Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 28
Dansfjör 60+ Ei ns ta kl in gs þj ál fu n 60+leikfimi Slökun Jóga 60+ Sj úk ra þ já lf un Heilsumat A ðh al d hj úk ru na rf ræ ði ng s Í form fyrir golfið 60+ - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Ertu 60 ára eða eldri? – Viltu bæta hreyfigetu og jafnvægi? – Langar þig að verða styrkari og orkumeiri? – Viltu hreyfa þig í skemmtilegum félagsskap? – Viltu æfa í notalegu umhverfi? Ný námskeið að hefjast. Fjölbreyttar leiðir fyrir 60 ára og eldri. Pálmi V. Jónsson, lyf- og öldrunar- læknir, formaður Færni- og heilsu- matsnefndar höfuðborgarsvæðis, segir fá sérhæfð úrræði til staðar á hjúkrunarheimilum. „Heilabil- unarsjúkdómur og Parkinsons- sjúkdómur eru í eðli sínu aldurs- tengdir sjúkdómar og haga sér svipað óháð aldri, þó að þeir geti náð alvarlegra stigi fyrr. Æskilegt væri að þróa opnari hjúkrunar- úrræði fyrir þessa einstaklinga sem eru yngri en geta ekki nýtt sér þjónustu heima. Slíkt úrræði þyrfti ekki endilega að vera aldurs- tengt,“ segir hann. Pálmi bendir á að í Skógarbæ sé eining fyrir yngra fólk sem eink- um er með líkamlega fötlun, og í Mörkinni er eining fyrir yngra fólk með geðfötlun. „Það mætti færa rök fyrir því að einstaklingar með alvarlega geðfötlun ættu bet- ur heima í sérstökum sambýlum eða þá á sérstökum geðhjúkrunar- einingum. Skortur er nú á slíkum úrræðum. Svipuð rök mætti færa fyrir því að fólk með alvarlega lík- amlega eða andlega fötlun sem ef til vill ætti ungar fjölskyldur væri á sérhæfðu hjúkrunarheimili sem einnig annaðist sérstaklega stuðn- ing við fjölskylduna,“ segir hann. Hvað mikla fjölgun fólks yngra en 67 ára sem fær samþykkti færni- og heilsufarsmat segir Pálmi hluta af því fólki betur eiga heima á líknardeild en það sé vistað á hjúkrunarheimili vegna skorts á rýmum á líknardeild. „Fólk með illkynja sjúkdóma er síður með alvarlega vitræna, geð- ræna eða líkamlega fötlun en al- varlegan sjúkdóm með miklum einkennum. Margt af þessu fólki getur nýtt sér góða samfélagsþjón- ustu þar til síðustu vikurnar og fá- eina mánuði. Færa má sterk rök fyrir því að stækkun núverandi líknardeildar eða stofnun nýrrar líknardeildar væri besti kosturinn fyrir þessa einstaklinga,“ segir hann. -eh Skortur á sérhæfðum úrræðum sem gjarnan fylgir Parkinsons og þakkar það að stórum hluta þessa listsköpun. „Að skapa er það sem heldur mér gangandi. Bæði gefur það mér mikið andlega og svo veit ég að þetta gerir mér gott,“ segir hún en fyrir hana var útbúið sérstakt vinnuhorn þar sem hún getur sinnt mósaíkinni. Gæti ekki afborið þessa stöðu Eins erfitt að þeim hjónum fannst það þegar Ósk flutti á Hrafnistu fengu þau einnig neikvæð við- brögð frá mörgum í kring um sig. „Sumir héldu hreinlega að við vær- um að skilja. Þegar Ósk greindist upphaflega urðu margir uggandi því það er víst ótrúlega algengt að hjón skilji eftir að annar aðilinn greinist með alvarlegan sjúkdóm. Það er hins vegar einmitt sá tími þegar fólk þarf að standa saman,“ segir Sigurjón. Þau hafa verið gift í 41 ár og segir hann það samt líkjast skilnaði óhuggulega mikið þegar þessar miklu breytingar urðu á högum þeirra. „Við eigum stóra og fína íbúð sem við keypt- um fyrir fimm árum. Við stefndum á að hafa nægt rými fyrir barna- börnin þegar þau koma í heim- sókn. Nú er ég þarna bara einn,“ segir hann þó Ósk geti komið heim um helgar og hefur velt því fyrir sér að kaupa minni íbúð nær Hrafnistu enda komi hann daglega í heimsókn. „Ég er orðinn löggilt gamal- menni, 67 ára. Ég er samt mjög heilsuhraustur,“ segir hann og kímir. „Þetta var auðvitað áfall að Ósk skyldi veikjast svona mikið og að hún liggi nú inni á stofnun með fólki sem er miklu eldra en hún,“ segir hann. Ósk tekur undir: „Þetta er niðurdrepandi.“ Sigur- jón biður konuna sína fyrirfram afsökunar á hreinskilni sinni: „Ég gæti ekki afborið að vera í þeirri stöðu sem hún er í núna. Ég myndi hreinlega bara vilja taka svefnpill- ur.“ Ósk segir að það sé sannar- lega ekki sú leið sem hún vilji fara og Sigurjón hrósar konunni sinni fyrir styrkinn. „Við erum svo ólík. Við höfum þó alltaf verið sammála um að vilja bæði búa í Kópavogi,“ segir hann. Það sem Ósk óskar sér einfaldlega heitast er hjúkrun- arheimili þar sem hún getur verið í kring um fólk á svipuðum aldri: „Óskastaðan væri að búa í 10-12 manna hjúkrunarheimili, þar sem öll þjónusta er í boði, með fólki á mínum aldri. Andlega myndi það muna svo miklu,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ósk er með Parkinsonsjúkdóm og er mjög hætt við að detta. Hér er hún til að mynda með mar á enni eftir að hafa dottið fram fyrir sig. Ljósmynd/Hari Allt niður í fertugsaldur á hjúkrunarheimili Árið 2008 tók í gildi ný reglugerð um Færni- og heilsumat vegna dvalar í hjúkrunar- rými. Nýjung í þeirri reglugerð var að aldursmörk voru rýmkuð og tóku nú til allra fullorðinna ein- staklinga, óháð aldri í stað þess að hjúkrunarheimili væru einvörðungu fyrir fólk eldra en 67 ára. Samþykkt Ástæður þess að yngra fólk fær samþykkt Færni- og heilsumat eru:  Hrörnunarsjúkdómar svo sem heilabil- unarsjúkdómar og Parkinsonssjúkdómur  Heilaáföll og heilaáverkar  Geðsjúkdómar  MS sjúkdómurinn  Illkynja sjúkdómar  Einstakir einstaklingar með fátíðari sjúkdóma Til þess að komi til samþykktar mats er um alvarlega fötlun að ræða, sem getur verið líkamleg, vitræn eða geðræns eðlis ein og sér eða samsett. Greining þarf að vera nákvæm, meðferð þrautreynd og hvers konar stuðningur reyndur í samfélagi til hins ítrasta. 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Fjöldi yngri en 67 ára sem fær samþykkt mat 8- 10 8- 10 8- 10 8- 10 13 17 25 Það sem af er þessu ári hafa 5 einstaklingar fengið samþykkt Færni- og heilsumat. Yngstu einstaklingarnir hafa verið á fertugsaldri en þeir eru fáir. Flestir þessara einstaklinga eru á sjötugsaldri en yngri en 67 ára. Nú eru 10 einstaklingar undir 67 ára aldri á bið eftir varanlegri dvöl með gilt Færni- og heilsumat. 28 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.