Tölvumál - 01.06.2006, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.06.2006, Qupperneq 19
1 8 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 9 Þrískiptur markaður Tölvuleikjamarkaðurinn skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi eru leikir fyrir einkatölvur. Flestir þeirra eru fyrir tölvur sem keyra Windows stýrikerfið. Í Bandaríkjunum einum seldust 38 milljón eintök af PC leikjum árið 2005 og er það töluverð minnkun frá árinu 2004 en þá seldust 47 milljónir eintaka. Þessar tölur innifela ekki sölu og greidda áskrift á netleikjum og fjölspilunarleikjum (eins og til dæmis EvE Online). Vinsælasti PC leikur ársins 2004 í Bandaríkjunum var netleikurinn World of Warcraft en af honum seldust 957 þúsund eintök. Í öðru lagi eru sérhæfðar leikjatölvur og leikir fyrir þær. Þó að leikjatölvur séu yfirleitt framleiddar og seldar með tapi þá ná framleiðendur hagnaði með því að taka til sín hlutdeild af verði leikja fyrir tölvurnar. Þær verða sífellt öflugri og sýnir markaðurinn fyrir þær einkenni áðurnefndrar sveiflu skýrt. Þrír framleiðendur leikjatölva keppa á þessum markaði: Sony með Playstation, Microsoft með Xbox og Nintendo með GameCube. Sony hefur leitt þennan markað í áratug og hefur selt 92 milljónir Playstation 2 (PS2) tölvur síðan hún kom á markaðinn árið 2000. Nintendo hefur náð að selja 19 milljónir Game Cube véla samkvæmt greiningarfyrirtækinu Forrester. Microsoft hefur selt litlu meira en Nintendo eða um 22 milljónir vélar. Nintendo hefur minnsta markaðshlutdeild en framleiðir mikið af eigin leikjum og hagnast því mest af framleiðendunum þremur. Í þriðja lagi má nefna tölvuleiki sem eru spilaðir á handtölvum og í farsímum. Sérstaklega má nefna handleikjatölvur eins og Game Boy Advance frá Sega, PSP frá Sony og Nintendo DS. IDC greiningarfyrirtækið segir að salan á þessum leikjatölvum hafi aukist um 96% frá árinu 2004 og náð 1,6 milljarða dollara markinu árið 2005. IDC greiningarfyrirtækið telur að leikir fyrir farsíma hafi selst fyrir 1,7 milljarða dollara á árinu 2005. Öflugar leikjatölvur á leiðinni Árið 2005 sýndi einkenni mettunar. Leikjatölvurnar sem eru algengastar á markaðnum seldust minna en árin á undan. Microsoft setti reyndar nýja útgáfu af Xbox, Xbox 360, á markaðinn í lok árs 2005 og er þá undan Sony sem frestaði markaðssetningu á Sony Playstation 3 (PS 3) fram á haust 2006. Ekki er vitað hvenær Nintendo setur Revolution vél sína á markaðinn á þessu ári. Þegar Sony setti PS2 á markaðinn náði fyrirtækið

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.