Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 48

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 48
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Gísli er í stuttu stoppi á Íslandi. Hann hélt að hann væri kominn í jólafrí en fékk svo boð um að fara út til Gana aftur en þaðan er hjálparstarfinu í Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu stýrt. Hann kemur aftur heim seinnipartinn á Þorláksmessu en segist ekkert velta sér upp úr því enda vanur útköllum allt árið um kring og virðist taka því með miklu æðru- leysi. Síðustu fjögur árin hefur Gísli starfað fyrir samtök sem heita NetHope. Þau einbeita sér að tækni- og upplýsingamálum í neyðaraðstoð og þjónusta 42 hjálp- arsamtök með 200 þúsund starfs- menn víðs vegar um heiminn. „Þegar það verða hörmungar í heiminum þar sem þörf er á að bæta upplýsingaflæði og sam- skipti þá komum við og styðj- um við bakið á okkar meðlim- um. Ég fer oftast á sjálft svæðið og stjórna öllum aðgerðum sem tengjast þessum málum,“ útskýr- ir Gísli, sem hefur síðastliðna mánuði starfað meira og minna í Vestur-Afríku. „Ebólan hefur grasserað á mjög dreifðum svæð- um og því er mikilvægt að bæta upplýsingaflæðið þaðan.“ Gísli segir útnefningu Time vera mikla viðurkenningu fyrir starfið sem er unnið en fjór- ir aðrir Íslendingar eru einnig útnefndir ásamt hjálparstarfs- mönnum víða að úr heiminum. „Hin fjögur starfa mun meira í eldlínunni en ég. Ég er meira í baklandinu að hjálpa til með að samhæfa aðgerðir en þau hafa verið með sjúklinga í höndunum og leggja líf sitt í hættu. Okkur í baklandinu finnst svakalegur heiður að geta stutt við fólkið í framlínunni.“ Bannað að takast í hendur Gísli var fyrst beðinn um að fara til Líberíu á vegum Bandaríkja- stjórnar til að gera úttekt á fjar- skiptamálum þar. Hann dvaldi í höfuðborginni þar sem eból- an hefur verið að gjósa upp í fátækrahverfunum og útbreiðsl- an því afar hröð. „Líkurnar á að smitast eru samt ekki sérlega miklar. En vanda- málið úti er að fyrst eftir að fólk veikist þá er fjölskyldan að hjúkra því. Fólki fer að blæða, er með upp- köst eða niðurgang og smitleiðin er í gegnum líkamsvessa. En helsta smitleiðin er þegar aðstandendur þrífa lík ástvina sinna, en það tíðk- ast að gera áður en þau eru grafin. Þá eru líkamsvessar að koma út og smithætta mikil.“ Gísli hefur aldrei óttast að smitast enda passar hann sig vel. Hjálparstarfsmönnum er bann- að að takast í hendur og allir eru duglegir að nota handsprittið. „Í rauninni er þessi vírus auðdrep- anlegur fyrir utan líkamann, til dæmis dugar klórvatn til að drepa hann. En eins og í Líberíu var 51 læknir fyrir fjórar milljónir manna og það voru fjórir sjúkra- bílar. Heilbrigðiskerfið er bara á núlli og þar af leiðandi þarf svo lítið til að hlutirnir nái að fara út um allt. En reynt er að takmarka ferðalög fólks og í sumum þorp- um er fólk orðið mjög meðvitað og segir ferðalöngum sem ekki eiga heima á svæðinu að fara burt. Fólkið sjálft er besta vörnin og þar sem samfélagið tekur að sér að setja aðstandendur sjúklinga í sóttkví, hugsa um að gefa þeim að borða og halda þeim frá öðrum í 21 dag, þar hefur gengið best að útrýma ebólunni.“ Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Harðjaxlinn með stóra hjartað Starf Gísla Rafns Ólafssonar sem yfirmaður neyðarmála hjá NetHope felst í að mæta fyrstur á svæðið þar sem hörmungar geisa. Frá því í haust hefur hann barist við útbreiðslu ebólu og er útnefndur maður ársins hjá Time fyrir framlag sitt. Ég uppgötvaði fljótt að ég væri ekki fljótastur að hlaupa upp fjöllin en góður í að segja öðrum hvar þeir ættu að hlaupa upp á fjöll. Það skiptir engu hversu töff eða mikill harðjaxl þú ert, það hefur allt áhrif á þig. Um leið og það hættir að hafa áhrif á þig þá þarf maður að byrja að hafa áhyggjur. Reiknað er með tveim- ur stórum hamförum á sama tíma á ári og í mesta lagi þremur stórum ham- förum á ári. Í dag eru fimm hamfarir í gangi í einu. Litlir hlutir geta gert svo mikið og breytt skelfingu í bros. Það er vítamínsprautan sem maður fær beint í hjartastað. FIMM BARNA FAÐIR OG AFI Gísli hefur verið á flakki um heiminn meirihlutann af árinu. Hann segir fjölskylduna hafa vanist þessu fyrir löngu og er hann þakklátur fyrir stuðninginn sem þau hafa veitt honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Forritarinn sem hleypur á fjöll Störf Gísla snúast um tæknimál og hjálparstarf en það eru hans tvær helstu ástríður í lífinu. „Ég byrjaði að forrita tólf ára gam- all, seldi mitt fyrsta forrit 14 ára og hef starfað í tæknigeiranum síðan. Svo fyrir rúmum tuttugu árum byrjaði ég sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þaðan fór ég í björgunarsveit í Hafnarfirði og fann mig mjög vel í því. Þessi störf voru ólík forrituninni og ég fékk útrás fyrir að hjálpa öðrum. Ég fann að það var mér mjög mik- ilvægt að gefa af mér.“ Gísli tók þátt í fjölmörgum leit- um og var mikið í því að hlaupa upp á fjöll. „En ég uppgötvaði fljótt að ég væri ekki fljótastur að hlaupa upp fjöllin en góður í að segja öðrum hvar þeir ættu að hlaupa upp á fjöll,“ segir Gísli hlæjandi og bætir við að þá hafi hæfileikar hans til að skipuleggja og samhæfa komið fram. Næsta skref var að fara í svæðisstjórn á höfuðborgarsvæðinu og svo lands- stjórn björgunarsveitanna. Þann- ig að hann vann við tölvuna allan daginn en hoppaði svo út hvenær sem kallið kom. „Fjölskyldan vandist því að maður svæfi með símann á náttborðinu.“ Gísla var svo boðið að vera þátttakandi í sérstöku neyðar- teymi sem Sameinuðu þjóðirn- ar eru með en það er samansett af neyðarstjórnendum hvaðan- æva úr heiminum sem geta farið með mjög stuttum fyrirvara út í heim. Í kjölfarið varð hann einn af stjórnendum Íslensku alþjóða- sveitarinnar. Það skal tekið fram að öll þessi vinna var unnin í sjálfboðaliðastarfi. „Árið 2007 ákvað Microsoft að setja upp hóp hjá sér í tengslum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.