Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 38
Ingibjörg hættir! Ingibjörg er alllaf að og mátli /mC varla vera að því að lita upp fyrir Ijósmyndarann. ~M tteit ekki hvað hún Ingibjörg liefur hjálpað mér oft ( ry áranna rás, enda hef ég áreiðanlega talað við hana I oftar en 100 sinnum í sima, sagði Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfrœðingur, á ritnefndaifundi þegar það barst í tal að hún Ingibjörg Gunnarsdóttir vœri að hœtta á skrifstofu Félags (slenskra hjúkrunarfrœðinga eftir nœr 30 ára starf Án efa skipta þeir hundruðum hjúkrunaifrœðingarnir sem geta tekið undir þessi orð Hólmfríðar. En það er ekki hœgt að kveðja Ingibjörgu án þess að fá hana fyrst til að segja örlítið frá starfi sinu öll þessi ár. „Ég kom til starfa fyrir Hjúkrunarfélag íslands þann 1. mars árið 1968 og var ráðin til að sinna gjaldkerastörfum og sjá um bókhald og innheimtu félagsgjalda. Mig minnir að ég hafi haft 6000 kr. í laun á mánuði. Ég var ráðin í hálft starf og ekki var unnið á miðvikudögum þvf þá daga starfaði nefndin sem sá um úgáfu fyrsta hjúkrunarkvennatalsins. Auk mín var Alda Halldórsdóttir, ritari, í hálfu starfi á skrifstofunni og formaður var sú merkiskona, María Pétursdóttir. Félagsgjöld voru innheimt tvisvar á ári og þurfti að sækja greiðslur heim til þeirra félagsmanna sem ekki voru starfandi. Og það gerði ég. Að vísu fékk ég rnjög góða hjálp þvf hjúkrunarfræðingar sem unnu á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík innheimtu í þeim hvetium sem þeir störfuðu. Einnig fékk ég unglinga til að hjálpa mér við innheimtustörfin. Þess má geta að allt bókhald var handfært til ársins 1986 en þá fyrst kont tölvan. Auðvitað vann ég svo allt sem til féll á skrifstofunni. Það hefur alla tíð farið mikil vinna í úrlausn margvíslegra mála fyrir félagsmenn og mikil vinna var oft í kringum hjúkrunarfræðingaskipti á milli landa, einkum Norðurlandanna. Störf á svona félags- skrifstolu eru mjög krefjandi og þeim lýkur í raun aldrei, þannig að oftar en ekki stendur eitthvað útaf við dagslok en andinn hér liefur alltaf verið frábær, samstaðan eins góð og hægt hefur verið að hugsa sér og öll störf unnin af miklum áhuga og ánægju. Margs er að minnast Hjúkmnarfræðingar höfðu verið svo framsýnir að fara mjög snemma að safna sér fyrir húsnæði. Keypt var kjallara- íbúð í Hlíðunum, sem var eign Heimilissjóðs félagsins, og hún leigð út. Arið 1964 var hún seld og í staðinn keypt 170 nr húsnæði á 4. hæð í Þingholtsstræti 30. Hjúkrunarfélagið leigði hluta húsnæðisins af Heimilissjóðnum en auk okkar leigðu þar Jón Haraldsson, arkitekt, og Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir. Margs er að minnast á löngum starfsferli. Eftirminnileg er mér fyrsta inntaka nýrra félagsmanna skönmiu eftir að ég hóf störf hjá félaginu. Eftir útskrift boðaði stjórnin til fundar á Hótel Sögu og þar mættu allar nýju hjúkmnarkonurnar í hjúkrunarbúningunum með rauða rós í barmi. Að viðhöfðu nafnakalli komu þær upp og tóku við félagsmerkjunum sínum og árnaðaróskum frá félaginu. Þetta var ákaflega hátíðlegt og tíðkaðist í mörg ár að bjóða nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum til slíks fundar á einhverjum betri veitingastað í borginni. Aldrei gleymi ég heldur þegar Samtök heilbrigðisstétta voru stofnuð á skrifstofunni einn snjóþungan miðvikudag í janúar 1969. María kom kom þá með sparidúkinn sinn og sparibollana og við lögðum á borðið. Ég bjó síðan til kaffi inni í peningaskápnum, sem var einn fermetri að stærð og þjónaði bæði kaffigerð og skjalageymslu. Arið 1970 var haldið Norðurlandaþing hjúkmnarfræðinga í Háskólabfói og Hagaskóla. Milli 6-700 erlendir hjúkmnar- fræðingar sátu þingið og gistu flestir á heimilum hjúkrunar- fræðinga í Reykjavík. Til þess tíma hafði verið haldið þing fimmta hvert ár en þau urðu sífellt viðameiri og því hafði verið ákveðið að þetta yrði síðasta þingið. Næstu áramót eftir að ég byrjaði urðu þær breytingar að Alda hætti og formaður félagsins kom til starfa á skrifstofunni. Árið 1972 bættist ný starfsstúlka við í 50% vinnu, Sigríður Rjörnsdóttir, og þá var ég komin í 70-80% starf. Ritstjóri tímaritsins, Ingibjörg Ámadóttir, var einnig kominn með aðstöðu á skrifstofunni fyrir sína vinnu og nokkru síðar var ráðinn fræðslustjóri til félagsins, María Finnsdóttir, þannig að starfsfólki skrifstofunnar fór fjölgandi. Ávallt var mikið að gerast f kjaramálum og eftir að opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt vom verkfallsboðanir svo að segja við hverja kjarasamninga. Þetta kallaði á ómælda vinnu, jafnt að degi, kvöldi sem um helgar, og þó að ég hafi aldrei setið í neinum samninganefndum þá hef ég kynnst þeirri vinnu mjög vel því ég vann með kjaranefnd að þeirri miklu undirbúningsvinnu sem vanalega fylgir kjarasamningum. TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.