Jökull


Jökull - 01.12.1983, Page 178

Jökull - 01.12.1983, Page 178
VI ÚR KVEÐJU FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU Það fylgdi einhver hressilegur vorþytur þeim ungu menntamönnum, sem hópuðust heim að loknu námi í lok síðari heimstyrjaldarinna. Sigurð- ur Þórarinsson stóð þar framarlega í flokki. Menn voru komnir heim til þess að færa okkur þann fróð- leik sem þeir höfðu numið, fullir af áhuga á að breyta hér til hins betra að sínu mati. Ég minnist þess hve Sigurður sagði mér eitt sinn skemmtilega — eins og hans var von og vísa — frá þessum tímum, þegar við rákumst saman af tilviljun á Höfn í Hornafirði, en báðir vorum við þar um kyrrt yfir helgi. Við litum inn á nokkrum bæjum í Nesjum og alls staðar var Sigurði tekið með kostum og kynj- um eins og góðan ættingja bæri að garði. Það var gaman og ánægjan ein að ferðast með honum. Hann var hafsjór af sögum og fróðleik um héraðið og gott var að njóta gestrisni þeirra Nesjabænda í skjóli hans. Var það ekki hógværð og lítillæti þessa ágæta húmanista og jarðvísindamanns á heims- mælikvarða auk greindarinnar sem vakti mesta aðdáun manna á honum? Málið var svo fagurt sem hann talaði að unun var á að hlýða. Á þessa daga í Hornafirði fyrir rúmum tveimur áratugum slær glampa sem ber ljúfmennsku hans og græskulausu gamni fagurt vitni. Sigurður var sá maður eftir að Vilhjálmur Gísla- son var allur sem einna lengst hefur starfað fyrir Norræna félagið eða um tæplega hálfrar aldar skeið. Hjálmar Ólafsson formaður. VII Sigurði Þórarinssyni féllust aldrei hendur. Ef misvitrir stjórnendur höfnuðu hógværum tillögum um framlög til rannsókna, fann Sigurður leið til að framkvæma áhugaverð verkefni, sem kostuðu minna fé. Málum er því miður þann veg háttað jafnt í vísindum sem öðrum greinum mannlífs, að þeir sem eru mestir málafylgjumenn við öflun fjár til starfsemi sinnar eða til persónulegra þarfa, eru ekki endilega þeir sem best eru í stakk búnir að verja fénu á skynsamlegan hátt eða eiga það skilið að mati venjulegrar siðfræði. Sigurður var iítill málafylgjumaður við fjáröflun til rannsókna sinna og persónulega færði hann stórar fórnir. Gáfa hans og snilli var í því fólgin að velja ætíð áhugaverð verkefni af meðfæddu innsæi og rökfestu. Við lifum á tímum flókinnar og síbreytilegrar mælitækni. Orsmá þjóð hefur litla möguleika að etja kappi við aðra. Sigurður Þórarinsson sannaði að öll þessi tækni er hjóm eitt ef ekki fylgir skýr hugsun og hnitmiðað val viðfangsefna. Hann varð upphafs- maður nýrra vísinda, þar sem tækin sem nota þarf til mælinga og gagnasöfnunar eru til á hverju heimili, en allt hvílir á hugviti og hæfileikum þess sem vísindin stundar. Þessi tæki og þetta hugvit skipuðu íslenskum jarðvísindum á virðingarbekk. Ljóminn af verkum hans hefur fallið á okkur hina og verður vonandi sá aflvaki sem til þarf að halda þeim sessi að honum gengnum. Guðmundur E. Sigvaldason. VIII „Þjóðkunnur“ vísindamaður telst jafnan sá, sem hlotið hefur viðurkenningu starfsbræðra sinna inn- lendra og erlendra fyrir framlag sitt og öðlast titla og virðingarstöður í samræmi við það. En sjaldnast eru það fleiri en fámennur hópur sérfræðinga sem þekkja verk þeirra og njóta þeirra. En vísindamaðurinn Sigurður Þórarinsson var ekki eingöngu í miklum heiðri hafður af starfs- bræðrum sínum, innlendum sem erlendum, heldur fylgdist allur almenningur jafnan afáhuga með því sem frá honum kom, hvort heldur var í ræðu eða riti um íslenska náttúru og náttúrusögu. Ekki hygg ég að skýringin á áhuga almennings fyrir rannsóknum Sigurðar og niðurstöðum þeirra sé sú, að fræðigreinar þær, sem Sigurður helgaði lífsstarf sitt, landafræði og jarðfræði, séu í sjálfu sér „alþýðlegri" en hverjar aðrar vísindagreinar. Hinn almenni áhugi fyrir vísindastörfum Sigurðar á að mínum dómi öðru fremur rót sína að rekja til þess eiginleika hans að setja mál sitt fram á einfaldan og auðskiljanlegan hátt og þannig, að þeim sem á hlýða eða lesa, fmnst þetta snerta sig og áhugamál sín persónulega. Ólafur Björnsson. 176 JÖKULL 33. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.