Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 28
einnig fjórðungur fyrir líkamlegri kynferðislegri áreitni einhvern t(ma í vinnunni á móti 15%-20% hjá hinum félögunum. begar spurt er hins sama fyrir síðustu 6 mánuði er ómarktækur munur milli félaga eða á bilinu 5,5% og 8,0% félagsmanna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í orðum og um 6,0% fyrir líkamlegri kynferðislegri áreilni. Hlutfall, sem hafði orðið fyrir svívirðingum, alvarlegum hótunum, kynferðislegri áreitni í orðum, líkamlegri kynferðis- lega áreitni og nauðgun eða tilraun til nauðgunar á síðastliðnum sex mánuðum, er að finna í mynd 2. Ekki var mikill munur á svörum heildarinnar og hjúkrunarfræðinga í þessum atriðum. Einnig var spurt um líkamlegt ofbeldi annað en kynferðislegt og er niðurstöður að finna á mynd 3. Mynd 3 Hlutfall svarenda sem liuí'ðu orðið fyrir lflvaiulegu oilieldi, öðru eu kynferðislegu, á síðastliðniun sex niánuðuni - greint eftir kyni, aldri og dcild Á mynd 3 má sjá að alls höfðu 24,3% svarenda orðið fyrir líkamlegu ofbeldi öðru en kynferðislegu síðastliðna sex mánuði fyrir gerð könnuharinnar. Á myndinni er ekki greining eftir stéttarfélagi, en þar var mjög marktækur munur eftir hópum. Algengast var að félagsmenn Sóknar hefðu verið beittir líkam- legu ofbeldi eða 34,4%. Heldur færri af félagsmönnum SFR höfðu verið beittir ofbeldi á þessum tíma eða 25,4% og 13,7% hjúkrunarfræðinga. 11,1% hjúkninarfræðinga höfðu verið beittir minni háttar ofbeldi á móli 22,8% af heildinni en 3,3% hjúkrunarfræðinga meiriliáttar ofbeldi á móti 5,8% af heildinni. Meðal hjúkrunarfræðinga var algengast að millistjórnendur hefðu orðið fyrir líkamlegu oílieldi eða 25% þeirra á síðastliðnum 6 mánuðum. Er það í samræmi við svör hjúkrunarfræðinga um hvort þeir teldu að ofbeldi væri til staðar á vinnuslað, en millistjórnendur virtust lelja oflieldi algengast. Á mynd 3 má sjá að einnig er mjög mark- tækur munur eftir öðrum bakgrunnsþáttum. Mun algengara var að karlar hefðu verið beittir ofbeldi og sama á við um yngra starfsfólk. Loks var mikill munur eftir deildum/vinnustöðum og hafði hæst hlutfall starfsmanna geð- og áfengisdeilda orðið fyrir líkamlegu odieldi á síðastliðnum sex mánuðum, eða 46,3%. Næstalgengast var ofbeldi á deildum fyrir þroskahefta og fatlaða (31,7%) og aldraða og Alzheimersjúklinga (26,6%). Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við það hve margir töldu ofbeldi vera til staðar á sinni deild (sjá mynd 1), það er þeir sem töldu ofbeldi vera til staðar höfðu frekar orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á sfðustu sex mánuðum. Eini hópurinn, sem svaraði þessum spurningum á ólíkan hátt, voru þeir sem starfa í fangelsum og verður að liafa fyrirvara á þessari niðurstöðu vegna þess hve fáir voru í þeim liópi. Þegar niðurstöður voru greindar frekar kom í ljós að starfsaldur hafi mest að segja til að skýra að fólk varð fyrir oflieldi, en einnig skipti deild og stéttarfélag nokkru. Þegar tillit var tekið til þessara þátta hafði kyn ekki áhrif á hvort fólk hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi sfðustu sex mánuði eða ekki. Karlmenn urðu fyrir meira oflieldi en konur, en það skýrist fremur af deild, stéttarfélagi og starfsaldri en af kynferði. Til að nálgast betur eðli oflieldis var spurt nánar um síðasta atvik sem svarendur höfðu orðið fyrir. 412 svöruðu spurningunni, það er 52% svarenda. Svörin eru allt frá því að vera svívirðingar til tilraunar til dráps. Til þess að auðvelda umfjöllun um svörin voru þau flokkuð í grófari flokka eins og sjá má á mynd 4. Þar er gefið upp hlutfall tilvika sem nefnd voru. Eins og sjá má var líkamlegt ofbeldi langalgengast og var mun algengara en andlegt eða kynferðislegt oflieldi. Spurt var hver hafði verið gerandi í síðasta atviki sem átti sér stað. Eins og búast mátti við var algengast að það væru sjúklingar/skjólstæðingar en það átti við í 86,2% tilfella. Þó var nokkuð um að samstarfsmenn höfðu verið gerendur, eða í 7.7% tilfella, og yfirmenn í 4,0% tilfella. I um 80% tilvika hjá hjúkrunarfræðingum voru skjólstæðingar eða sjúklingar gerendur, en samstarfsmenn hjúkrunarfræðinga voru gerendur í 11,6 % tilvika og í 4,8% tilvika voru það yfirmenn. Ættingjar voru gerendur í 2,7% tilvika. Þeir sem höfðu einhvern tíma orðið fyrir oflieldi voru spurðir hvort atvikið hafði verið skráð á vinnustaðnum. Því Mynfl 4Hvaða atvik átli sér stað síðast/' - Hlutíáll af tilvikum Kynferðislegt Andlegt Grófara líkam- Ryskingarog ofbeldi ofbeldi legt ofbeldi minniháttar ofbeldi 3 Athugið að á mynd 4 er ekki reiknaður marktækur munur á milli hópa jiar sem merkja mátli við fieira en eitt atriði og geta þvf verið á bak við fieiri en einn fiokk oflieldis. Hlutfall 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 Allir ••Karlar Konur ***Þrítugir ogyngri 31 -40 ára 41 -50 úra Yfir fimmtugt ***Þroskahcftir/fatlaðir Geðdeildir/áfengi.sdcildir Fangelsi Aldraðir/alzheimersj. Almennar dcildir Utan deilda TfMARIT HJÚKHUNAIÍKRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.