Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 18
samvinnu og aukinni verkaskiptingu þar sem henni verður komið við. Engar töfralausnir fyrirfinnast þó og aukin samvinna og verkaskipting sparar engar slíkar upphæðir í einu vetvangi. Tvöföldun dýrrar sérhæfðrar þjónustu er óhagstæð, bæði hvað varðar þjálfun fagfólks og tækjakaupa. Aukin samhæfing/einföldun í stjórn þessara stofnana mun auðvelda yfirsýn og samanburð sem ekki hefur verið nógu raunhæfur né aðgengilegur hingað til. Róttækar ákvarðanir í rekstri bráðasjúkrahúsanna í Reykjavík, sem hafa miklar og afdrifaríkar breytingar í för með sér, krefjast bæði pólítísks kjarks og styrkleika. Þáttur hjúkrunar Ef þáttur hjúkrunar á bráðasjúkrahúsum er skoðaður sérstaklega kemur í ljós að hjúkrunarfólk er langfjölmennasti starfshópurinn eða tæpur helmingur. Til samanburðar má geta þess að starfsfólk á lækningaþætti er rúmur fjórðungur og annað starfsfólk um fjórðungur. Vægi hjúkrunarþáttar í rekstri er því óumdeilt bæði hvað varðar fjölda starfsfólks og rekstrar- umfang. Klínísk hjúkrun er á sama hátt umfangsmesta starfsframlagið inni á sjúkrahúsunum og eitt það mikilvægasta í ferli sjúklingsins. Ymislegt skortir þó á að almenningi og stjómvöldum sé þetta ljóst og er nauðsynlegt að vinna ötullega að því að kynna hjúkrunarstarfið betur. Sjúkrahús fyrir tíma bráðasjúkrahúsa vom reist til þess að auðveldara væri að hafa eftirlit með og annast marga sjúklinga samtímis í veikindum sínum. Bygging sjúkrahúsa/ sjúkraskýla var kannski ein fyrsta hagræðingaraðgerð í rekstri er lýtur að þjónustu við sjúka, því með tilkomu sjúkrahúsanna sparaðist sá mikli tími hjúkmnarfræðinga og lækna sem fór í að ferðast á milli sjúklinga í heimahúsum. Mikið vatn hefur mnnið til sjávar frá því fyrstu sjúkra- húsin vom stofnuð. Á sama hátt hefur hlutverk hjúkmnar- fræðinga tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Það endurspeglar annars vegar miklar þjóðfélagsbreytingar, þar á meðal breytta stöðu kvenna, og hins vegar þá auknu þekkingu og tækni- byltingu sem orðið hefur. Við hjúkrunarfræðingar emm að vissu leyti í tvöföldu hlutverki hvað varðar væntingar til okkar í starfi; annars vegar reynum við að uppfylla kröfur um hið kvenlega, mjúka, nærandi og alltumvefjandi og hins vegar emm við þátttakendur í óvæginni baráttu um takmarkað fjármagn í hátækniumhverfi þar sem hörð samkeppni um athygli og viðurkenningu á sér stað. Engu að síður em hjúkmnarfræðingar orðnir áhrifamiklir þátttakendur í stefnumótandi ákvörðunum innan og utan sjúkrahúsa. Fáar nefndir, sem fá það verkefni að móta heilbrigðisþjónustu landsmanna, em án hjúkmnarfræðinga. En langt er í land með að viðunandi árangri sé náð og enn síður er ástæða til að ofmetnast. Við emm úti í miðju beljandi stórfljóti og ýmsir vildu gjaman ferja okkur aftur að þeim árbakka sem við lögðum frá, í ferð okkar til aukins jafnréttis og viðurkenningar. Sem betur fer em hjúkmnarfræðingar ekki tilbúnir til að vera áhorfendur eða eingöngu þiggjendur þegar að ákvörðunum kemur. Þeir vilja vera virkir þátttakendur, þeir gera kröfu um að starf þeirra sé metið að verðleikum og þeir vilja axla alla þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Krefjandi vinnuumhverfi í samkeppni um takmarkað fjármagn til heilbrigðismála fara stundum „bræður að berjast“, línur verða skarpari í skoðanaskiptum og ágreiningsmálum fjölgar. Þessi staðreynd verður æ augljósari og er okkur hjúkmnarfræðingum að sjálfsögðu áhyggjuefni. Við emm þátttakendur í baráttu milli kynjanna, konur gegn körlum; baráttu milli stétta, hjúkmnar- fræðingar gegn læknum og baráttu um völdin, hversu stóra sneið af kökunni eiga hjúkrunarfræðingar/konur að fá? Við hjúkmnarfræðingar og konur, sem emm eldri en tvævetrar, höfum líka fundið fyrir því, að sú kynslóð kvenna, sem er að taka sín fyrstu skref í atvinnulífinu, þar á meðal hjúkmnar- fræðingar, gerir sér ekki alltaf fulla grein fyrir hversu mikil vinna var innt af hendi til jafnréttisbaráttunnar á ámm áður, inni á spítölum sem og annars staðar, og hversu miklar fómir hafa verið færðar til að ná eftirsóknarverðum/langþráðum markmiðum. Það krefjandi vinnuumhverfi, sem við búum nú við, reynir á þolrif allra, bæði sjúklinga og starfsmanna. Það reynir á þolinmæði hjúkmnarfræðinga, stjórnkænsku, pólitísk/persónu- leg sambönd og ekki síst kjark og þor til að standa fyrir máli sínu og því sem maður trúir á. Mikill tími hefur farið í að móta hugmyndafræði hjúkmnar og útfærslu hennar. Þeim tíma hefur verið vel varið. Samstaða og samheldni stéttarinnar er lífsnauð- syn á erfiðum tímum. Ef einhver einn þáttur á eftir að skipta sköpum í framgangi hjúkmnarstéttarinnar er það einmitt samstaðan. Hjúkmnarfræðingar verða nú að bretta upp ermar og sækja fast það sem þeim ber. Þrátt fyrir það að þeir séu ein fjölmennasta heilbrigðissstéttin, með mikið af velmenntuðum og reyndum einstaklingum, er langt í frá að t.d. formlegum og óformlegum ábyrgðarstöðum sé úthlutað til þeirra í samræmi við það. Mikið verk er óunnið ef við ætlum í náinni framtíð að eiga möguleika á að teygja okkur upp í gegnum hið hingað til nær ósnertanlega glerþak. Hvað er fram undan? Hjúkmnarfræðingar þurfa að vera vakandi fyrir öllum þeim tækifæmm sem leitt geta til árangurs og aukinnar viðurkenningar hjúkmnar. Nauðsynlegt er að hvetja hjúkmnar- fræðinga sjálfa til að láta heyra í sér og láti ekki öðmm eftir að njóta afraksturs erfiðis síns. Þessi framsækni kallar oft á talsverð átök. Sú umbun, sem fæst, er fyrst og fremst fólgin f því að sjá að árangur hefur náðst og að við fæmmst nær eftirsóknar- verðum markmiðum, þó oftast í litlum áföngum í einu. Eins og áður hefur komið fram tel ég að enn um sinn verði á brattann að sækja fyrir okkur hjúkrunarfræðinga. Ég hef þó trú á að með talsverðri lagni og enn meiri útsjónarsemi muni okkur takast að snúa aðstæðum okkur í hag. Það mun reyna á nýjar vinnuaðferðir og breytt þjónustuform. Kröfur um aukinn sveigjanleika í starfí munu verða gerðar í ríkari mæli. Við munum sffellt þurfa að laga okkur að nýjum vinnuaðstæðum og breyttri tækni í öflun, meðhöndlun og dreifingu á klínískum og stjómunarlegum upplýsingum. Að lokum mun árangur í starfi okkar, sem og svo margra annarra, ráðast í auknum mæli af okkar eigin samskipta- og boðskiptahæfileikum. Samskiptum milli heilbrigðisstétta, samskiptum við hið opinbera, samskipt- um við stjórnmálamenn, samskiptum við fjölmiðla og því allra mikilvægasta samskiptum innan stéttarinnar. Erindi flutt á Hjúkrunarþingi Félags (slenskra hjúkrunarfræðinga 25. október 1996. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. érg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.