Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 146

Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 146
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | HANDBOLTI „Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þor- steinsson, framkvæmdastjóri hand- knattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árang- ur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildar leiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 74. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór. Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafs- son. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auð vitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikni- borðinu að fara að hrúga inn leik- mönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meidd- ist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tíma- bili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór. Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leikn- um á fætur öðrum, en segir engan bil- bug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosa legan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosa- lega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðsla- frítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“ tomas@365.is HK-hjartað slær enn. Maður þarf að fara í gegn- um bæði sæta og súra tíma. Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hkd. HK Ekki að fara á taugum HK er á botni Olís-deildar karla, en liðið er aðeins búið að vinna tvo leiki af 16 í deildinni. Í heildina er liðið aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu. ERFITT Lárus Helgi Ólafsson situr svekktur eftir einn af fjórtán tapleikjum HK í Olís-deildinni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ DEILDARLEIKIR HK ÁRIÐ 2014 SÍÐUSTU 10 LEIKIRNIR 2013/2014 ÍBV - HK 25-17 -8 Valur - HK 48-18 -30 HK - Haukar 16-22 -6 HK -ÍR 21-32 -11 Samúel rekinn og Ágúst tekur við Valur - HK 31-24 -7 HK - Haukar 22-31 -9 ÍBV - HK 36-27 -11 HK - Fram 23-29 -6 FH - HK 35-28 -7 Akureyri - HK 31-23 -8 Árangur: 0-0-10 10 töp með að meðaltali 10,3 marka mun FYRSTU 16 LEIKIRNIR 2014/2015 HK - Akureyri 21-25 -4 Stjarnan - HK 27-26 -1 HK - Valur 22-27 -5 HK - Fram 31-22 +9 FH - HK 36-28 -8 ÍBV - HK 34-22 -12 HK - ÍR 28-30 -2 UMFA - HK 22-25 +3 HK - Haukar 20-31 -11 Akureyri - HK 23-18 -5 HK - Stjarnan 27-28 -1 Valur - HK 37-25 -12 HK - ÍBV 24-30 -6 Fram - HK 27-21 -6 HK - FH 22-25 -3 ÍR - HK 34-27 -7 Árangur: 2-0-14 14 töp með að meðaltali 6 marka mun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Bandaríkjunum í riðlakeppni Algarve-bikarsins sem fer fram 2. til 12. mars á næsta ári en okkar stelpur unnu brons á mótinu í ár. Banda- ríkin eru efst á heimslista FIFA en að auki eru í íslenska riðlinum Noregur og Sviss, sem vann yfirburðasigur í riðli Íslands í undankeppni HM 2015. Íslensku stelpurnar unnu Svíþjóð í leiknum um 3. sætið í Algarve-bikarnum 2014 sem er næstbesti árangur liðsins á mótinu frá upphafi. Ísland er í B-riðlinum en Í A-riðlinum eru Svíþjóð, Þýska- land, Kína og Brasilía. Algarve-bikarinn hefur aldrei verið sterkari því „veikasti“ riðillinn er nú skipaður mjög sterkum þjóðum. Portúgal hefur vanalega verið með mun veikari liðum í C-riðlinum en að þessu sinni keppa þær portúgölsku við Danmörku, Frakkland og Japan, allt þjóðir á topp sextán. Íslensku stelpurnar í riðli með besta liði heims HANDBOLTI Norska kvennalandsliðið er komið í sinn fjórða úrslitaleik á stórmóti undir stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar en það varð ljóst eftir að norsku stelpurnar unnu öruggan fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 29-25, í undanúrslitaleik liðanna í gærkvöldi. Noregur mætir Spáni í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Svíþjóð spilar um bronsið á móti fráfarandi Evrópumeisturum Svarfjallalands. Þórir hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 en liðið hefur unnið þrjú gullverðlaun síðan hann tók við. Norska liðið náði „aðeins“ fimmta sæti á HM í fyrra en Þórir er búinn að byggja upp nýtt frábært lið. Þetta er jafnframt sjöunda Evrópumótið í röð þar sem norska liðið spilar til úrslita en Þórir Hergeirsson hefur komið að öllum þessum gullleikjum, fyrst sem aðstoðarþjálfari á fjórum EM og svo sem aðalþjálfari frá og með EM 2010. Norska liðið komst í 3-0 og 9-3 í leiknum í gær en Svíar minnkuðu muninn í 13-11 fyrir hálfleik og svo nokkrum sinnum í eitt mark í fyrri hluta seinni hálf- leiksins. Þær norsku sigu hinsvegar fram úr á lokakafla leiksins, náðu mest sex marka forskoti og unnu að lokum öruggan sigur. -óój Þórir og norsku stelpurnar spila um gullið NÝTT GULLLIÐ? Þórir Hergeirsson getur gert norsku stelpurnar að Evrópu- meisturum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.