Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Page 18
ÍSLENSK SKÁLDRIT SNORRISTURLUSON Heimskringla Snorri Sturluson, (1178/79-1241) fædd- ur í Hvammi, alinn upp í Odda á Rangárvöllum en bjó lengst af í Reyk- holti í Borgarfirði. Snorri var skáld höfð- ingja, lögsögumaður og um tíma auðugasti maður landsins. Hann er þó þekktastur fyrir ritstörf sín, Snorra- Eddu, Ólafs sögu helga. Heimskringlu og að margra mati Egils sögu Skalla- Grímssonar. Kringla heimsins, sú er mannjólkiö byggir. er mjög vogskorin. Á þessum orðum hefst Ynglinga saga. fyrsta sagan í riti Snorra Sturlusonar um Noregskonunga, og af þeim dró verkið síðar naf\ sitt: Heimskringla. Um þess- ar mundir eru 750 ár síðan Snorri var veginn í ReykholtL Honum til heiðurs er nú gerð ný útgáfa af Heimskringlu, sú fyrsta með nútímastqfsetningu. Útgáfan er í þremur bindum. í tveim hinumfyrri er texti verksins með ítarleg- um vísnaskýringum, þriðja bindið er lykilbók. íþví er rækilegur inngangur um ævi Snorra og verk hans, þar eru birtir jjölmargir fornir textar sem með einum eða öðrum hætti varpa Ijósi á heims- mynd hans, tæplega 100 landakort sem greiða lesendum leið um sögusviðið, um 80 ættartöjlur og slcýringarmyndir, orð- skýringar, töflur, nafnaskrá, staðar- nafnaskrá og viðurnefnaskrá. Lykilbók- in er framlag útgáfunnar til að opna dæmalausan sagnasjóð Heimskringlu nýjum lesendum, og á að vera til skemmtunar og fróðleiks þeim sem þekkja verkið þegar. 16

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.