Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 9
skoðar og endurskilgreinir sjálfan sig og afstöðu til ýrnissa þátta í eigin lífi. Við það öðlast hann nýjan og dýpri skilning á sjálfum sér og lífi sínu. Newman nefnir þetta fyrirbæri einnig að greina eigið lífsmunstur. Það að greina eigið lífsmunstur er lykilatriði í þroska manneskjunnar og örvar útvíkkun á sjálfsvitund hennar. Á fimmta til sjöunda stigi flyst áhersla k einstaklingsins frá honum sjálfum til þess að ná út fyrir sig sjálfann og komast í nánari tengsl við aðra, umheiminn og við guð. Newman lítur á heilbrigði í mjög víðtæku samhengi. Hún hafnar hugmyndinni um heilbrigði sem það ástand að vera án sjúkdóma. Skilgreining hennar vísar til samruna á fyrirbær- unum heilbrigði (án sjúkdóma) og sjúkdómur. Sjúkdómsmynd einstaklings er ein hlið á lífsmunstri hans og getur gefið mikilvægar upplýsingar um lífsmunstrið. Sjúkdómar þurfa ekki að vera neikvæð fyrirbæri og eru heldur ekki skilyrði fyrir frekari þroska. Öll reynsla er mikilvæg. Aðalatriðið er að vera opinn fyrir því sem að höndum ber, að viðurkenna reynslu sína og vinna úr henni á uppbyggjandi hátt (Newman, 1986, 1994). Sú reynsla að fá sjúkdóm getur verið atburður sem markar tnnamót - umbreytingu - í lífi einstaklings. Annars konar reynsla, vá eða missir af ýmsum orsökum getur á sama hátt k valdið svipuðum þáttaskilum. Meginmarkmið hjúkrunar samkvæmt kenningu Newman er að hjálpa einstaklingnum að greina eigið lífmunstur (Newman, 1986, 1989, 1994; Newrnan, Lamb og Michaels, 1991). Grundvallarforsenda þess er að mynda meðferðarsam- band við einstaklinginn á hans eigin forsendum. Taka skal þátt i reynslu hans af einlægni og raunverulegum áhuga á án þess að leggja mat hvað sé gott/slæmt eða rétt/rangt. Leggja ber áherslu á lífsviðhorf einstaklingsins sjálfs og það sem hann telur að skipti mestu máli í lífi hans. Hjúkrunarfræðingurinn endurvarpar þeim skilningi, sem hann hefur fengið, til ein- staklingsins í þeim tilgangi að hjálpa honum frekar að átta sig á sjálfum sér. Á þessum forsendum er síðan unnið með honum að því að bæta líðan og efla þroska hans, líf og hagi. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingurinn treysti því að í við samskiptin vaxi og þroskist ekki einungis skjólstæðingurinn heldur einnig hjúkixinarfræðingurinn sjálfur. Sjálfsskilningur og næmi hjúkrunarfræðings á sjálfan sig er nauðsynlegt og grundvöllur þess að geta áttað sig á skjólstæðingnum. Fólk með langvinna lungnasjúkdóma Það getur markað mikil tímamóti í lífi fólks að þurfa að takast á við langvinna lungnasjúkdóma. Langvinnir lungna- sjúkdómar vísa í þessari rannsókn til sjúkdómsskilgreiningar- innar „Chronic Obstructive Pulmonary Disease" (COPD). Hjá fólki með COPD verður truflun á loftflæði í lungunum og slíkt leiðir til súrefnisskorts og uppsöfnunar á koltvísýringi í b'kamanum. í kjölfarið koma margvísleg og flókin vandamál. Andþyngsli, sent skilgreind hafa verið sem upplifun einstakl- mgs á erfiðri öndun (Gift, 1987), eru mest áberandi einkenni fólks með COPD. Önnur einkenni eru mæði, hósti, uppgangur, þyngsli fyrir brjósti, þrekleysi. lystarleysi, pirringur, þreyta, truflun á svefni og hvíld, kvíði, þunglyndi, einmanaleiki, erfiðleikar við heimilisstörf, erfiðleikar við að stunda áhuga- mál, fjárhagsvandi, áhyggjur af atvinnu, erfiðleikar í félags- legum samskiptum, truflun á samskiptum í fjölskyldu, truflun á kynlífi og félagsleg einangrun (Beck, Scott, Teague, Perez og Brown, 1988; Dudley, Wermuth og Hague, 1973; Kinsman o.fl., 1983; Hanson, 1982; McSweeney, Grant, Heaton, Adams og Timms, 1982; Prigatano, Wright og Levin, 1984; Williams og Bury, 1989). Sýnt hefur verið fram á að lífsgæði fólks með COPD eru skert. Hins vegar hafa rannsóknir leitt í Ijós að ekki er fylgni á milli ýmissa mælinga á alvarleika sjúkdóms og skerðingar á lífsgæðum (Prigatano o.fL, 1984; sjá einnig Leidy og Haase, 1996). Þó hafa komið fram þættir sem hafa bein áhrif á lífs- gæði, en þeir eru kvíði, lágt sjálfsálit, þunglyndi, félagslegur stuðningur og aldur (Anderson, 1995; Prigatano o.fl., 1984). Starfræn færni sem þáttur í lífsgæðum vfsar til líkamlegra, sálrænna, félagslegra og trúarlegra athafna sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi. Leidy og Haase (1996) lýstu þremur atriðum sem hafa áhrif á starfræna færni. Þeir voru sú fullnægja sem fólk fær við að framkvæma athafnir, atriði sem draga úr fólki og vísa til sjúkdómseinkenna og aukaverkana meðferðar. Að lokum eru atriði sem efla fólk og gera mikilvægar athafnir mögulegar og einkennast af þekkingu, ekki einungis á sjúk- dómi og meðferð hans, heldur þeirri reynslu og þeim skilningi sem fengist hafði á því að lifa með sjúkdómnum. McBride (1993) lýsti eftirfarandi viðhorfum fólks með COPD til þess að taka þátt í athöfnum sem taldar voru auka athafnaþrek: Að sætta sig við og gefa eftir, vitandi að einstaklingurinn verður að lifa með takmörkum sem sjúkdómurinn setur, ákveðni og þrautseigja sem einkenndust af baráttuanda og að lokum var óþolinmæði sem vísaði til þess að þurfa að halda sínu striki án þess að verða fyrir truflun. Fólki með COPD hefur verið lýst þannig að það sé sífellt í tilfinningalegri spennitreyju (Dudley o.fl., 1973). Það forðast að lenda í aðstæðum sem krefjast aukinnar súrefnisnotkunar eða aukinnar uppsöfnunar koltvísýrings því við það fer hið við- kvæma jafnvægi öndunar úr skorðum. Það þarf að gæta þess að verða ekki verulega kvíðið, reitt eða glatt þvf það krefst auk- innar notkunar á súrefni og meiri öndunarvinnu. Það getur heldur ekki látið eftir sér sinnuleysi, þunglyndi eða djúpa slökun, því það leiðir til frekari uppsöfnunar á koltvísýringi og of litla öndun, sem leiðir einnig af sér súrefnisskort. Afleið- ingarnar verða notkun varnarhátta eins og einangrunar, afneit- unar og bælingar. Notkun þessara vamarhátta er mikilvæg fyrir líðan þessa fólks og í mörgum tilvikum hrein lífsnauðsyn. Hliðstæðu þessarar lýsingar er að finna hjá Callahan (1982) en hún segir fólk með COPD bera á sér andlitsgrímu. Andlits- gríman gefur til kynna krefjandi og óánægt fólk en undir grímunni em manneskjur sem berjast af örvæntingu við að draga andann og geta ekki leyft sér að vera þær persónur sem þær em. Kynjamunur hefur verið skoðaður í nokkmm rannsóknum án þess að skýrar línur hafi fengist (Leidy, 1995; Leidy og Traver, 1995). Sexton og Munro (1988) greindu frá því að konur með COPD mátu heilsu sína lakar, bjuggu við meiri streitu og minni ánægju með líf sitt en konur án langvinnra sjúkdóma. Álag í fjölskyldum fólks með COPD hefur komið fram. Hjá Sexton og Munro (1985) kom fram að eiginkonur manna með COPD höfðu dregið úr félagslegri virkni, tekið á sig ný hlutverk og ábyrgð, höfðu sjaldnar kynmök við eiginmann, ræddu vandamál minna við eiginmann, mátu heilsu sína lakar og bjuggu við meiri streitu og minni ánægju með líf sitt en eigin- konur manna sem ekki höfðu langvinnan sjúkdóm. Fyrrnefndi TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA I. tbl. 73. árg. 1997 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.