Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 20
Væntanlega eru þarfir landsmanna nú ólíkar því sem þær voru um síðustu aldamót. Hins vegar er Líkn mikilvæg fyrirmynd. Sameiginlega þurfum við að skoða heilbrigðisþjón- ustuna á íslandi og spyrja okkur að hve miklu marki hún miðar að því að mæta þörfum landsmanna. Við þurfum að sjá okkur sem virkt afl sem mótar þá heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Því er mikilvægt að verðandi hjúkrunarfræðingar líti á sig sem þátttakendur í mótun stefnu í heilbrigðismálum, þekki leiðir til að hafa áhrif á stjómvöld og hafi kynnst fyrir- myndum þar sem hjúkrunarfræðingar hafa verið brautryðjendur í að koma á fót heilbrigðisþjónustu sem almenningur þarfnast. Af nógu er að taka í íslensku heilbrigðiskerfi þar sem hjúkrunarfræðingar hafa verið forgöngumenn um fjölmargar nýjungar. Okkar hlutverk er að kynna þessi verk í hjúkrunar- fræðináminu. Um meistaranám í hjúkrunarfræði Höfundar Pew-skýrslunnar leggja til að meistaranám í hjúkmnarfræði verði eflt vemlega. Telja þeir að slík menntun gefi hjúkmnarfræðingum forsendur til að starfa sjálfstætt og þá sérstaklega í frumheilsugæslu. Raunar endurspeglar þessi tillaga þróun sem hefur átt sér stað í Bandaríkjunum, Ástralíu og að einhverju leyti í Bretlandi, en þar er mikil áhersla lögð á að hjúkrunarfræðingar ljúki meistaragráðu sem miðar að því að gera þá hæfari til að takast á við klínísk verkefni. Greinilegt er að þetta er talin ein mikilvægasta leiðin til að efla hjúkrun í þessum löndum. Víða og þá sérstaklega í Bandaríkjunum er meistaranám skipulagt sem sérhæft nám á ákveðnum sér- sviðum lijúkmnar. í Bretlandi er námið hins vegar skipulagt sem almennt nám þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á að þroska fræðileg vinnubrögð, s.s. greiningu og samþættingu fræðilegs efnis og rannsókna. í slíkri námsskrá er það nemand- ans að nýta sér þessa þekkingu og færni á sérsviði sínu. Þrátt fyrir að ísland hafi verið í fararbroddi meðal Evrópu- landa við að koma grunnnámi í hjúkmnarfræði á háskólastig hefur sóst seint að stofna til meistaranáms. Eru ýmsar ástæður til þess, m.a. þær að við höfum verið að mennta okkur til að geta tekist á við þetta verkefni. Þar sem doktorsmenntuðum hjúkmnarfræðingum hefur fjölgað vemlega á síðustu árum er okkur nú ekkert að vanbúnaði við að hefja meistaranám annað en fjármagn. í námsbraut í hjúkrunarfræði liggja fyrir mótaðar hugmyndir að námsskrá meistaranáms og vonumst við til að geta formlega hafið slíkt nám eigi síðar en árið 1998, en þegar er farið að bjóða upp á einstök námskeið á meistarastigi. Við heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri er í boði fjarnám í samstarfi við Royal College of Nursing í Bretlandi. Augljós- lega hljóta viðtökur hjúkmnarfræðinga og áhugi stéttarinnar að hafa heilmikið að segja um liversu vel tekst til. Breyttur skilningur á hjúkrun sem fagi Auk þeirra utanaðkomandi áhrifaþátta, sem lýst var hér að ofan og móta störf hjúkrunarfræðinga, hafa átt sér stað veruleg- ar áherslubreytingar innan fagsins á síðustu 10-20 árum. Má í því sambandi nefna tvo þætti, annars vegar breyttan skilning á eðli þekkingar í hjúkrunarfræði og hins vegar aukna áherslu á að sjá og skilgreina hjúkrunarfræðinginn sem virkan og sjálf- stæðan meðferðaraðila fremur en samhæfingar- og fram- kvæmdaaðila. Báðar ofangreindar stefnubreytingar útheimta breyttan skilning á eðli og aðferðum hjúkmnarmenntunar. Um þekkingu í hjúkrunarfræði Eins og við þekkjum öll hefur mikil áhersla verið lögð á að þróa hjúkmnarstarfið sem fag á undanfömum áratugum. Samkvæmt hinum hefðbundna skilningi á fagstéttum byggir fagmanneskjan fyrst og fremst á vísindalegri þekkingu og rökhugsun í starfi sínu. Því hefur inntak náms í hjúkrunarfræði mótast af því að nemendur tileinki sér fræðilega eða vísinda- lega þekkingu og að þeim sé síðan kennt að beita slíkri þekkingu við raunvemlegar aðstæður. Þetta fyrirkomulag ýtir að margra mati undir aðgreiningu á milli fræðilegrar þekkingar og hjúkmnarstarfsins. Þessi ofuráhersla á fræðilegan gmnn starfsins hefur því leitt til þess að hin margrómaða gjá myndaðist milli fræðanna og hjúkmnarstarfsins. Frá því að Barbara Carper (1978) skrifaði hina áhrifa- miklu umfjöllun sína um ólík þekkingarmynstur í hjúkmnar- fræði hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar gert þekkingu í hjúkrunarstarfinu að umfjöllunarefni. Má í því sambandi benda á nýútkomna bók eftir Marit Kirkevold (1996), en hún gerir afar vel grein fyrir umræðu um þessi mál á hinum Norðurlönd- unum. Líklega hafa hugmyndir Patricia Benner og samstarfs- menn hennar þó haft mest áhrif á alþjóðlegum vettvangi. í nýlegu riti er sú hugmyndafræði og skilningur á hjúkrunar- starfinu, sem Benner (1984) setti fyrst fram í bókinni From novice to expert útfærður nánar (Benner, Tanner og Chesla, 1996). Líkt og í fyrri verkum höfunda er því hafnað að fræðileg umfjöllun sé einhliða leiðbeinandi fyrir hjúkmnarstarfið. Hún er mikilvægur vegvísir, sérstaklega fyrir byrjendur og hjálpar til að ná einhverjum tökum á flóknum viðfangsefnum. Hins vegar er hún í eðli sínu takmörkuð. Fæmi í hjúkmnarstarfinu byggir að stórum hluta á þekkingu sem orðið hefur til með reynslu þar sem hjúkmnarfræðingurinn hefur metið og íhugað mikilvægi þess fræðilega gmnns sem hann studdist við við nýjar og óþekktar aðstæður. Ef við skiljum þekkingu og færni í hjúkmn á þann hátt sem Benner setur fram gemm við okkur Ijóst að í klínísku námi öðlast nemandinn skilning, þekkingu og getu til að takast á við aðstæður með þvi að vera stöðugt að prófa og endurskoða staðreyndir eða lögmál í ljósi reynslunnar. Því fer klínískt nám fram á þann hátt að nemandinn fær tækifæri til að ræða reynslu sína við hjúkrunarfræðing eða kennara sem hefur skilning á og innsæi í margbreytileika aðstæðnanna. Því em allir hjúkmnar- fræðingar, sem hafa afskipti af nemendum, kennarar þeirra eða leiðbeinendur og miðla af aðstæðubundinni reynslu sinni og þekkingu. Hjúkrunarfræðingurinn sem meðferðaraðili Hvað snertir áhersluna á að hjúkmnarfræðingurinn sé meðferðaraðili, fremur en samhæfingar- og framkvæmdaaðili allrar meðferðar, gætir ólíkra skoðana. Stór hópur hjúkmnar- fræðinga telur nálgun hjúkmnarferlisins, sem byggir á ýtarlegri upplýsingasöfnun, greiningu og áætlanagerð, mikilvægustu leiðina til að gera meðferðarhlutverk hjúkrunarfræðinga sýnilegt. Aðrir benda hins vegar á að þetta vinnulag líki í raun illa eftir störfum hjúkmnarfræðinga, sérstaklega mjög færra hjúkmnarfræðinga. Rannsóknir þeirra Benner og félaga renna t.d. stoðum undir þá fullyrðingu. Af öllum þeim fjölda hjúkmnarfræðinga, sem rætt var við í þeirri rannsókn, var afar fátítt að nálgun þeirra endurspeglaði vinnulag hjúkmnar- ferlisins (Benner, Tanner og Chesla, 1996). 2 0 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA X. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.