Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 6
Ritstjórnarspjall Blaðið ykkar Bryiuiís Krisljánsdóttir T. A. il hvers gefa stéttarfélög útfélagsblað? Mjög mörg stéttarfélög gefa út félagsblað og eru blöðin jafn misjöfn og þau eru mörg. Sum eru eingöngu fréttablöð, þ.e. blöð sem hafa þann eina tilgang að miðla upplýsingum um starfið í félaginu og oft þá eingöngu því starfi sem stýrt er af stjórn félagsins. Onnur eru hvort tveggja í senn frétta- og fagblöð þar sem saman fer faglegt efni, unnið af hinum ýmsu félagsmönnum sem og fréttir af starfi félagsins og öðru sem gagn og gaman er fyrir félagsmenn að vita. Hjúkrunarfræðingar hafa gefið út félagsblað síðan 1925 og hefur það tekið miklum breytingum í áranna rás. Margir hafa lýst skoðunum sínum á því hvemig Tímarit hjúkrunaifrœðinga eigi að vera og því er ekki að neita að einkum heyrast tvær raddir, sem tjá sig um þetta mál, þ.e. þær sem segja að blaðið eigi að einbeita sér að faglegu efni og hinir sem segjast ekki lesa rannsóknargreinar og vilja eingöngu létt efni og fréttir. Eitt af markmiðunum með útgáfu félagsblaðs er að vera nauðsynlegur tengiliður milli félagsmanna og stjórnar félagsins. Einnig að það verki sem tengiliður félagsmanna á milli. Það skiptir því miklu máli að allir hjúkmnar- fæðingar hafi áliuga á að lesa lilaðið. Því var valin sú leið að fara bil beggja og í hverju blaði em rannsókargreinar, eða annað fræðilegt efni, en einnig léttara efni, s.s. viðtöl við hjúkrunarfræðinga („hin hliðin“), álit hjúkmnar- fræðinga á hinum ýmsu málum („Þankastrik), framhaldssaga, o.fl. Auk þess sem formaður tekur oft fyrir, í pistli sínum, mál sem em efst á baugi hjá hjúkrunarfræðingum eða í heilbrigðisþjónustunni og oftar en ekki vekja þau skrif almenna athygli. Uppsetning blaðsins er á þann veg að rannsóknargreinar og fræðilegt efni (þyngri hlutinn) er á fremstu sfðum blaðsins en fréttir frá félaginu, og erlendum félögum hjúkrunarfræðinga, eru á aftari síðum þess og eru aðgreindar frá öðm efni með titilsfðu. Þannig á að vera aðgengilegt fyrir hjúkmnarfæðinga að nálgast það efni sem þeir hafa mestan áhuga á hverju sinni. Rík áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð í hvívetna. Margir hafa nefnt að þeir rífi blaðið úr plastinu um leið og það berst og lesi það spjaldanna á milli. Aðrir segjast lesa það í „skömmtum" auk þess sem alltaf komi upp sú staða að fletta þurfi upp á efni eða upplýsingum í einhverju blaðinu. Þetta metum við svo að blaðið sé á réttri leið. Og til að auðvelda lesendum að geyma blaðið á aðgengilegan hátt hafa verið útbúnar sérstakar möppur fyrir það sem taka um tvo árganga hver. Því miður hafa þó heyrst einstaka raddir sem segjast aldrei lesa blaðið og ekki einu sinni taka það úr plastinu! I raun segir það meira um viðkomandi en blaðið. Ritstjórn er ávallt tilbúin að hlusta óskir hjúkrunarfræðinga varðandi efni og efnistök í hlaðinu og ritstjóri hefur ítrekað við formenn fagnefnda og svæðisdeilda að senda efni í l)laðið. Eins og lesendur hafa tekið eftir em sumar nefndir og deildir duglegri en aðrar að svara þessu kalli en hinar hafa enn tækifæri til að hæta þarna úr. Það er mikilsvert fyrir alla hjúkrunarfræðinga að fá fréttir (og myndir) af starfsfélögunum og þar er blaðið er rétti miðillinn. Hér er því ítrekuð hvatning til allra stofnana sem starfa innan félagsins að hirta fréttir af störfum sínum. Að auki em ítrekuð tilmæli formanns ritnefndar til þess fjölda hjúkrunarfræðinga sem þegar hefur skrifað fræðigreinar að koma greinunum til ritstjóra til birtiugar í blaðiuu. Talsverðar breytingar verða nú á næstunni á högum starfskvenna á skrifstofu félagsins. I blaðinu er sagt frá starfslokum Ingibjargar Gunnarsdóttur og í næsta blaði verða nýjar starfskonur kynntar félagsmönnum. Sú sem þetta skrifar lætur nú af störfum því Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri, kemur til starfa á ný að loknu bamsburðarleyfi. Ég vil þvf nota tækifærið og þakka fyrir það tækifæri að fá að starfa fyrir hjúkmnarfræðinga. Þetta hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur tími sem hefur gefið mér góða innsýn í hinn fjölbreytta heim hjúkmnar. Auk þess sem mér hlolnaðist sá heiður að vera titluð: „Fröken hjúkrunarkona . . .“ af lækni einum hér í borg. Sérstakar þakkir fyrir einkar gott samstarf og ánægjuleg kynni langar mig að senda öllum samstarfskonum mínum á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ritnefnd sem og öllum þeim hjúkmnarfræðingum sem, á einn veg eða annan, hafa unnið með mér að blaðinu. & Breidholts ^sStjörnu Apófek Apótek HAFNARSTRÆTl 91-95 Álfabakka 12, Mjódd, Sími: 557-3390 Opið virka daga kl. 09.00-19.00 AKUREYRI og laugardaga kl. 10.00-14.00 SÍMI: 463-0452 Garðs Apótek Sogavegi 108, v/Réttarholtsveg 108 Reykjavík, Sími: 568-0990 6 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.