Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 68
KYNNING − AUGLÝSINGLeiga & eignaumsjón LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512-5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Almenna leigufélagið er nýtt félag sem sett var á fót í nóvember. „Viðtökurnar hafa verið vonum framar og aug- ljóst að Íslendingar hafa beðið eftir leigufélagi sem býður upp á lang- tímaleigu og fagleg vinnubrögð,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigu- félagsins. Almenna leigufélagið er stærsta einkarekna leigufélagið á mark- aðinum í dag, með tæplega fjögur hundruð íbúðir til langtímaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Félagið sér um leiguumsýslu fyrir stærri fjár- festa sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði til langs tíma. Margar íbúðir félags- ins eru staðsettar miðsvæðis en einnig leigir félagið út íbúðir í flest- um úthverfum Reykjavíkur, þar á meðal í Breiðholti, Norðlingaholti og í Úlfarsárdal. Þá leigir félagið út íbúðir í nágrannasveitarfélögunum, Kópavogi, Hafnarfirði og víðar. Öruggt húsnæði María segir öryggi og stöðug- leika vera það sem viðskiptavinir Almenna leigufélagsins leiti eftir. „Við vitum að það getur alltaf eitthvað komið upp á hjá einstak- lingi sem leigir út íbúðina sína. Hann getur þurft að fá íbúðina til baka með stuttum fyrirvara og við þekkjum dæmi þess að fjölskyldur á leigumarkaði hafi jafnvel þurft að flytja oft á ári vegna þessa. Þetta er áhætta sem okkar leigjendur standa ekki frammi fyrir,“ segir María en Almenna leigufélagið gerir leigu- samninga til allt að þriggja ára í senn, með möguleika á framleng- ingu. „Ef hagir leigjenda breytast skyndilega eiga þeir kost á því að segja upp samningum. Við bjóðum líka upp á sveigjanleika fyrir þá sem þurfa að stækka eða minnka við sig á leigutímanum, til dæmis vegna breyttra fjölskylduhaga eða ann- arra ástæðna. Þá reynum við eftir fremsta megni að finna húsnæði sem hentar fjölskyldunni innan sama hverfis. Nú þegar er komin góð reynsla á þessa þjónustu.“ Hagstætt leiguverð Meðalleiguverð hjá Almenna leigu- félaginu er í kringum og undir með- alleiguverði samkvæmt Þjóðskrá Íslands: „Leiguverðið endurspegl- ar húsnæðiskostnað og er mismun- andi eftir svæðum en við erum með íbúðir af öllum stærðum og gerð- um. Við leggjum upp með að leiga hjá okkur sé sambærilegur kost- ur við íbúðarkaup, sé litið til þess kostnaðar sem fylgir því að kaupa og reka fasteign,“ segir María. Þá segir hún stóran hóp, sérstaklega af yngri kynslóðinni, ekki hafa áhuga á að fjárfesta í steinsteypu og skuld- binda sig til fjölda ára með lánum: „Margir hafa heldur engan áhuga á að sitja húsfundi og standa í við- haldi með tilheyrandi kostnaði og umstangi, heldur vilja bara öruggt heimili og ekkert vesen. Við vildum gera langtímaleigu að raunhæfum kosti og byggjum félagið á skandi- navískri fyrirmynd. Við teljum þetta fyrirkomulag komið til að vera á Ís- landi,“ segir María. Öruggt heimili til lengri tíma Almenna leigufélagið býður upp á langtímaleigu íbúðarhúsnæðis, hátt þjónustustig, öryggi og sveigjanleika. Félagið annast útleigu um 400 íbúða sem staðsettar eru vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri segir langtímaleigu á íbúðarhúsnæði löngu tímabært fyrirkomulag og sé komið til að vera á Íslandi. Nýbygging í Úlfarsárdal. Almenna leigufélagið hyggst bæta við sig rúmlega 50 íbúðum í Úlfarsárdal á árinu 2015. Skyggnisbraut 8-12 og Friggjarbrunnur 55-57 eru nú í bygg- ingu og lýkur 1. áfanga í febrúar. Tangabryggja 14-16. Almenna leigufélagið leigir út 15 íbúðir í þessu glæsilega fjölbýlis- húsi í Bryggjuhverfinu, en lokið var við byggingu þess vorið 2014. Hverfi í uppbyggingu. Almenna leigufélagið hefur sótt í sig veðrið í úthverfunum og leigir m.a. út 51 íbúð í þremur fjölbýlishúsum við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Öflug í miðbænum. Fjórtán nýlegar og fallegar íbúðir á Njálsgötu, í hjarta miðbæjarins, eru í langtímaleigu á vegum Almenna leigufélagsins. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir langtímaleigu komna til að vera á Íslandi. MYND/VILHELM Þjónusta allan sólahringinn Almenna leigufélagið tryggir leigjendum sínum sólarhrings- þjónustu en félagið er í samstarfi við Securitas. Þannig er hægt að bregðast við neyðartilvikum hve- nær sem er. „Við leggjum okkur einnig fram við að bregðast hratt við öllum ábendingum okkar leigjenda. Það er okkar hagur og þeirra að eign- irnar séu í góðu ástandi. Við erum stöðugt að taka inn nýjar eignir og yfirleitt getur fólk fengið hús- næði við sitt hæfi þegar það leitar til okkar. En eftirspurnin er mikil og íbúðirnar stoppa ekki lengi,“ segir María. Nánari upplýsingar er að finna á www.almennaleigufelagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.