Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 27
ekki endilega í hve miklum mæli viðkomandi er í tengslum við skjólstæðinga. Lagður var spurningalisti fyrir þá sem lentu í úrtakinu í gegnum síma. Könnunin fór fram í október og var svarhlutfall í heildina 79,9%, þ.a. var svarhlutfall hjúkrunarfræðinga 81,6 %. Umsjón með könnuninni af hendi Félagsvísindastofnunar hafði Guðlaug J. Sturludóttir, en Steinunn Gestsdóttir sá um úrvinnslu og skýrslugerð. Helstu niðurstöður Svör voru greind eítir fjórum bakgrunnsbreytum, kyni, aldri, deild sem unnið var á og stéttarfélagi, sjá mynd 1. Tilgangur könnunarinnar var meðal annars að skoða tíðni og umfang ofbeldis gagnvart starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsgeirans. Spurt var um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þegar spurt var hvort fólk teldi ofbeldi vera til staðar á sinni deild eða vinnustað sögðu 36,4% svo vera. Hins vegar komu mismunandi svör eftir kyni, vinnustað og stéttarfélagi viðkomandi, sjá mynd 1. Til viðbótar má nefna að verulegur munur var á svörum fólks eftir aldri, þannig að 48,5% fólks, sem var þrítugt eða yngra, töldu ofbeldi vera til staðar á sinni deild eða vinnustað en það átti við um mun færri í eldri hópunum. Karlar sögðu mun oftar að ofbeldi væri til staðar á sinum vinnustað en konur. Ekki er ólíklegt að það megi að einhverju leyti rekja til þess að karlar unnu frekar á deildum þar sem ofbeldi var mikið, til dæmis á geðdeildum. Sem dæmi má nefna að 37,3% karla unnu á geðdeildum en aðeins 8,4% kvenna. Skv. könnuninni var ofbeldi talið algengast á geð- deildum/áfengisdeildum og fangelsum, eða yfir 70%. Einnig var mikill munur eftir stéttarfélögum, en 45,3% af starfsfólki Mynd 1 Hlutfall svarenda sem taldi ofbeldi vera til staðar á sinni deild eða vinnustað - greint eftir kyni, deild og stéttarfélagi. Mynd 2 Hlutfall af svarendum sem hafði orðið fyrir svívirðingum, Iiótunum, líkamlegri eða kynferðis- legri áreitni í orðum á síðastliðnum sex mánuðum. Amiars vegar allir og hins vegar hjúkrunarfræðingar. öðrum spurningum. Til dæmis höfðu 22,5% af heildinni orðið fyrir minniháttar ofbeldi á þessum ti'ma. 46 einstaklingar voru beittir meiriháttar líkamlegu oílieldi á síðastliðnum sex mánuðum, sem er 5,8% af öllum svarendum. Eins og fram kemur á næstu mynd höfðu 24,3% orðið fyrir h'kamlegu ofbeldi, iiðru en kynferðislegu, á sama tíma. Sóknar taldi oflieldi vera til staðar á sinni deild, 36,8% af félagsmönnum SFR og 26,7% hjúkrunarfræðinga. Ekki er ólíklegt að mismunandi skipting starfshópanna á deildir og mismunandi samsetning þýðis milli stéttarfélaga skýri að hluta þessa dreilingu. Þeir sem löldu að ofbeldi væri til staðar voru spurðir hversu algengt þeir töldu ofbeldi vera. Alls löldu 39,8% þeirra ofbeldi vera mjög eða frekar algengt, 12,0% töldu það hvorki algengt né óalgengt en 48,2% töldu oflieldi á sinni deild vera frekar eða mjög óalgengt. Spurt var um hvort fólk hefði orðið fyrir oflieldi, annars vegar sfðastliðna sex mánuði og hins vegar hvort það hefði einhvem tíma orðið fyrir ofbeldi. Spurt var um nokkrar gerðir oíbeldis, það er svívirðingar, alvarlegar hótanir, kynferðislega áreitni í orðum, líkamlega kynferðislega áreitni og nauðgun eða tilraun til nauðgunar og líkamlegt ofbeldi annað en kynferðislegt. Upplýsingar, sem byggja á sex mánaða tfmabili, segja að nokkm til um tíðni ofbeldis á vinnustöðum, en hins vegar gefa spurningar, sem eru óháðar tíma, einnig ákveðnar upplýsingar. Þó verður að taka þeim með fyrirvara um mismunandi starfsaldur og gleymsku á atburði. Þannig liafa fleiri hjúkrunarfræðingar orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma en aðrir starfshópar í könnuninni og skýrist það líklegast af mun lengri starfsaldri þeirra eða 17,6 árum að meðaltali á móti 10,6 árum hjá SFR og 8,3 ámm hjá Sókn. Þannig hefur um fjórðungur hjúkmnarfræðinga orðið fyrir kynferðislegri áreitni í orðum og Hlutfall 0 10 20 30 40 50 60 70 80 *** mjög marktækur munur (öryggismörk 0,001). ** vel marktækur munur (öryggismörk 0,01) * marktækur munur (öryggismörk 0,05). Hlutfall sem hefur á sl. sex mánuðum orðið fyrir... Svívirðingum Hótunum Kynferðislegri tikamlegri áreitni í orðum kynferðislegri áreitni Áhugavert er að skoða þessar tölur með hliðsjón af nokkrum TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.