulega maukar hann allt sem mauka þarf. Fæst í Kokku og er svo sem ekkert gefins. Kostar frá 27.900 krónum og er hverrar krónu virði. Matvinnsluvélar eru til í öllum stærðum og gerðum. Oft er þó einfaldleikinn bestur. Þessi Bosch matvinnsluvél er einföld, kraft- mikil og gerir allt sem þarf að gera. Hræra, rífa, brytja, raspa og tæta. Já og þeytir líka. Fæst í Bosch búðinni og kostar 22.600 krónur. Vitamix blandarinn er bæði ljótur og rándýr, en ekki segja honum það beint því þá maukar hann á þér putta. Besti blandarinn og fyrir þá sem ætla að massa búst og hráfæðissúpur er eins gott að byrja á toppnum. Kostar rétt rúmlega 105.000 krónur í Kælitækni en eins gott að hafa hraðan á því þetta er tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.