Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 2
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir skort á aðhaldi í fjár- lögum næsta árs. Ásdís Kristjánsdóttir er for- stöðumaður efnahags- sviðsins. 2 FIMM Í FRÉTTUM BRCA-GEN OG HÖNNUNARHÚSGÖGNGLEÐIFRÉTTIN FRÉTTIR Björguðu 98 af 100 Læknum á Landspítalanum tókst að bjarga lífi 98 af eitt hundrað sjúklingum sem komu á spítalann á fimmtán ára tímabili með alvarlega stunguáverka. Þetta sýna frum- niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem allir alvarlegir stunguáverkar á Landspítalanum sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús á ár- unum 2000 til 2014 voru skoðaðir. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og æða- skurðlæknir, segir þennan góða árangur skýrast af þrennu. Í fyrsta lagi af skömmum viðbragðstíma neyðarbílsins, í öðru lagi af góðum aðgangi að blóði og í þriðja lagi keðjum á spítalanum sem virki vel. ➜ Reykjavíkurborg hefur ákveðið að farga húsgögnum í Ráðhúsinu og koma sér þannig undan málshöfðun húsgagnafram- leiðandans Cass- ina. Kristbjörg Stephensen er borgarlögmaður. Alþingi fór í jólafrí í vikunni. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, stýrði þing- fundum sköruglega síðustu fundardagana. Þrjú hundruð Íslend- ingar hafa fengið úr því skorið að þeir beri stökk- breytingu í BRCA-geni. Frá þessu greinir Vigdís Stefánsdóttir hjá erfða- ráðgjöf Landspítalans. Genið eykur líkur á krabbameini. José Garcia, veitinga- maður á Caruso, var læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Salzburg B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Frá kr. 59.900 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. SÉRTILBO Ð LÖGREGLUMÁL Íslensk kona á fer- tugsaldri var handtekin á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam, höfuð- borg Hollands á sunnudaginn síðastliðinn. Konan var með 300 grömm af MDMA falin á sér. Ekki hefur verið upplýst hvort konan var með efnin innvortis eða falin í farangri sínum. MDMA er best þekkt undir öðrum nöfnum eins og Ecstasy, e- pillur eða Molly. Upplýsingafulltrúi lögregl- unnar í Amsterdam staðfestir handtöku konunnar við Frétta- blaðið og að hún hafi verið leidd fyrir dómara miðvikudaginn 17. desember þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Kon- unni hefur verið úthlutaður lög- maður þar í landi. Lögreglan vildi ekki tjá sig um hversu langan dóm konan gæti séð fram á. Borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins er að aðstoða konuna og ættingja hennar við málið. Utan- ríkisráðuneytið vildi ekki veita Fréttablaðinu frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögfræðingar sérfróðir í refsi- rétti sem fréttastofa ráðfærði sig við segja að refsing hér á landi fyrir innflutning á þessu magni MDMA yrði um eins til tveggja ára fangelsisdómur, eftir saka- ferli og sögu sakbornings, hrein- leika efnis og svo framvegis. Hafa skal í huga að íslensk fíkniefna- löggjöf er þó ekki sú sama og í Hollandi. Konan á tvö börn sem urðu eftir hér á landi. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins mun konan ekki koma til landsins fyrir hátíð- arnar. fanney@frettabladid.is Íslensk kona í haldi í Hollandi fyrir smygl Íslensk kona handtekin fyrir að smygla 300 grömmum af MDMA á Schiphol- flugvelli í Amsterdam síðustu helgi. Tvö börn konunnar eru á Íslandi. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og kemur ekki heim fyrir jól. GÆSLUVARÐHALD Í AMSTERDAM Íslensk kona var handtekin á Schiphol-flugvelli í Hollandi fyrir að smygla 300 grömmum af fíkniefninu MDMA. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS/GETTY MDMA, eða methylendioxymetamfetamín, er samheiti yfir hóp ofskynjunarlyfja. MDMA er oft- ast í töfluformi og framleitt í ólöglegum efnaverk- smiðjum. Ekkert eftirlit er því með framleiðslunni, hvorki með magni MDMA né heldur hvort öðrum efnum er blandað saman við. Dæmi eru um að rottueitri hafi verið blandað í töflurnar. Dæmigerð áhrif eru víma af völdum örvunar miðtaugakerfisins með geðhæð, auknu sjálfs- mati og sjálfstrausti og blaðri, ásamt tilfinningu um samkennd og ást til annarra. Taki neytandi stærri skammt geta komið fram skyntruflanir og ofskynjanir. Stundum er slík víma hlaðin svo miklum ofskynjunum og rugli að hún kemur fram sem bráð sturlun. Auknir skammtar auka hættuna á slysum og ofbeldi í vímu. Vímueinkennin, einnig sturlunareinkennin, hverfa venjulega þegar efnið fer úr líkamanum. Eftirverkunin er þreyta, dofi, ógleði og misjafnlega mikið þunglyndi, sem getur staðið í einn dag eða lengur. Stöku sinnum koma fram alvarlegir læknisfræðilegir fylgikvillar vímu. Einkennin eru ofhitnun, alvarleg blóðþrýstingshækkun með hættu á blæðingu í heila, aukinn hjartsláttur með aukinni hættu á hjartsláttartruflunum, nýrnabilun, blóðstorknun í æðum og hugsanlega lifrarskemmd. Þá eru dæmi þess að fólk hafi látist eftir að hafa neytt aðeins eins skammts af efninu. FJÁRMÁL Nasdaq-kauphöllin hefur ákveðið að vísa Kópavogsbæ til svo- kallaðrar viðurlaganefndar vegna samþykktar í bæjarstjórn inni 14. janúar á þessu ári um kaup á íbúð- um og byggingu fjölbýlishúsa. Kauphöllin lætur til sín taka í málinu þar sem Kópavogsbær er útgefandi skuldabréfa. Fyrrnefnd samþykkt í bæjarstjórninni hafi verið talin geta leitt til sjö til níu prósenta aukningar á skuldum bæj- arins umfram áætlanir. Um slík- ar upplýsingar hafi verið að ræða sem allir aðilar á markaði ættu að fá aðgang að á sama tíma. Með því að birta ekki tilkynningu um málið fyrr en daginn eftir hafi Kópa- vogsbær gerst brotlegur við reglur Kauphallarinnar. Eftir athugun sína hafi Kauphöllin nú óskað eftir að viðurlaganefnd taki málið fyrir. - gar Kauphöllin segir lög hafa verið brotin við ákvörðun um hækkun skulda: Kópavogur til viðurlagsnefndar KÓPAVOGUR Samþykkt um íbúðauppbyggingu og -kaup var ekki rétt kynnt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERSLUN Jón Ólafur Halldórs- son, forstjóri Olís, segir það mat fyrirtækisins að verðlækkun á eldsneyti á erlendum mörkuðum hafi skilað sér til neytenda hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu þar sem gagnrýni úr frétt af vefsíðu Félags íslenskra bifreiða- eigenda (FÍB) um að verðlækk- anir undanfarna mánuði hafi ekki skilað sér til neytenda er svarað. „Þegar borið er saman elds- neytisverð á Íslandi og í nálæg- um löndum, svo sem Danmörku, kemur í ljós að það er ekki mikill munur á verðinu,“ segir í tilkynn- ingunni. - hg Verðlækkun hafi skilað sér: Olís ósammála FÍB um olíuverð Hvað er MDMA eða methylendioxymetamfetamín? DANMÖRK Leit að tvítugum Íslendingi í Danmörku, Þor- leifi Kristínarsyni, hefur verið hætt en hans hefur verið sakn- að síðan á laugardagsmorgun. Þetta staðfesti lögreglan á Norð- ur-Jótlandi í samtali við Frétta- blaðið í gærkvöldi. Á öryggismyndbandi frá höfn- inni í Fredrikshavn sést maður, sem talinn er vera Þorleifur, klifra yfir grindverk og inn á hafnarsvæðið. Talið er að hann hafi farið í höfnina og engar líkur á að hann finnist á lífi. Þorleifur býr í bænum Nykob- ing en var í heimsókn hjá félaga sínum þegar hann hvarf. - jóe Ólíklegt að hann finnist á lífi: Hætta leit að Íslendingi FÓLK Sigríður Laufey Gunnarsdóttir endurheimti í gær poka með afmælis- og jólagjöfum sem hún vissi ekki að hún hefði týnt. Forsaga málsins er að Eyrún Fríða Árnadóttir fann poka með gjöfum á förnum vegi og auglýsti eftir eiganda pokans á Facebook. Eigandinn á ekki aðgang að vefnum en starfsmenn verslunarinnar, þar sem gjafirnar voru keyptar, könnuðust við þær og höfðu upp á eigandanum með hjálp greiðslukortafyrirtækisins. Gjafirnar eru nú komnar í réttar hendur og fara undir rétt tré á jólunum. - jóe Stúlka fann poka með gjöfum og auglýsti eftir eigandanum: Krókaleið gjafa í réttar hendur AFHENDING Mikael Andrason og Andri Lúthersson, sonur og eiginmaður eiganda, taka á móti gjöfunum úr hendi Eyrúnar Fríðu Árnadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.