Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Page 22
FRASAGNIR OG FRÆÐI Sigurður Guðmunds- son fæddist árið 1942 í Reykjavík. Árið 1963 fer hann til Hollands og hefur dvalist þar lengstum síðan og sinnt myndlistinni, sem oftlega tengist orð- listinni í útfærslu hans. Sigurður Guðmundsson Þetta er ein glæsilegasta bók sem gerð hefur verið um íslenskan myndlistar- mann. Ritstjóri bókarinnar er hollenski listjræðingurinn Zsa-Zsa Eyck, en einnig fjalla hollenskir og þýskirfræðimenn um list Sigurðar, bæði Ijósmyndaverk hans, þrívíddarverk, grqj'úanyndir og skúlpt- úra. Þá eru í bókinni Jjölmargir textar eftir Sigurð sjálfan, állt frá IJóðum til fyrir- lestra, svo og athyglisverð bréfaskipti hans og myndlistarkonunnar Marlene Dumas um myndlist og samfélag. í ís- lensku útgáfunni erjafnframt birt samtal Sigurðar og Aðalsteins Ingólfssonæ; sem einnig hefur þýtt allan texta bókarinnar. Síðast en ekki síst er í bókinni á þriðja hundrað mynda af verkum Sigurðar sem sýna glöggt ótrúlega Jjölbreyttan feril hans. Einnig er skrá um sýningar og heildarskrá verka Sigurðar í tímaröð. Bókin, sem er 299 bls. í stóru broti, er gejin út í samvinnu við prentsmiðjuna van spijk í Hollandi. Mál og menning gefur íslensku gerðina út, semjafnframt er á ensku, en auk þess er bókin vænt- anleg á hollensku, sænsku og þýsku. Tilboðsverð til áramóta: 4950 kr. Verð eftir áramót: 5950 kr. 20 SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.