Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 27.02.2015, Blaðsíða 42
42 heilsa Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Ráðgöf Karlapúl OrkulausnirLyklaþjálfun Ei ns ta kl in gs þj ál fu n Jóga Hreyfilausnir Stoðkerfislausnir Þj ál fu na rá æ tlu n Kv en n al ei kfi m i Sj úk ra þ já lf un Start 16-25 í f or m fy rir g ol fið A ðh al d íþ ró tt af ræ ði ng s Morgunþrek - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Hvaða hreyfing hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf Ný námskeið að hefjast, tryggðu þitt sæti! – Viltu hreyfa þig reglulega? – Þarftu að fá aðstoð til að komast af stað? – Viltu auka orkuna og fá meira út úr deginum? – Viltu hreyfa þig í skemmtilegum félagsskap? – Viltu fá stuðning og aðhald? Auðvelda fjölskyldum að elda heima Fjölskyldufyrirtækið Eldum rétt var stofnað fyrir rúmu ári og en það sérhæfir sig í að afhenda ferskt hráefni í réttum hlutföllum þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Valur Hermansson rekur fyrirtækið ásamt mági sínum, Kristófer Júlíusi Leifssyni, og smakka þeir alla rétti áður en þeir fara í umferð. Upp- haflega var aðeins hægt að panta sígilda rétti en nú fást einnig réttir sérsniðnir að paleo-mataræðinu. V ið höfum ekki sett mikið púður í eigin-lega markaðssetningu heldur lagt áherslu á að maturinn sé fyrsta flokks og höfum svo treyst á að varan auglýsi sig sjálf með umtali eða svokölluðu „word-of-mouth“. Þannig hefur þetta vaxið jafnt og þétt,“ segir Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og viðskiptafræðingur hjá Eldum rétt. Fyrirtækið sér- hæfir sig í að útbúa uppskriftir og taka saman hráefni þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Í raun má segja að Eldum rétt skipu- leggi matseðilinn, kaupi inn og mæli hráefnið nákvæmlega, og afhendi það loks til viðskiptavina sem elda heima með nákvæmar eldunarleiðbeiningar sér við hlið. Enginn afgangur Fyrirtækið samanstendur af tveimur ungum fjölskyldum og var stofnað fyrir rúmu ári. Valur Hermannsson og Krist- ófer Júlíus Leifsson, mágur hans, eru stofnendur og eigendur Eldum rétt. Þar starfar einnig systir Vals og kona Kristófers, Hrafnhildur Hermannsdóttir sem sér um markaðsmál, og Hanna María Hermannsdóttir, kona Vals, sem hefur umsjón með mannauðs- málum. Eldum rétt var stofnað að erlendri fyrirmynd en þeir Valur og Kristófer ákváðu að prófa á Íslandi hugmynd sem þegar hefur gefið góða raun á hinum Norðurlöndun- um. Ívar Freyr er síðan æskuvinur Kristófers og hefur verið þeim innan handar í markaðsmálum. „Þetta er nýjung og hugsunin er að einfalda lífið. Þetta er hugsað fyrir fjölskyldufólk sem er upp- tekið, vill borða hollan mat sem það eldar sjálft en hefur ekki tíma til að kaupa gott hráefni eða velja upp- skriftir. Það getur líka verið flókið að fara eftir nýjum uppskriftum en hjá Eldum rétt eru öll handtök út- skýrð í skrefum þannig að allir geta fylgt þeim. Við pökkum líka öllu í hárréttu magni þannig að ekkert fer til spillis,“ segir Ívar Freyr en ef það á að setja 1 teskeið af ákveðnu kryddi í matinn þá fylgir nákvæm- lega það magn sendingunni. „Það kannast líklega flestir við að vera að prófa nýja uppskrift og kaupa heilu dunkana af nýju kryddi og sitja svo jafnvel uppi með þá,“ segir hann. Fastur hluti af tilverunni Enn sem komið er þarf að panta þrjá rétti í einu, ýmist fyrir 2 eða 4 fullorðna, og er pöntun lögð inn með um viku fyrirvara í gegnum vefsíðuna Eldumrett.is. Vonir standa til að seinna meir verði jafn- vel aðeins hægt að panta einn rétt. „Þetta er ekki orðinn mikill rekstur en vöxturinn hefur verið stöðugur. Það hefur komið vel út að þetta vaxi bara hægt og rólega þannig að það komi ekki niður á gæðunum. Það skiptir máli að fara ekki fram úr sér og missa tökin. Okkur hefur líka tekist að halda vel í þá kúnna sem við höfum,“ segir Ívar Freyr. Hann er áskrifandi að mat frá Eldum rétt og segist vart geta hugsað sér annað en að fá alltaf minnst þrjár kvöldmáltíðir á viku sem hann eldar heima. „Þetta er bara orðinn fastur hluti af tilverunni,“ segir hann. Valur og Kristófer prófa sjálf- ir allar uppskriftir áður en þær fara í umferð en hjá fyrirtækinu starfar einnig næringarfræðingur. Upphaflega var aðeins hægt að panta svokallaða „sígilda rétti“ en seinna bættist við sá möguleiki að panta rétti sem eru sérsniðnir að paleo-mataræðinu sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi sem erlendis. „Við erum að prófa okkur áfram. Maður verður að prófa hlut- ina til að sjá hvernig þeir virka og fólk hefur allavega verið að nýta sér þennan valkost,“ segir Ívar Freyr. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Tvær fjölskyldur sjá um reksturinn, parið Valur Hermannsson og Hanna María Her- mannsdóttir, og síðan Kristófer Júlíus Leifsson og Hrafnhildur Hermannsdóttir sem eiga saman litla dóttur. Valur og Hrafnhildur eru systkini. Ljósmynd/Hari Þrjár máltíðir eru afhentar í einu og eru þær merktar gulum, rauðum og grænum lit eftir því í hvaða röð er best að elda þær til að hráefnið sé sem ferskast. Ljósmynd/Hari Það kannast líklega flestir við að kaupa heilu dunkana af nýju kryddi og sitja svo uppi með þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.