Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Qupperneq 3

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Qupperneq 3
Ef orð er gert af anda, og andi af líji, er víst, að mig mun þrjóta líf til þess að anda þínum orðum. Shakespeare: Hamlet Svo mælir drottningin, móðir Hamlets, þegar hún er sjálf að verða orðlaus gjir hans orðaflaumi, sem hún veit ekki hvort stýrist af æði eða undirhyggju. Og við heillumst af þessu tilsvari, þótt merking þess sé okkur ekki endilega Ijós. Kannski er það hið sanna leyfi skáld- skaparins: Að spyrja án þess að svara, tala án þess að boða. bara ef orð hans eru gerð af anda, og andinn af líji. Alltént hefur leynst ótrúlegt líf með orð- um Shakespeares, og engum jolva slegið á hans andagift. Það hljóta því að tejast nokkur tíðindi að öll leikverk hans séu nú loks komin út í íslenskum búningi Helga Hálfdanarsonar. Og hefur tekið tvö ís- lensk forlög alls þijátíu og jimm ár að Ijúka því útgáfuverki. En engan mann vitum við um, a. m k. í nálægum löndum sem hefur enst líf til að klæða sínum orðum bæði anda Shakespeares og allra harmleUcjaskáldanna grísku. Helgi má því teljast einslakur afreksmaður orða, en á vettvangi þeirra höfum við íslend- ingar löngum drýgt okkar mestu dáðir. Hins vegar virðumst við eiga okkurþrá- látan draum um að gerast afreksmenn á öðrum sviðum óskyldum, svo sem versl- unar, jjárglæfra og húsbygginga. Um þá óra, og hvernig sé að vakna af þeim, og reyndar marga aðra drauma, spinnur Guðmundur Andri sögu sína íslenski draumurinn. Sem er eina eiginlega ís- lenslca skáldsagan á dagskrá Máls og menningar á þessu hausti. En langt ífrá eina skáldverkið: Það koma margar Ijóðabækur, og sumar geyma prósa sem kannski er ekki lengur Ijóð, sums staðar tengist sá prósi myndverlcum og verður aftur Ijóð, myndljóð, einsog hjá Rögnu Sigurðardóttur eða Sigurði Guðmunds- syni. Svo eru smásögur sem verða æ styttri, einsog hjá Gyrði Elíassyni, uns það má kalla þær örsögur einsog hjá Kristínu Ómarsdóttur, og þá erum við farin að nálgast Ijóðiðaftur. Og hvarskal jlokka þankabrot Péturs Gunnarssonar eða greinaspuna Thors Vilhjálmssonar? Þessi verk færa okkur heim sanninn um að það er enginn hægðarleikur að Jlokka skáldverk um þessar mundir, orð- in sprengja af sér Jlesta búninga, og líf þeirra telcur á sig kynjamyndir. í Syrtlu- Jlokknum á þessu ári er meðal annarra saga eftir ítalska rithöfundinn Calvino um riddara sem varekkert nema búning- urinn, að vísu sérdeilis glæsilegur. Við skulum vona að þessu sé öfugt farið um bókmenntirþær semMál og menning ber fyrír lesendur í ár: Að þær séu ekkert nema andinn, og andinn sé gerður aflífi. Halldór Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.