Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 12
bjargað frá drukknun. Eftir það hafði hann stöðug öndunar- færavandamál sem erfiðlega gekk að hafa stjórn á. Fyrstu árin þar á eftir voru sérstaklega slæm. Hann sagði: „Ég átti voða erfitt tímabil. Þá byrjuðu þessar sjúkrahúslegur og þá fór þetta virkilega mikið að há mínu starfi og minni geðheilsu.“ Úr öndunarfæravandamálunum rættist nokkuð, en við fertugsaldur voru sjúkrahúsinnlagnir Björns orðnar fjörutíu. c) Erfiðleikar við að tjá sig og tengjast öðrum Erfiðleikar við að tjá sig og tengjast öðrum voru sérstak- lega áberandi í frásögu meginþorra þátttakenda. Meirihluti þeirra talaði mikið um að fólk í umhverfi þess, bæði nánir ættingjar og kunningjar, skildi ekki þá erfiðleika sem þeir bjuggu við. Þeir voru ósáttir við að njóta ekki meiri skilnings, en voru jafnframt ófærir um að láta í ljósi tilfinningar, skoðanir, óskir og þarfir. Skýrt kom fram að þátttakendur voru ekki í andstöðu við aðra. Þeir töluðu heldur ekki um að aðrir hefðu gert á hlut þeirra. Þrátt fyrir að meginþom þátttakenda talaði á þessum nótum þá voru nokkrir sem ekki könnuðust við nein vandamál í samskiptum við aðra. Hins vegar mátti greina þessi einkenni í frásögu þeirra þrátt fyrir að þau segðu slíkt ekki með berum orðum. Dæmi um þá sem töluðu um samskiptaerfiðleikana er Dísa. Hún talaði um að hún hefði lokað sig af og væri lítið meðal fólks og það taldi hún slæmt. Hún sagði: „Mér finnst ég þurfi að tjá mig, en mér finnst ég ekki hafa neinn, neinn hlustanda þó ég sé að reyna.“ Um eiginmann sinn sagði hún: „Það er ekki af því að það sé innrætið, það er bara, hann [eiginmaðurinn] veit ekki hvað hann á að segja.“ Síðar sagði hún: „Ég held að það sem mestu máli skiptir þegar maðir lendir í veikindum sé að hafa einhvern til þess að tala við.“ Dísa bjó á landsbyggðinni og vildi alls ekki að fólkið í plássinu vissi neitt um veikindin. Hún treysti fólki takmarkað. Þegar fólk sýndi henni áhuga túlkaði hún það sem hnýsni og sagði: „Allt [er] lagt út á versta veg. . . . Þegar fólk er að spyrja, þá finnst mér, forvitnin, mér finnst sko fólki ekki koma þetta við.“ Hún sagðist bregðast við „asnalegum spumingum“ með því að vera dónaleg. Karl lýsti einangrun sinni m.a. á eftirfarandi hátt: t Það má segja að maður verður ósjálfrátt svolítið mannfælinn. Maður kemur inn í banka eða einhvers staðar, hvar sem maður kemur, þá stendur maður og byrjar að gapa eins og þorskur á þurru landi áður en maður getur byrjað að tala. Það er ekkert skemmtilegt. Svo maður fer meira einförum. Dæmi um þá sem ekki könnuðust við nein vandamál í samskiptum við aðra er Elsa. Hún átti eina vinkonu sem var hennar aðalstuðningsaðili auk unglingsdóttur hennar. Um stuðning utan fjölskyldunnar sagði hún: „Það er nú oft betra heldur en það sem er skylt þér.“ Ymsar vísbendingar voru um að systir hennar hjálpaði henni á margan hátt en Elsa nefndi það ekki og henni fannst fjölskylda hennar reyna að ráðskast með hana. Elsa átti erfitt með að taka ábendingum frá öðrum. Annaðhvort fór hún nákvæmlega að óskum annarra eða hún fór sínar eigin leiðir. Hún sagði: „Þetta er rosalegt að vera svona. Því að þó að ég hafi stundum rangt fyrir mér þá gef ég mig ekki. Ég læt það bara mást út svona.“ Friðriki var tíðrætt um ketti sína og sagði: „Það kemur ekkert í staðinn fyrir þá. Dýrin eru miklu meiri vinir manns heldur en mannskepnan. Ég legg ekki að jöfnu hvað ég vil heldur umgangast dýr heldur en mannfólk.“ d) Togstreita d milli eigin þarfa og vœntinga frá umhverfinu Fram kom sterk þörf hjá þátttakendum fyrir að vera eðlilegur í augum annarra. Að verða veikur var merki um veikleika og þeir vildu ekki vera upp á aðra komnir. „Ég vil ekki að mér sé hlíft“ var setning sem Gunnar endurtók oft. Einnig kom oft fram að þátttakendur reyndu að hylja sjúkdóm sinn fyrir öðrum, sérstaklega f tengslum við notkun á öndunarúðum en það gerðu þeir í einrúmi. Flestir þoldu sígarettureyk illa en áttu bágt með að láta í ljósi ósk um að tekið væri tillit til þess, jafnvel á eigin heimili. Nokkrir þátttakenda voru viðkvæmir fyrir athuga- semdum um sig sjálfa. Elsa sagði: „Ég er voða viðkvæm fyrir gagnrýni. Ef einhver gagnrýnir mig, tek ég það alveg ofsalega næm mér, einhverju sem ég áður bara hló að.“ Jakob var bóndi og þurfti oft á aðstoð að halda við búskapinn. Hann sagði: Maður hefur nú oft heyrt það þegar maður hefur verið að biðja menn að gera eitthvað fyrir sig að maður gæti þetta sjálfur. Að þetta væri ekkert nema leti, maður nennti því ekki. . . . Ef maður hafði ekki við þeim [sveitungum] í leitir og svoleiðis þá var það kölluð bara leti, nennti ekki að hreyfa sig, nennti ekki að hlaupa. Manni fannst þetta náttúrlega voðalega kuldalegt. e) Skortur á orðum til að lýsa andþyngslum Að jafnaði höfðu þátttakendur fá orð um andþyngsli sín og áhrif þeirra á daglegt líf. Það var þó töluvert mismunandi milli einstaklinga. Þrír þeirra gátu ekki lýst því hvernig andþyngslin sem slík birtust hjá þeim. Árni kannaðist lítið við andþyngsli. Aðspurður svaraði hann: „Þau eru ekki til þótt þau séu fyrir hendi núna. Já. Ég reikna ekki með þeim. Þau verða læknuð." Hann dó einum mánuði síðar. Friðrik talaði um að andþyngsli hindruðu alla hreyfingu og sérstaklega það að hann gat aðeins unnið létta vinnu vegna andþyngslanna. Hann lýsti því hvemig hann var þegar hann er vemlega slæmur. Hann sagði: „Ég næ bara ekki andanum. Ja, svona, ég næ andanum náttúrlega, en mér er ofboðslega þungt, ofboðslega þungt, ofboðslega þungt.“ Frásögn Karls var mun ýtarlegri. Hann lýsti oft og nákvæmlega hversu djúpstæð áhrif andþyngslin hefðu á líf hans svo til á hverri mínútu. Hann sagði: Maður getur svo margt gert þó maður sé kannski með slæma fætur eða handleggi, en lungun em svo sérstök að það er ekki hægt að vera við hvað sem er með þau ónýt. Þau eru eins og hjartað, veigamikil. Karl lagði líka áherslu á að áform hans í lífinu, sérstaklega hvað varðaði atvinnu, hefðu margsinnis riðlast verulega vegna lungnavandamáls hans. Einnig talaði Karl um að andþyngslin hefðu áhrif þegar hann mataðist, sérstaklega þegar honum væri hvað þyngst. Hann sagði: „Ég borðaði eiginlega ekkert, ég dró svo mikið úr vegna öndunarerfiðleika.“ Björn sagði eftirfarandi um astmaköst sín: „Ég gat ekki sagt orð. Köstin voru svo vond. Ég gat ekkert sagt. Þau vom svo slæm þessi köst að maður bara starði og vonaði og maður hafði hvorki kraft í að taka spreyið né að gera neitt. Þannig að maður var eiginlega [ósjálfbjarga].“ f) Skert virkni Virkniskerðing er mjög víðfeðmt fyrirbæri í lífi þátttakenda og má flokka hana í tvennt. Annars vegar er um að ræða skerðingu á líkamlegri virkni og hins vegar skerðingu á andlegri virkni. Þátttakendur áttu erfitt með líkamlega hreyfingu, s.s. að bera sig til við athafnir daglegs lífs og að stunda vinnu og tómstundir. Líkamleg hreyfiskerðing var mjög mismunandi, allt TÍMARiT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.