Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 10
hópurinn hafði mestar áhyggjur af heilsufari eiginmanns og hvort hann mundi ná sér aftur eftir alvarleg andþyngslaköst. Niðurstöður Cosette og Lévesque (1993) sýndu einnig að heilsu eiginkvenna manna með COPD er ábótavant. Tæpur helmingur kvennanna notaði geðlyf. Umfang þess eftirlits sem þær þurftu að viðhafa og erfiðleikar þeirra við að veita eiginmanni tilfinningalegan stuðning tók einnig mjög á þær. Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa lífsmunstri fólks með COPD, þeirri merkingu sem það leggur í líf sitt og hvemig sú merking tengist heilbrigði sem byggir á kenningu Newman um heilbrigði sem útvíkkun á sjálfsvitund manneskj- unnar. Eftirfarandi rannsóknarspurningar vom settar fram: 1. Hvert er lífsmunstur fólks með COPD? 2. Endurspeglar sjúkdómsmunstur COPD lífsmunstur þátttakenda? 3. Greina þátttakendur eigið lífsmunstur og hvernig tengist sá skilningur heilbrigði þeirra? ÞÁTTTAKENDUR OG AÐFERÐ Aðferðafræðilega styðst rannsóknin við túlkunar- fyrirbærafræði (hermeneutic phenomenology) (Benner, 1985; Leonard, 1989; Newman, 1990; Palmer, 1969; van Manen, 1990). Viðfangsefni slíkra rannsókna grundvallast á túlkun þar sem reynt er að lýsa þeirri merkingu sem fólk leggur í líf sitt og aðstæður í ljósi sögu þess, menningarlegs bakgmnns, tungu- máls og líkamlegrar skynjunar þess á sjálfu sér. Markmiðið er að öðlast betri skilning en fyrir var á fyrirbærinu sem rann- sakað er (Polkinghorne, 1983). Alhæfingargildi slíkra niður- staðna er takmarkað en þær geta verið mikilvægar í því umhverfi sem þær em sprottnar úr og geta einnig gefið vís- bendingar og aukið skilning sem leitt getur til nýrra og betri leiða við lausn hliðstæðra viðfangsefna. Aðferð Djúp viðtöl var sú rannsóknaraðferð sem beitt var. Djúp viðtöl byggja á samræðum rannsakanda og þátttakanda um viðfangsefni rannsóknarinnar (Helga Jónsdóttir, 1992; Kvale, 1983; Mishler, 1986; Weber, 1986). Saman ræða þeir merk- ingu ákveðins fyrirbæris, f þessu tilviki mikilvæga atburði í lífi þátttakenda, en þannig fæst fram sú merking sem þátttakandi leggur í líf sitt og aðstæður (Bramwell, 1984; Newman 1987, 1990). Þekking þróast því í samvinnu þeirra beggja. Ef rannsakandi sá ástæðu til að dýpka umræðurnar fylgdi hann því eftir með viðeigandi spurningum. Einnig bar hann upp spurningar um atriði sem vöktu athygli hans eftir því sem við átti. Erfitt er að ákveða fyrirfram nægjanlegan fjölda viðtala við þátttakendur. í þessari rannsókn var höfð hliðsjón af niðurstöðum Acker, Barry og Esseveld (1983) en hjá þeim kom fram að allt að fimm viðtöl geti verið nauðsynleg fyrir þáttta- kanda til að geta gefið rétta mynd af því sem hann raunveru- lega vill segja. Gengið var út frá þeirri hugmynd að þátttaka í djúpum viðtölum geti haft meðferðargildi og verið hvati frekari þroska einstaklingsins vegna þess innsæis sem viðkomandi getur öðlast í líf sitt og aðstæður við samræðurnar (Helga Jónsdóttir, 1992; Heron, 1981; Hutchinson, Wilson og Skodol Wilson, 1994; Newman, 1987, 1990, 1994; Weber, 1986). Valið var að framkvæma rannsóknina á tímapunkti þegar þátttakendur höfðu veikst alvarlega vegna lungnasjúkdóms síns og þurft að leggjast á sjúkrahús. Álitið var að á slíkum tímapunkti gætu þátttakendur verið komnir í strand og þurft að íhuga breytingar á lífi sínu. Á þennan hátt var möguleiki til aukins sjálfsskilnings samþættaður sjálfu rannsóknaferlinu. Réttmæti niðurstaðna má varðveita með því að bera túlkun rannsakanda undir dóm þátttakenda rannsóknarinnar og var það gert í þessari rannsókn (Heron, 1981; Newman, 1987, 1990; 1994; Reason og Rowan, 1981). Réttmæti rannsóknar f heild sinni er einnig mikilvægt en það er hægt að meta m.a. út frá trúverðugleika rannsóknarinnar. Þá er átt við þekkinga- fræðilegan bakgrunn höfundar og hversu trúverðug lýsing og beiting hans er á hugtökum, aðferðum, niðurstöðum og álykt- unum. Trúverðugleikinn er metinn af þeim sem lesa rann- sóknina og nýta hana í eigin störfum (Mishler, 1990; Sandelowski, 1993). Urtak ogframkvœmd Úrtakið var þægindavalið og naut rannsakandi aðstoðar tveggja hjúkrunarfræðinga á lungnadeild Vífilsstaðaspítala en þar fór fyrsta viðtal fram. Viðmið við val á úrtaki var eftir- farandi: a) COPD er aðalsjúkdómur þátttakanda, b) þátttak- endur eru 40-65 ára gamlir, c) þáttakendur búa að jafnaði á eigin heimili og d) þátttakendur eru viljugir og eiga auðvelt með að tjá sig. Að fengnu leyfi Rannsóknasiðanefndar Minnesota- háskóla, Tölvunefndar ríkisins, Siðanefnar læknaráðs Land- spítala og Hjúkrunarrannsóknamefndar Landspítala var gerð forrannsókn með þátttöku þriggja einstaklinga til að ákvarða fjölda viðtala við hvern þátttakanda, meta viðmið við val á úrtaki og til að meta þá aðferð sem nota skyldi við að staðfesta réttmæti á niðurstöðum! Einungis einu atriði í framkvæmd rannsóknarinnar var breytt frá upphaílegri áætlun. Efri aldurs- mörk vom lækkuð úr 80 ámm í 65 ár þar sem vísbendingar vom um að öldmnarbreytingar hjá eldri einstaklingum gætu breytt þeirri mynd sem draga átti upp. Voru gögnin úr forrann- sóknini notuð f aðalrannsókninni. Viðtölin fóm fram þar sem þátttakendur kusu en það var á lungnadeild Vífilsstaðaspítala, á endurhæfingardeild, á heimili þátttakenda og skrifstofu rannsakanda. Eftir ábendingu annars af tveimur hjúkmnarfræðingum lungnadeildarinnar sem kynnt hafði rannsóknina fyrir hugsanlegum þátttakendum hitti rannsakandi þátttakanda, kynnti rannsóknina frekar og fór fram á þátttöku í rannsókninni. Ef þátttakandi samþykkti þátttöku undirrituðu hann og rannsakandi samning (Upplýst samþykki um þátttöku í rannsókn) og fyrsta viðtal fór fram. Tveir einstakl- ingar hættu við þátttöku, annar í fyrsta viðtali þar sem hann vildi ekki ræða reynslu sína við rannsakanda og hinn eftir fyrsta viðtal vegna þess að honum fannst of mikið um að vera í lífi sínu þá stundina. Tíu einstaklingar tóku þátt f rannsókninni, sex karlmenn og fjórar konur. Meðalaldur þeirra var 61 ár (40-78 ára). Tveir unnu fulla vinnu, tveir hlutavinnu og sex vom ófærir um að vinna. Tveir þátttakenda létust skömmu eftir að viðtölunum lauk. Allir höfðu haft einkenni frá lungum í a.m.k. 15 ár. Gagnasöfnun og greining gagna Fimm viðtöl vom tekin við alla þátttakendur nema einn þátttakanda, þar sem fjögur viðtöl vom tekin vegna samgöngu- erfiðleika. Fyrstu tvö viðtölin vom tekin á lungnadeildinni eða endurhæfingardeildinni með viku millibili að jafnaði. Áætlað var að taka þrjú síðari viðtölin með eins mánaðar millibili en það reyndist ekki unnt og var tími á milli fyrsta og sfðasta viðtals 7,8 mánuður að meðaltali (4-16 mánuðir). Viðtölin vom tekin upp á segulband og síðan vélrituð orðrétt upp. Fór TÍMARIT HJliKUUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.