Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Síða 26
FRASAGNIR OG FRÆÐI Dr. Guðrún Kvaran er fædd árlð 1943. Hún er málfræðingur og er ritstjóri hjá Orðabók Háskólans, sat í ritstjórn íslenskrar orðsifja- bókar og hefur séð um útvarps- þætti um íslenskt mál. Guðrún er formaður mannanafnanefndar. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni er fæddur árið 1949 og er cand. mag. í íslenskri málfræði. Hann var starfsmaður íslenskrar málnefndar og sá um útgáfu Barnaorðabókar- innar árið 1988. Hann starfar nú sem ritstjóri hjá bókaforlagi. GUÐRÚNKVARAN SIGURÐUR JÓNSSON ____F R A ARNARVATNI_ , Nöfn Islendinga GUÐRÚN KVARAN, SIGURÐUR JÓNSSON FRÁ ARNARVATNI Nöfn íslendinga Þessi bók erjöfnum höndum uppjlettirit ogfræðirit og er meginviðfangsefni henn- ar að draga saman í einn stað sem flest þeirra nafna sem borin hafa verið af íslendingum. Getið er um uppruna nafn- anna og merkingu. aldur þeirra og tíðni, svo og sitthvað annað til fróðleiks og skemmtunar. Einnig er beyging nafn- anna sýnd. Með bókinni er ætlunin að sýna hvern- ig íslendingar hafa valið börnum sínum nöfn og hvarþeir hafa leitaðfanga við val sitt. Henni er því ekki ætlað að vera leiðbeiningarrit um nafnaval. heldur á hún að lýsa íslenskum nafnaforða eins og hann kemur fram í heimildum. í inngangi er saga nafhaforðans sögð og greint frá þeim breytingum sem á honum hafa orðið. Þar er einnig Jjallað um tvínefni, ættarnöfn og gælunöfn og rakin saga nafnalaga, auk þess sem ný lög um mannanöfn eru birt. Bókin er 613 bls. Verð: 4900 kr. Félagsverð: 3990 kr. 24

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.