Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 28

Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 28
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 28 Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist fram- kvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráð- stöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýr- ari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftir lits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskipt- um við stofnunina eftir flutning. Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillög- ur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofn- ana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnar- sáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækk- un skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að mögu- leikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skil- virkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefnd- ir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofn- ana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsan- lega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuð- borgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostn- aði og raski. Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sér- stakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftir- lits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfald- lega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrir- tækja landsins er staðsettur á suð- vesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði til- hneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undan farin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjón- ustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli lands- hluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opin- berrar stefnu. Hreppafl utningar og hagsmunir fyrirtækja GEÐORÐIN 10 Grein 3 Greinin er þriðja greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðis- sviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Lífið er skóli allt okkar líf. Hvers virði eru lífsgildin í lífi okkar ef við lærum aldrei neitt af okkar lífsins gönguför? Lífsgæði okkar og kostir hvers og eins eru ekki meðfæddir eða sjálf- gefnir heldur lærðir og sjálfskap- aðir með visku okkar að læra af lífi okkar sjálfra. Vöxtur og breyt- ingar sem taka aldrei enda og eru sjálfsprottnar. Í þessum punkti vilj- um við leggja áherslu á að valdefl- ing, sem er endurhæfing, er ekki áfangastaður heldur ferðalag og langtímanám. Enginn hefur náð ein- hverju endamarki þar sem ekki er þörf á frekari vexti og breytingum. Nám er menntun; menntun og fræðsla eru alltaf af hinu góða fyrir hvern og einn. Menntun sem gefur af sér visku og þekkingu eyðir for- dómum, fordómar þrífast best hjá þeim sem ekki lærir. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir og hafðu ávallt hugfast að líf þitt er skóli þinn og kennir þér það sem mikilvægast er, að læra á sjálfan þig. Þetta styrkir þig í því að takast á við lífið og leysa þín dagsdaglegu verkefni, sem hverjum og einum er fólgið, hvern ein- asta dag. Okkur eru fengin misstór verkefni ásamt því að þau eru misþung verk- efnin sem við tökumst á við og það kennir okkur einnig að forgangsraða verkefn- unum í rétta röð sem skilar góðum árangri. Okkur ber ávallt að muna og hafa að leiðarljósi það sem við lærum fyrst, sem er að passa allt- af vel upp á okkur sjálf og það nauðsynlega heilbrigði sem er hin heilaga þrenning: góður samfelld- ur svefn, gott og hollt mataræði í hverri máltíð á hverjum degi og ástunda góða hreyfingu á hverjum degi. Mikilvægt er drekka mikið af vatni og sneiða eins og kostur er hjá sykri, kaffi og vímugjöfum. Að vera jákvæður með létta lund í núinu á líðandi stund gerir öllum gott ásamt því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, einnig er gott að temja sér að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég, þú og við öll við lærum svo lengi sem við lifum, við lærum það að við stöndum aldrei ein og um leið og við berum okkur eftir hjálpinni er okkur rétt hjálparhönd, kæri vinur. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifi r GEÐHEILBRIGÐI Sveinn Þorsteinsson og Sigrún Vigdís Viggósdóttir f. h. Hugarafl s ➜ Enginn hefur náð einhverju endamarki þar sem ekki er þörf á frekari vexti og breytingum. ➜ Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífi nu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. ATVINNULÍF Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS SMART TV LG 55LB87V 2014-2015SNJALLASTA SJÓNVARP EVRÓPU VERÐLAUNASJÓNVARP FRÁ LG EINFÖLD, ÖFLUG OG HRÖÐ UPPLIFUN.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.