Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 150

Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 150
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 122 FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Liverpool og Arsenal á Anfield. Fyrir leikinn er Liverpool í ellefta sæti deildarinnar með 21 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, en Arsenal í sjötta sæti, tveimur stigum frá West Ham sem verm- ir fjórða sæti deildarinnar með 26 stig. Arsenal er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins, þar af 4-1 sigur á Newcastle í síð- ustu umferð, en Liverpool kemur inn í leikinn eftir bikarsigur á B-deildar liði Bournemouth. Það er aftur á móti án sigurs í síðustu þremur leikjum deildarleikjum og þurfti að sætta sig við 3-0 tap fyrir erkifjendunum í Manchester Uni- ted í síðustu umferð. Liverpool-menn vonast til að bikarsigurinn, þar sem Raheem Sterling fór á kostum, kveiki neista í sínum mönnum sem þeir þurfa svo sárlega á að halda. Sterl- ing þarf að halda áfram á sömu braut því Liverpool er ekki sama liðið og þegar það mætti Arsenal á heimavelli síðast fyrir tæpum ell- efu mánuðum. Búið eftir 20 mínútur Daniel Sturridge skoraði fyrir Liverpool á 20. mínútu gegn Ars- enal þegar liðin mættust á Anfield 8. febrúar. Hann var ekki að koma heimamönnum yfir í leiknum held- ur að skora fjórða markið. Staðan var 4-0 eftir 20 mínútur og Liver- pool-liðið sjaldan eða aldrei litið betur út í sögu úrvalsdeildarinnar. Með Luis Suárez, Daniel Sturr- idge og Raheem Sterling í þrusu- formi í framlínunni og óþreytta miðjumenn, fulla sjálfstrausts, keyrði Liverpoo-liðið yfir læri- sveina Wengers og vann, 5-1. Tapið var vandræðalegt fyrir Arsenal en ein af gullnu stund- unum á ferli Brendans Rodgers hjá Liverpool. Hann setti upp full- kominn leik sem leikmennirnir útfærðu fullkomlega, leikmenn sem voru að spila allt að því full- komlega. En það var þá. Ellfu mánuðum síðar er eng- inn Luis Suárez til staðar, Dani- el Sturr idge meiddur fram á nýtt ár, Steven Gerrard árinu eldri og heimkoma Rickie Lambert hefur ekki verið táranna sem hann grét við samningsgerðina virði. Eins og staðan gefur til kynna er Liverpool-liðið ekki líkt því sem spilaði á síðasta tímabili og býst því enginn við sömu yfirburðum. Í raun er Arsenal mun sigurstrang- legra. Þótt varnir beggja liða séu ekki upp á marga fiska stendur Arsenal-vörnin sig betur og hefur fengið færri mörk á sig til þessa. Raheem Sterling er fram- tíð Liverpool. Hann batt enda á marka stífluna gegn Bourne mouth í deildabikarnum í vikunni og þarf að vera maðurinn sem keyr- ir skröltandi Liverpool-vagninn áfram. Pólverjinn aftur mættur Það er stutt á milli þess að vera hetja og skúrkur í úrvalsdeildinni. Emilano Martínez var búinn að spila frábærlega fyrir Arsenal og héldu margir að þar færi nýr aðal- markvörður liðsins. En það þurftu ekki nema þrír boltar að liggja í netinu í 3-2 tapi fyrir Stoke til að fá Wenger til að missa trúna. Woj- ciech Szczesny var aftur kominn í rammann gegn Newcastle og verð- ur þar áfram. Aðalmarkvörður Liverpool, Simon Mignolet, verður þó áfram á tréverkinu. Þrátt fyrir að Brad Jones hafi sýnt í síðustu tveim- ur leikjum af hverju himinn og jörð þurftu nánast að farast áður en Mignolet var settur á bekkinn hefur Rodgers gefið út að Belginn mun sitja á spýtunni um óákveð- inn tíma. Jones veitir óöruggri vörn Liverpool, sem fær á sig 1,38 mörk í leik, ekki mikið traust. Liverpool- vörnin er þó aftur á móti kannski smá blóraböggull fyrir miðjumenn liðsins sem veita varnarlínunni ekki mikla vörn. Liverpool-vörnin er í níunda sæti yfir þau lið með flest skot varin af varnarmönnum, flesta bolta hreinsaða frá marki og hafa komist inn í flesta bolta. Pressan á varnarlínunni er mikil. Þegar liðið fær á sig tæpt eitt og hálft mark í leik þarf einhver að skora á hinum endanum og það hefur verið vesen. Arsenal gengur mun betur að skora, búið að setja 28 mörk sem er fjórði besti árang- urinn í deildinni. Bæði lið eru brothætt sem þýðir að leikurinn lofar mörkum. Yfir- burðirnir ættu þó ekki að vera neinir hjá hvorugu liðinu. Það sem gerðist fyrir ellefu mánuðum ger- ist ekki aftur. Bæði lið eru á allt öðrum stað í dag. tomas@365.is Margt breyst á ellefu mánuðum Liverpool og Arsenal eigast við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þegar liðin mættust á Anfi eld í febrúar vann Liverpool sigur í leik sem var í raun lokið eft ir 20 mínútur. Aðalmarkvörður Arsenal er mættur aft ur en hjá Liverpool situr Mignolet á bekknum. FRAMTÍÐIN Raheem Sterling minnti hressilega á sig í vikunni, en hér fagnar hann marki sínu gegn Arsenal í stórsigrinum í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GOLF Ólafía Þórunn Kristins dóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir þurfa báðar að vera upp á sitt allra besta í dag til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurð- inn á lokaúrtökumótinu fyrir Evr- ópumótaröð kvenna í golfi. Af tæplega 120 kylfingum komast 60 í gegnum niðurskurð- inn sem verður framkvæmdur eftir fjórða keppnisdaginn í dag. Á lokadeginum á morgun mun sá hópur keppa um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn er sem stendur í 76.-88. sæti á átta höggum yfir pari og Valdís Þóra í 103.-107. sæti á tólf höggum yfir pari en báðar léku á 77 höggum í gær. Niðurskurðarlínan eftir þriðja keppnisdaginn í gær var við 221 högg eða fimm yfir parinu. - esá Stelpurnar gáfu eft ir í gær VALDÍS ÞÓRA Á litla möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn í Marokkó í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið féll um fjögur sæti á styrk- leikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, frá upphafi ársins. Ísland er í 20. sæti listans og stendur í stað frá því í haust en stelpurnar byrjuðu árið í 16. sætinu. Ísland byrjaði árið vel með því að ná bronsi á Algarve-æfinga- mótinu í Portúgal en tapaði svo fyrir Sviss og Danmörku í undan- keppni HM 2015 og hafnaði í 2. sæti síns riðils. - esá Ísland lýkur árinu í 20. sæti FÓTBOLTI Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lög- maðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoð- aði allar níu umsóknir þeirra ell- efu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnu- leik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heim- inn til að sanka að sér upplýsing- um og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siða- nefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans- Joachim Eckert, tók svo við skýrsl- unni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upp- lýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna máls- ins en Sepp Blatter, forseti sam- bandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleik- urinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rann- sóknararm til að geta fram- kvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppn- inni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verð- ur ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfs- félaga í siðanefndinni og forráða- menn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins. - esá Niðurstöður spillingar - rannsóknar birtar Enn eitt málið sem hefur varpað skugga á starf Alþjóðaknattspyrnusambandsins vindur upp á sig. HVAÐ STENDUR Í SKÝRSLUNNI? Michael Garcia vann ítarlega skýrslu þar sem ásakanir um spillingu innan FIFA voru rannsakaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS óskar öllum innan körfuknattleikshreyfingarinnar sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. KKÍ þakkar öflugum samstarfsaðilumn sínum fyrir stuðninginn á árinu og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.