Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 52
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52 erlendir íþrótta- menn sem sköruðu fram úr árið 2014 Lewis Hamilton Tryggði sér sinn annan heimsmeistaratitil í Formúlu 1 á árinu eftir harða baráttu við Nico Rosberg, liðsfélaga sinn hjá Mercedes. Titil- baráttan réðst ekki fyrr en í lokamótinu, í Abú Dabí, þar sem Hamilton leiddi frá upphafi til enda. Hamilton hefur nú unnið 33 mót í Formúlunni, oftast allra Breta í sögunni. Hann var einnig valinn íþróttamaður ársins í Bretlandi. Rory McIlroy Norðurírski kylfingurinn átti lygilegt sumar sem hófst með sigri hans á Opna breska meistaramótinu. Þremur vikum síðar vann hann PGA-meistaramótið og varð hann þar með þriðji yngsti kylfingurinn sem vinnur tvö risamót í röð– hinir eru Tiger Woods og Jack Nicklaus. McIlroy kórónaði svo frábært tímabil er hann var í sigurliði Evrópu í Ryder-keppninni. Cristiano Ronaldo Hefur átt ótrúlegt ár með Real Madrid. Hlaut Gullbolta FIFA í ársbyrjun, varð Evrópumeistari í vor er hann bætti markamet Meistaradeild ar Evrópu með sautján mörkum á einu tímabili og hefur verið magnaður á fyrstu mánuðum nýja tímabilsins á Spáni í haust. Ronaldo er kominn með 25 mörk í þeim 14 deildar- leikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði í öllum leikjunum nema einum. Ronaldo er kominn með 58 mörk á árinu með bæði félagsliði og landsliði sem er sárabót fyrir vonbrigði Portúgals á HM í Brasilíu, þar sem Ronaldo og félagar sátu óvænt eftir í riðlakeppninni. Valerie Adams Adams hefur borið höfuð og herðar yfir aðra kúluvarpara á heimsvísu undanfarin ár og heims- og Ólympíumeistarinn undirstrikaði yfirburði sína á árinu sem er að líða. Adams varð heimsmeistari innan- húss með næstbesta kasti í sögu keppninnar, vann öll sjö Demantamót tímabilsins og varð Samveldismeistari í júlí. Besta kast hennar í ár var 20,59 metrar sem var lengsta kast ársins. Katinka Hosszú 25 ára sundkona frá Ungverjalandi sem átti besta ár ferils síns. Hún hlaut heimsbikarinn í sundi þar sem hún fékk alls 68 verðlaun á tímabilinu og blómstraði svo á stórmótunum. Hún vann sex verðlaun (þrenn gullverðlaun) á EM í 50 m laug í Berlín í sumar og svo átta verðlaun á HM í 25 m laug (fjögur gull) auk þess sem Hosszú bætti fimm heimsmet – öll í fjórsundi. Marit Bjørgen Ein sigursælasta skíðagöngukona allra tíma. Hún vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíu- leikunum í Sotsjí og hefur nú unnið tíu verðlaun á Ólympíuleikum á ferl- inum öllum. Engin kona hefur unnið fleiri verðlaun á Vetrarólympíuleikum auk þess sem Bjørgen hefur unnið flesta sigra allra í sögu heimsbikar- keppninnar í skíðagöngu. Bjørgen er 34 ára og er enn að. Mikaela Shiffrin Þessi nítján ára bandaríska skíðakona festi sig í sessi sem svigdrottning heimsins í ár. Hún hlaut gull á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í greininni og fylgdi þar með eftir heimsmeistaratitlinum sem hún vann árið 2013. Hún hefur nú unnið heimsbikartitilinn í svigi síðustu tvö árin en hún hafði mikla yfirburði í stigakeppninni á síðasta tímabili. Hún hóf svo tímabilið í haust með því að vinna keppni í stórsvigi. Darja Domratsjeva Drottning Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí þar sem hún vann þrenn gullverðlaun í alls fjórum einstaklingskeppnisgreinum í skíðaskotfimi. Gríðarlega vinsæl í heimalandinu þar sem hún hlaut sæmdarheitið „Hetja Hvíta-Rússlands“ eftir sigurförina til Sotsjí, en það er æðsta orða sem veitt er í Hvíta-Rússlandi. Hún er eini íþróttamaðurinn sem hlotið hefur þessa útnefningu og eina konan þar að auki. Serena Williams Sigursælasta tenniskona allra tíma með 33 sigra á risamótum í öllum flokkum. Hélt efsta sæti heimslistans allt árið þrátt fyrir erfið meiðsli á fyrri hluta ársins og slæmt gengi á bæði Opna franska meistaramótinu og Wimbledon. Serena sneri þó gengi sínu við á síðari hluta ársins, vann fjögur af sjö síðustu mótum ársins– þar af Opna bandaríska meistaramótið í New York. Það var hennar átjándi risamótstitill í einliðaleik kvenna en aðeins Steffi Graf hefur unnið fleiri, eða 22 talsins. Renaud Lavillenie Loks kom stangarstökkvari fram á sjónar- sviðið sem gat ógnað heimsmetum Sergei Bubka. Þessi öflugi Frakki bætti 21 árs gamalt heimsmet Bubka í stangarstökki innanhúss er hann stökk yfir 6,16 m á móti sem Bubka sjálfur stendur árlega fyrir í Dónetsk í Úkraínu. Varð Evrópumeistari í Zürich í sumar er hann stökk 5,90 m og vann svo sinn fimmta Demantsmótsmeistaratitil á ferlinum og er sá eini í sögunni sem hefur afrekað það. Vann svo gull í álfukeppninni í Marrakesh í Marokkó þar sem hann var fyrirliði Evrópuliðsins. Manuel Neuer Lykilmaður í heimsmeist- araliði Þýskalands sem vann bikarinn eftirsótta í Brasilíu í sumar, þar sem Neuer hélt hreinu í 1-0 sigri á Argentínu í úrslitaleikn- um. Hélt hreinu í fjórum leikjum á mótinu og var út- nefndur besti markvörður keppn innar. Leikstíll hans vakti sérstaklega athygli en Neuer var óhræddur við að koma út úr vítateignum til að taka þátt í uppspili liðsins eða brjóta niður skyndi sóknir andstæðinga sinna. Tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins hjá FIFA ásamt Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Tim Duncan Vann sinn fimmta NBA-meistaratitil með San Antonio Spurs í vor en hann hefur spilað allan sinn feril með félaginu. Hann er nú á sínu átjánda tímabili í NBA-deildinni og er eini maðurinn, ásamt John Salley, sem hefur orðið NBA-meistari á þremur mismunandi áratugum. Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker skipa sigursælasta þríeyki í sögu úrslitakeppni NBA- deildarinnar en hinn 38 ára Duncan á einnig flestar mínútur í úrslitakeppninni og flestar tvöfaldar tvennur. 12 Magnað íþróttaár er að baki. Frægðarsól sumra reis enn hærra á árinu og nýjar stjörnur stigu fram í sviðsljósið. HM í Brasilíu og Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí voru hápunktarnir en þar fyrir utan var árið afar viðburðaríkt í fjöldamörgum greinum. Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók saman. NORDICPHOTOS/AFP OG GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.