Jökull


Jökull - 01.12.1983, Page 181

Jökull - 01.12.1983, Page 181
Jarðfræðafélag íslands Skýrsla Kjartans Thors formanns félagsins um starfsemina 1980-1982 Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum í starfsemi Jarðfræðafélags íslands á þeim tíma sem höfundur gegndi formennsku í félaginu, þ.e. frá aðalfundi í maí 1980 til sama tíma 1982. STJÓRN Fyrsta starfsárið skipuðu stjórnina, auk for- manns, þau Gillian Foulger, ritari og Helgi Torfa- son, gjaldkeri. Aðrir stjórnarmenn voru Sigmund- ur Einarsson og Stefán Arnórsson. Síðara starfsá- rið tók Sigmundur að sér gjaldkerastörf en Stefán ritarastörf. í stað Gillian og Helga voru Ingibjörg Kaldal og Kristinn J. Albertsson kosin í stjórn. FÉLAGSFUNDIR Á tímabilinu voru haldnir fræðslufundir eins og áður og voru fundarefni sem hér segir: Karl Grönvold, Sigurður Þórarinsson og Páll Ein- arsson: Heklueldar 1980, 30. 9. 80. Páll Imsland: Bergfræði Jan Mayen, 28. 10. 80. Eggert Lárusson: ísaldarlok í Vestur-Isafjarðar- sýslu, jökla- og sjávarstöðubreytingar í Dýra- firði og norðanverðum Arnarfirði, 5. 3. 81. Umræðufundur um stöðu jarðvísinda á íslandi, 12. 3. 81. Birgir Jónsson o.fl.: Jarðfræðirannsóknir vegna Blönduvirkjunar, 25. 3. 81. Karl Gunnarsson: Íslands-Færeyjahryggurinn — djúprannsókn með seismiskum aðferðum, 28. 4. 81. Haukur Jóhannesson: Steberg II í nýju ljósi, 8. 5. 81 (aðalfundur). Leifur Símonarson: Hjartaskel og Íslands-Færeyja- hryggurinn, 20. 5. 81. Stefán Arnórsson: Efnajafnvægi í jarðhitakerfum, 13. 10. 81. Magnús Ólafsson: Hlutbráðnun möttulefnis við háan hita og þrýsting, 11. 11.8. Gestur Gíslason: Tarðhitarannsóknir í Honduras, 7. 12. 81. Hreinn Haraldsson: Jarðfræði Markarfljótssvæðis- ins, 2. 3. 82. Oddur Sigurðsson o.fl.: Jarðfræðirannsóknir vegna Fljótsdalsvirkjunar, 28. 4. 82. Kristján Sæmundsson: Jarðfræðirannsóknir á norðausturlandi utan gosbeltisins, 7. 5. 82 (að- alfundur). Þrátt fyrir að þetta geti talist nokkuð blómleg starfsemi, verður að geta þess að fundarsókn var mjög lítil og hefur trúlega ekki verið minni í sögu félagsins þrátt fyrir öra fjölgun félagsmanna. Al- gengt var að 10—20 menn sæktu þessa fundi. JARÐHITARÁÐSTEFNA Hinn 7. nóvember 1980 gekkst félagið fyrir eins dags ráðstefnu um jarðhita og var hún tileinkuð Jóni Jónssyni í tilefni af nýliðnu sjötugsafmæli hans. Ráðstefnan var haldin að Hótel Loftleiðum og voru þar flutt 19 erindi en að auki urðu fjörugar umræður á löngum kvöldfundi. Ráðstefna þessi þótti takast mjög vel, enda var þátttaka mikil. VETRARMÓT Dagana 5.— 8. janúar 1982 var 16. vetrarmót norrænnajarðfræðinga haldið í Reykjavík á vegum félagsins. Sigurður Þórarinsson varð sjötugur 8. janúar og var mótið tileinkað honum. Vetrarmótið er stærsta verkefni félagsins til þessa og fylgdi því mikil undirbúningsvinna. 10 manna hópur félagsmanna vann mikið að því starfi undir formennsku Sveins Jakobssonar, sem einnig var ráðstefnustjóri. Vegna góðs undirbúnings tókst ráðstefnan sérstaklega vel. Félagið hafði búið sig undir að þurfa að bera nokkurn kostnað af þessu verkefni, en til þess kom þó ekki. Segja má að allir félagsmenn hafi sótt ráðstefnuna að einhverju eða öllu leyti, auk u.þ.b. 140 erlendra gesta. FÉLAGATAL Félagsmönnum fjölgar á hverju ári. Fyrir aðal- fund 1980 voru þeir 120 að tölu, en tveim árum síðar 152. ÚTGÁFUSTARFSEMI Leó Kristjánsson var fulltrúi félagsins í ritstjórn Jökuls á tímabilinu og verður ekki annað sagt en útgáfa hafi gengið vel. Árg. 1978 og 1979 komu út 1980 og árg. 1980 kom út á árinu 1981. Horfur eru góðar á að brátt takist að ná upp seinkun á útgáfu ritsins. Fjárhagur Jökuls var góður á tímabilinu, ekki síst vegna opinberra fjárveitinga til útgáf- unnar. Fréttabréf félagsins nr. 5—13 voru send félags- mönnum og fluttu þeim ýmsa fréttapistla auk fundarboða. JÖKULL 33. ÁR 179
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.