Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 17
Mórabögglar milli stríðandi pólitískra fylkinga og þar að auki skarast oft hagsmunir ríkis og sveitarfélaga. Þessi vandræða- lega staða verður meira áberandi á krepputímum sem við eigum við að stríða núna. Ósjaldan verða þeir blórabögglar í illskeyttum umræðum milli stjórnar og stjómarandstöðu þar sem deilt er um fjárveitingar til heilbrigðismála. Fátt bendir til að erfið staða stjórnenda breytist til batnaðar á næstu ámm þar sem sífellt em gerðar kröfur um meira aðhald í rekstri jafnframt því sem eftirspurn eftir þjónustu og möguleikar á að veita þjónustu aukast. Ákvarðanir, sem sjúkrahússtjórnendur em þvingaðir til að taka þegar fjárveitingar til rekstrar liggja fyrir, em gjarnan skólabókar- dæmi um viðbrögð við atburðum sem þegar hafa átt sér stað, en ekki ákvarðanir um hvernig skuli tekist á við framtfðina. Upplýsingakerfi sem stjórntæki á sjúkrahúsum eru víða af skornum skammti, mörg úrelt eða veita ekki upplýsingar sem hafa stjórnunarlegt notagildi. Heilbrigðisþjónustan líður fyrir skort á langtímaáætlunum og mikill tími fer í áætlanagerð sem síðar reynist ónothæf. Borið hefur á ákveðnum trúnaðarbresti milli stjórnvalda og stjórnenda á sjúkrahúsunum og hafa ummæli stjórnvalda í garð okkar stjórnenda stundum átt þátt í að grafa undan trausti almennings sem er farinn að trúa því að á sjúkrahúsunum ríki almennt hin mesta fjármálaóreiða og okkur sé ekki treystandi fyrir fjárveitingum. Stefna í heilbrigðismálum Vissulega er alltaf hægt að gera betur en þjóðin eldist og tækniþróun í heilbrigðisvísindum kostar mikla fjármuni. Ný þekking hefur í för með sér að sjúklingar eiga meiri möguleika á að fá bót meina sinna. En nýjungar í meðferð leiða líka til lengri biðlista eftir meðferð og aðgerðum. Margar þjóðir hafa tekið upp þá reglu að setja hámarkstíma á bið eftir ákveðnum aðgerðum. Skipulögð forgangsröðun sjúklinga eftir þjónustu hefur til skamms tíma ekki átt upp á pallborðið, hvorki hjá almenningi né stjómmálamönnum, en að sjálfsögðu er óskipulögð forgangsröðun sjúklinga eftir þjónustu staðreynd vegna þess að eftirspurn er meiri en framboðið. Þetta hafa ýmsir átt erfitt með að horfast í augu við. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd undir forsæti land- læknis sem á að koma með tillögur um hvort forgangsröðun sé möguleg hér á landi og þá hvemig - og er það vel. í mars sl. lauk störfum nefnd skipuð af heilbrigðisráð- herra. Hafði ég þ ann heiður að stýra nefndinni. Hún hafði það hlutverk að koma með bráðabirgðatillögur um hagræðingu og sparnað með auknu samstarfi og verkaskiptingu sjúkrahúsanna * Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi. Nefndin var skipuð fagfólki af sjúkrahúsunum: hjúkmnarfræðingum, læknum og viðskiptafræðingi auk starfsmanns sem er ráðgjafarverkfræð- tngur. Nefndarmönnum var gert að lyfta sér upp fyrir hagsmuni stofnana sinna og horfa á hagsmuni heildarinnar og almenna hagsmuni sjúklinganna. Nefndin gekk út frá því að nýta bæri smærri sjúkrahúsin fyrir sjúklinga með einfaldari og algengari sjúkdóma en sjúklingum með ílóknari og sérhæfðari sjúkdóma yrði sinnt á Uíkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sérhæfing á stóm sjúkrahúsunum í Reykjavík er mikil og fjárfestingin í sér- hæfingu ekki síður. Lagt var til að verkaskipting milli þeirra yrði enn aukin og að þau yrðu rekin sem n.k. parsjúkrahús. Einnig að öldmnarþjónusta yrði sameiginleg fyrir Reykjavíkur- svæðið og unnið yrði skipulega að uppbyggingu göngu- og dagdeildaþjónustu sjúkrahúsanna. Að lokum var lagt til að skoða kosti og galla sameiginlegrar svæðisstjórnar sjúkra- húsanna til að auka og bæta samhæfingu og samnýtingu. Nefndin mælti jafnframt með að farið yrði inn á braut samningsstjórnunar, þ.e. hið opinbera semdi um að kaupa ákveðna þjónustu af sjúkrahúsunum og mundi það leiða til aukinnar samábyrgðar bæði kaupanda og seljanda þjónust- unnar. Það gleður mig að undirbúningur er hafinn við að hrinda í framkvæmd mörgum þeim tillögum sem nefndin mælti með við ráðherra. Rekstrarumfang og árangur á SHR og RSP Dæmi um gríðarlegt rekstrarumfang tveggja stærstu spítala landsins, Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, er að rekstrarkostnaður þeirra er tæpir 11 milljarðar króna árið 1995. Sjötíu og fjórum prósentum af þeirri upphæð var varið í laun. Legudagar voru 446 þús. í tæplega 1500 sjúkrarúmum. Kostnaður á legudag var 27 þús. kr. að meðaltali. Á þessum sjúkrahúsum vinna um 5000 manns í 40 til 50 starfsstéttum. Engan skyldi undra þó stundum kraumi undir niðri hjá þessu starfsfólki sem sífellt er verið að biðja um aukið vinnuframlag og aukna hagræðingu við æ erfiðari aðstæður. Hagræðing og niðurskurður á sjúkrahúsunum hefur m.a. leitt til þess að kostnaður hins opinbera á mann vegna reksturs sjúkrahúsa hefur haldist nokkum veginn óbreyttur undanfarin ár, árið 1995 var hann 62,4 þús.kr. en árið 1990 var hann 63,6 þúsund krónur (verðlag 1995). í greinargerð Ríkisendurskoðunar frá því í mars sl. segir • að stöðugildum hafi fækkað um 6,2 % á ámnum 1990-1995 á sjúkrahúsunum í Reykjavík • að sjúklingum hafi fjölgað unt 10 % á sama tíma • að heildarkostnaður á sjúkling hafi lækkað um 5 % • að meðallegutími hafi styst um 18 % • að sjúklingum á stöðugildi hafi fjölgað um 17,2 % Afleiðingar þessara aðgerða eru margs konar og er ekki ofsagt að sumar þeirra byggist á blóði, svita og támm sjúklinga og starfsmanna. Biðlistar sjúklinga lengjast, meðallegutími sjúklinga styttist jafnt og þétt, sjúklingar em veikari meðan þeir dveljast á sjúkrahúsinu, sjúklingar em veikari þegar þeir útskrifast og álag á starfsfólk eykst. Viðhald tækjabúnaðar og húsnæðis er allt frá því að vera ekkert til þess að vera í lágmarki. Mögu- leikar á að mistök eigi sér stað aukast og kæmm og kvörtunum fer fjölgandi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu aðeins þrisvar verið lægri á ámnum 1980 til 1994 heldur en þau vom árið 1995 (6,86 % árið 1995, þar af til sjúkrahúsa 3,66 %), þ.e. 1992,1981 og 1980. Lengra verður ekki gengið í hagræðingu, sparnaði eða niðurskurði á bráðasjúkrahúsunum við óbreyttar aðstæður. Ljóst er að hundmð milljóna króna vantar í heilbrigðisþjón- ustuna á næstu ámm ef vel á að vera. Því er nauðsynlegt að leita nýrra leiða í rekstri og þær finnast ekki nema með aukinni m.a.: TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.