Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 4

Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 4
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 100 MILLJÓNIR þarf Reykjavíkurborg að borga ef skipta þarf út eftirlíkingum af Le Corbusier-húsgögnum fyrir frumgerðina. 3 MILLJARÐAR er virði lýsisbirgða Lýsis hf., samkvæmt ársreikningi. einstaklingum sem komu til aðhlynningar á Landspítalann með stungusár frá árinu 2000 tókst læknum að bjarga. 300 einstaklingar á Íslandi hafa verið greindir með krabba- meinsgenið BRCA. 16 MILLJARÐA markaður í Rúss- landi fyrir sjávaraf- urðir er í uppnámi. 680 MILLJÓNIR til RÚV duga ekki til lögbundinna verkefna, segir útvarpsstjóri. 400 MILLJÓNIR á ári getur nýr Herjólfur sparað þegar hann hefur siglingar 2017. 250 MILLJARÐAR á ári er velta matartækni- fyrirtækja á Íslandi. 125 LAGAFRUMVÖRP voru lögð fram á haust- þingi. 98 AF 100 LÖGREGLUMÁL José Garcia, eig- andi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vik- unni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinn- gang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lög- reglumenn við José sem og hús- eigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Banka- strætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna sam- stöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónu legar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en mat- væli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjar- lægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. ENDURHEIMTU EIGUR SÍNAR Starfsmenn Caruso fengu loksins í gær að sækja persónulegar eigur sínar á Caruso eftir að hús- eigendur yfirtóku staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karls- syni, Tandri og Securitas. Lög- reglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lög- maður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögregl unnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skil- greina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjar- lægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verð- mætum sem lágu undir skemmd- um. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðn- um en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pönt- unarbókina sem og starfsmanna- bókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó frið- samlega fram. fanney@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Hornafjörður mun tilheyra umdæmi lögreglustjór- ans á Suðurlandi samkvæmt ákvörðun Ólafar Nordal innan- ríkisráðherra. Ólöf hefur því snúið við ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætis- ráðherra og fyrrverandi dóms- málaráðherra, en hann hafði ákveðið að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglustjór- ans á Austurlandi. Innanríkisráðherra hefur skrif- að undir reglugerð um umdæma- mörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót. - aí Ákvörðun innanríkisráðherra: Hornafjörður fer aftur suður DANMÖRK Danir búsettir utan Danmerkur geta nú sótt um ríkis- borgararétt í því landi þar sem þeir búa og haldið um leið fyrri ríkisborgararétti sínum sam- kvæmt nýjum lögum. Jafnframt geta þeir Danir sem hafa afsalað sér ríkisborgarrétti sínum endur- heimt hann. Innflytjendur í Danmörku geta einnig fengið að halda fyrra ríkis fangi sínu. Tveir þingflokkar voru and- vígir lagabreytingunni, það er Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldssami þjóðarflokkurinn. - ibs Lagabreyting í Danmörku: Danir leyfa tvö- falt ríkisfang ÓMAR ÖRN BJARNÞÓRSSON JOSÉ GARCIA ÓLÖF NORDAL Hornafjörður tilheyrir nú umdæmi lögreglustjórans á Suður- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 14.12.2014 ➜ 20.12.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LEIÐINDAVEÐUR gengur inn á land í dag með suðaustan hvassviðri og úrkomu um sunnan- og vestanvert landið í fyrstu. Það hlýnar með lægðinni og verður víða slydda eða rigning seinni partinn. Suðvestlæg átt á morgun með éljum og kólnandi veðri. 0° 13 m/s 3° 15 m/s 3° 15 m/s 5° 18 m/s 5-10 m/s. 10-18 NV- til annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 3° 25° 0° 9° 15° 2° 9° 6° 6° 22° 9° 18° 18° 15° 10° 6° 6° 7° 2° 10 m/s 2° 10 m/s 0° 6 m/s 1° 9 m/s -1° 7 m/s 2° 10 m/s -4° 7 m/s -1° 0° -1° -1° -2° -4° -2° -3° -2° -4° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.