Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 26
Könnun á ofbeldi gagnvart starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsgeirans Tekið saman af Astu Möller, byggt á samantekt Félagsvísindastofnunar „EiHi starfs á meðferðar- og umönnunarstofnunum krefst náinna samskipta við einstaklinga með aðskiljanleg likamleg, andleg og félagsleg vandamál. Þessi samskipti eiga sér stað við kringumstœður, mismunandi ánœgjulegar fyrir bœði sjúklinga og skjálstœðinga viðkomandi stofnunar og starfsfólk hennar. Við erfiðar kringumstœður reynir á samskiptahœfni starfsmanna. Þetta á ekki síst við þegar skjólstœðingur stofn- unarinnar er af einhverjum ástœðum ósáttur við sjálfan sig eða umhverfi sitt, hvort sem um er að rœða fólk eða Iduti. Þetta ósœtti getur birst í kvíða eða reiði sem leiðir stundum til hótana, árásargirni eða ofbeldis af hálfu viðkonuindi. Við slíkar aðstœð- ur er mikilvœgt að starfsmaðurinn hafi yfir að ráða kunnáttu til að bregðast við á fagmannlegan liátt og hafi þekkingu á þeim reglum sem stofnunin hefur sett varðandi viðbrögð. “ (Ingibjörg Þórhallsdóttir 1996, ()Jl>eldi gagnvart slarsfólki meðferðar- og heilbrigðisstofnana, forvarnir og viðbrögð) Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Starfs- mannafélagsins Séknar og Starfsmannafélags ríkistofnana, sem starfa á heilbrigðis- og meðferðarstofnunum, hafa á unilan- förnum mánuðum og árum leitað í vaxandi mæli til stéttarfélaga sinna vegna ofbeldis og ógnunar um ofbeldi á vinnustöðum sínum, ónógra öryggisráðstafana og forvarna til að koma í veg fyrir ofbeldi og óvissu um réttarstöðu vegna andlegra og líkamlegra áverka sem þeir hafa hlotið vegna ofbeldis á vinnustöðum. í kjölfar bókana þessara stéttarfélaga í kjara- samningum um að bæta réttarstöðu félagsmanna vegna aileið- inga ofbeldis ákváðu stjórnir félaganna á sfðasta ári að bindast samtökum og gera úttekt á stöðu þessara mála hér á landi. Verkefnið var styrkt af fjármálaráðuneytinu sem jafnframt tilnefndi fulltrúa sinn í undirbúningsnefnd vegna könnunar meðal félagsmanna. Einnig styrktu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið,' Ríkisspftalar og Sjúkraliús Reykjavíkur verkefnið Ijárhagslega. Niðurstöður þessa verkefnis verða notaðar til: • að vekja alhygli á olbeldi gagnvart starfsfólki á heill>rigðisstofnunum, • að hvetja til bættrar atvikaskráningar vegna ofbeldis, • að liafa áhrif á mótun öryggisreglna, t.d. varðandi mönnun og ýmsar öryggisráðstafanir, lil að koma í veg fyrir ofbeldi og hvernig á að hregðast við yfirvofandi ofbeldi, • að hafa áhrif á mótun reglna um aðstoð við starfsfólk sem verður fyrir ofbeldi, • að leitast við að bæta réttarstöðu þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Verkefninu var skipt í þrjá þætli: 1. Könnun á ofbeldi gagnvart starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. 2. Forvarnir og viðbrögð við oflieldi. 3. Athugun á réttarstöðu starfsfólks sem verður fyrir oflieldi. Gerður var samningur við Félagsvísindastofnun Háskóla íslands um að gera könnun meðal félagsmanna lil að afla upplýsinga um tfðni ofbeldis sem félagsmenn á heilbrigðis- og meðferðarslofnunum verða fyrir og hvers eðlis ofbeldið er. Skipuð var undirbúningsnefnd á vegum félaganna sem vann með Félagsvísindastofnun að undirbúningi könnunarinnar. Auk formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga unnu eftirtaldir hjúkmnarfræðingar að undirbúningi hennar: Jóna Siggeirsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir og Hjördís Guðbjörns- dóttir. Annar þáttur verkefnisins var að gera úttekt á þeim ráðstöfunum sem gerðar eru af hálfu stofnana og deilda til að koma í veg fyrir oflieldi gagnvart starfsfólki. Fyrir utan að afla upplýsinga með könnun Félagsvfsindastofnunar þótti nauð- synlegt að gera nánari últekt á þessum málum m.a. í þeim tilgangi að bæta skráningu á ofbeldi, að hafa áhrif á mótun öryggisreglna til að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi og að vekja athygli á hvers konar aðstoð fólk, sem orðið hefur fyrir oflieldi. jiarfnast. Ákveðið var að ráða starfsmann til að gera þessa úttekt og var leitað til Ingibjargar Þórhallsdóttur MS, hjúkrunarfræðings, um verkefnið. Auk þess að taka saman fræðilegt efni um efnið tók hún viðtöl til starfsfólk og stjórn- endur á meðferðar- og umönnunarstofnunum. Kannað var hvaða þjálfun og leiðbeiningar starfsfólk fær til að forðast og mæta olbeldi, hvaða aðstoð stendur til boða því starfsfólki sem er þolendur ofbeldis og fá upplýsingar um skráningu ofbeldis. Skilaði Ingibjörg ýtarlegri skýrslu til félaganna og mun verða gerð nánari grein fyrir þessum þætti verkefnisins í næsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Þriðji þáttur verkefnis, athugun á réttarstöðu félagsmanna sem verða fyrir ofbeldi, er vel á veg kominn og verður gerð grein fyrir |>ví síðar. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, vinnur að því verkefni f.h. félagsins. Vegna fyrirspurna |>essa efnis skal tekið fram að Sjúkra- liðafélagi íslands var formlega boðið að taka þátt í verkefninu, en ekki var áhugi fyrir þvf af hendi félagsins. Könnun á ofbeldi gagnvart starfsfólki i heilbrigðis- og félagsþjónustu Úrtak Félagsvísindastofnunar var 1000 manns sem skiptist jalnt á félögin þrjú. Úrtök félaganna eru ekki sam- svarandi þar sem allir félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga gátu lent í úrtakinu, en hin félögin Ivö ákváðu að skoða sérstaklega ofbeldi gagnvart félagsmönnum sínum á tilteknum tegundum stofnana þar sem félagsmenn eru í beinum samskiptum við skjólstæðinga. Ástæða þess að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að þýðið yrði allir félagsmenn var að engar up|)lýsingar liggja fyrir um tíðni ofbeldis gagnvart hjúkrunarfræðingum á íslandi og áhugi var fyrir hendi að gera svo víðtæka athugun. Ekki kom því til greina að fella út ákveðnar deildir né heldur einhverja flokkun hjúkrunarfræð- inga, t.d. skv. stöðuheitum, þar sem sem tiltekin stöðuheiti lýsa TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA I. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.