Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 21
Heimildir: A vision for nursing education (1993). National League for Nursing. Netv York, National League for Nursing. Benner, P. (1984). From novice to expert. Menlo Park, Kalifornía: Addison- Wesley. Benner, P., Tanner, C.A. og Chesla, C.A. (1996). Expertise in nursing practice. New York: Springer. Carper, B. (1978). Fundamental patterns of knowing in nursing. Advances in Nursing Science, 7(1), 13-23. Drevdahl, D. (1995). Coming to voice: The power of emancipalory community interventions. Advances in Nursing Science, 78(2), 13-24. Kirkevold, M. (1996). Vitenskap forpraksis? Oslo: ad Notam Gyldendal. Kristín Björnsdóttir. (1994). Sjálfsskilningur íslenskra hjúkrunarkvenna á tuttugustu öldinni: Orðræða og völd. ( Hagnhildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir (ritstj.). Fléttur: Ritröð Rannsóknastofu C kvennafrœðum við Hdskóla íslands. líeykjavfk: Rannsóknastofa í kvennafræðum í Háskóla íslands. Margrét Guðmundsdóttir (1992). Verðir heilhrigðinnar: Hjúkrunarfélagið Líkn 1915-1935. ( Helgi M. Magnússon, ritstj. Söguspegill: Afmœlisril Árbæjarsafnsins. Reykjavík: Árbæjarsafn og Hið fslenska bókmenntafélag. Macleod, M.L.P. og Farrell, P. (1994). The need for significant reform: A practice-driven approach to curriculum. Journal of Nursing Education, 33(5), 208-214. Pew Health Professions Commission (1995). Critical challenges: Revitalizing the healtli care professions of the twenty-first century. San Francisco, Kaliforníu: UCSF Center for Health Professions. Salvage, J. (1990). The theory and practice of the 'New Nursing.' Nursing Times, 86(4), 42-45. Tanner, C.A., Benner, P., Chesla, C. og Gordon, D.R. (1993). The phenomenology of knowing the patient. Image, 25(4), 273-280. Annar fjölmennur skóli innan hjúkrunarfræðinnar leggur megináherslu á heildræna nálgun í hjúkrun þar sem samskipti hjúkrunarfræðinga og sjúklinga eru lykilatriði. í Englandi tengist þessi stefna t.d. hefð sem hlotið hefur nafnið "The New Nursing.“ Þessi stefna leggur megináherslu á hinn klfnfska þátt hjúkrunarstarfsins en dregur jafnframt úr stjórnunar- þættinum. í starfi sínu byggir hjúkrunarfræðingurinn á vís- indalegri þekkingu og starfar sjálfstætt. Það er hins vegar áherslan á að þróa meðferðarsamband ntilli hjúkrunarfræð- mgsins og sjúklingsins sem að margra mati er lykilatriði. Hér er átt við þá stefnu að það samband, sem myndast milli hjúkrunarfræðingsins og sjúklingsins, sé miðpunktur í störfum hjúkrunarfræðinga. Þetta samband byggist á virkri þátttöku skjólstæðingsins og einkennist af virðingu og samhygð. Svipaðar hugmyndir hafa komið fram hjá fjölmörgum liöfund- um. Með því að kynnast heimi sjúklingsins, reynslu hans, lífshlaupi og sjálfsskilningi getur hjúkrunarfræðingurinn veitt mikilvægan stuðning og leiðbeiningu. Það er t.d. áhugavert að í nýlegum rannsóknum á því hvað hjúkrunarfræðingar telja mikilvægt til að veita árangursrfka umönnun nefna langílestir það að þekkja sjúkling í skilningnum að þekkja persónu hans °g mynstur viðbragða við mismunandi aðstæðum (Tanner, Benner, Gordon og Chesla, 1993). Þessi síðari skóli, sem hér var lýst, hefur ekki heldur farið varhluta af gagnrýni. Jane Salvage (1990) bendir t.d. á ýmsar mótsagnir sem verði að leysa til að þessi hugmynd verði að raunveruleika. Telur hún að hjúkrunarfræðingar verði að taka mið af væntingum sjúklinga í garð hjúkrunarfræðinga við endurskilgreiningu á störfum þeirra. Jafnframt bendir hún á að til að þessar hugmyndir gangi upp verði félagsmótun hjúkrunarfræðinema og störf hjúkrunarfræðinga að breytast. í því sambandi nefnir hún ýmsar rannsóknaniðurstöður sem benda til þess að enskir hjúkrunarfræðingar skilgreini starf sitt fyrst og fremst sem aðstoðarmannsstarf við lækna og hjúkrunarfræðinemar virðist leggja sig fram um að falla inn í slíkt kerfi. Loks varar hún við því að vegna lélegrar mönnunar, takmarkaðs tíma, staðnaðs og ósveigjanlegs skipulags og þess öryggis sem rútínubundið vinnuskipulag bjóði upp á, geti reynst þrautinni þyngra að endurskilgreina störf hjúkrunarfræðinga. Þar sem hjúkrunarmenntun er í mfnum huga samofin hjúkrunarstarfinu hlýtur stefnumörkun 1 menntunarmálum að mótast að verulegu leyti af þeim aðstæðum sem nemendur búa við á stofnunum. Lokaorð Hinar mismunandi stefnur innan hjúkrunarfræðinnar, sem ég hef nú rakið, eru að mínu mati fyrst og fremst til marks um framþróun innan fagsins. Hins vegar verður því ekki neitað að samfara fjölbreytileika og tilkomu ólíkra hefða og skóla innan hjúkrunar er úr vöndu að ráða fyrir °kkur sem stöndum að hjúkrunarmenntun. Við verðum að gera upp við okkur hvort við ætlum að fylgja einhverri einni hefð eða reyna að kynna sem flestar. Það er mín skoðun að slík stefnumörkun í hjúkrunarmenntun eigi sér stað í samræðum allra hjúkrunarfræðinga því við tökum öll sameiginlega þátt í að mennta hjúkrunarfræðinga h'amtíðarinnar. Grein þessi er byggð á erindi sem höfundur hélt á Hjúkrunarþingi Félags (slenskra hjúkrunarfrœðinga ( október árið 1996. Lára Long, Ijósmyndari Maður þarf ekki að vera í jólafötunum hjá ljósmyndaranum! LJOSMYNDARINN í MJODDINNI SÍMI 557 9550 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.