Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 86
FÓLK|HELGIN Hulda Birna Vignisdóttir og Einar Einarsson hanna og sauma slaufur undir merkinu H&E Design. Þau höfðu lengi velt því fyrir sér að stofna eigið fyrirtæki en voru ekki viss hvað þau vildu gera. Þau skrifuðu helling af hugmyndum niður á blað og eftir afmæli Einars kom upp hugmyndin um að gera slaufur. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir bindi en þegar Hulda gaf mér slaufu í afmælisgjöf á þessu ári kvikn- aði áhugi á tísku og hönnun hjá mér,“ segir Einar. „Það virðist sem Hulda hafi opnað einhverja gátt hjá mér og núna er ekki hægt að setja tappann aftur í.“ Hulda segist aftur á móti lengi hafa átt sér þann draum að verða listakona og hönn- uður en hún kláraði almenna hönnunarbraut í Tækniskólanum og fékk þar smjörþefinn af því. „Stíllinn minn er mjög casual, í áttina að „normcore“-fatastílnum sem er búinn að gera allt vitlaust á árinu. Ég vil hafa fötin fyrst og fremst þægileg og er yfirleitt í peysu, bol eða skyrtu við galla- buxur og strigaskó. Oft poppa ég aðeins upp á útlitið og bæti við hálsmeni,“ segir hún, aðspurð um hvernig hennar eigin stíll sé. Einar segir sinn stíl vera svolítið gamaldags og klassískan. „Mér finnst samt gaman að prófa mig áfram og púsla saman skemmti- legum litum í bland við þetta gamla. Hvers- dags klæðist ég skyrtu, vesti, litríkum buxum og að sjálfsögðu set ég upp slaufu.“ ÍSLAND ER INNBLÁSTUR Slaufurnar sem þau Hulda og Einar byrjuðu að sauma sjálf í eigin frítíma hafa vakið mikla lukku enda fjölbreytt úrval í boði hjá þeim, allt frá slaufum með teiknimyndafíg- úrum upp í hefðbundnar einlitar slaufur. „Við erum mikið í því að hanna okkar eigið efni og látum prenta sérstaklega á þau fyrir okkur en þannig náum við að gera eitthvað sem enginn annar er að gera,“ segir Einar. Hulda bætir við að þessa stundina sé Ísland aðalinnblástur þeirra í hönnuninni. „Landið okkar hefur upp á svo mikið að bjóða. Markmið okkar er að endurvekja íslenska handverkið. Það hefur svolítið gleymst á tímum eins og í dag þar sem margt er verk- smiðjuframleitt í Kína. Við viljum reyna að hafa vöruna eins íslenska og við mögulega getum. Framleiðslan er dýrari en að okkar mati þá stöndum við uppi með skemmti- legri vöru fyrir vikið.“ MÆTAST Á MIÐRI LEIÐ Hulda og Einar segja það stundum geta tek- ið á fyrir par að vinna náið saman en að það hafi gengið vel hjá þeim hingað til. „Nema að ég er kannski full fljótur á mér stund- um,“ segir Einar og hlær. „Samt smellum við svo ótrúlega saman, ég á bensíngjöfinni og hún á bremsunni. Við mætumst yfirleitt á miðri leið.“ „Við þurfum samt að passa okkur að aðskilja vinnuna frá fjölskyldulífinu. Það er mjög hættulegt að reka fyrirtæki heiman frá sér, þá er allt vinnu- dótið alltaf til staðar þegar maður kemur heim á daginn. Við höfum samt verið dugleg að taka daga þar sem bannað er að tala um vinnu og stranglega bannað að vinna. Það er nauðsynlegt fyrir sambandið,“ segir Hulda brosandi. SPENNANDI VERKEFNI Í UPPSIGLINGU Þau segja skemmtilega tíma fram undan, þau hafi nýlega sett tvær nýjar gerðir af slaufum á markað, fótboltaslaufur og aðra með myndum af gamalli mynt. Eftir áramót munu fleiri vörur úr vörulínunni „Íslenzka krónan“ birtast en auk þess er Hulda með spennandi verkefni í pípunum. „Ég ætla að einbeita mér að því að koma á laggirnar myndlistarsýningu sem er búin að vera í vinnslu í tvö ár en ég hef aldrei haft tíma til þess að klára. Við munum enn þá sinna vöruþróun saman en annars reynir Einar að sinna öllu öðru hvað varðar fyrirtækið.“ ANNAÐ Á BENSÍNI, HITT Á BREMSU ÍSLENSK HÖNNUN Hulda Birna Vignisdóttir og Einar Einarsson hanna og sauma skemmtilegar og skrautlegar slaufur sem slegið hafa í gegn. Þau segja það stundum taka á að vinna náið saman en passa að aðskilja vinnu og fjölskyldulíf, það sé nauðsynlegt. „ÍSLENSKA KRÓNAN“ Ermahnapparnir eru hluti af nýju vörulínunni frá H&E Design. NÓG AÐ GERA Þau Einar og Hulda voru sjálf að fást við slaufugerðina til að byrja með en eru nú komin með þrjár konur til að aðstoða sig við saumaskapinn enda nóg að gera. MYND/ERNIR ALLS KONAR Slaufurnar eru með fjölbreyttu mynstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.