Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 13
frá því að þátttakendur voru nánast bundnir við stól til þess að þeir gátu að jafnaði stundað venjulega atvinnu. Með skerðingu á andlegri virkni er átt við að megin þorri þátttakenda var innilokaður í eigin heimi og sá lítið út fyrir hann. Flestir áttu erfitt með að ræða um og velta fyrir sér ólíkum hliðum á málunum sem snertu þá persónulega og þeir skiptu ekki auðveldlega um skoðun. Ástand Huldu hafði versnað nokkuð hratt. Hún átti mjög erfitt með að biðja aðra um aðstoð og hún gerði sér grein fyrir að hún var að komast í öngstræti. Hins vegar sá hún enga leið út úr vandræðum sínum. Arni átti orðið mjög erfitt með gang og fór einungis það allra nauðsynlegasta. Hann kenndi aldri sínum (78 ára) um vand- ræðin. Þegar hann áttaði sig á að sjúkdómurinn færi versnandi ákvað hann að lúta alveg stjórn lækna. Hann sagði við þá: . . héðan í frá vil ég að þið stjómið mér. Þið segið mér hvað ég má gera. Ég þekki ekki takmörk mín svo ég verð að hlýða ykkur.“ g) Samspil tilfmningalegs áslands og andþyngsla Tilfinningalegt ástand og andþyngsli voru innbyrðis tengd og þau verkuðu eins og vítahringur hvort á annað. Þegar þátttakendur voru undir tilfinningalegu álagi eða mikið var um að vera í kringum þá varð öndunin erfiðari, stundum svo að um munaði. Einnig urðu þátttakendur kvíðnari, þyngri í skapi og einangruðu sig frekar í kjölfar versnandi andþyngsla. Björn sagði: „. . . Ég verð sífellt sannfærðari um að þessi sjúkdómur er voðamikið sálrænn. Ef það er eitthvað vesen hjá okkur [eiginkonu] þá get ég alveg farið í lægð út af astmanum.“ Elsa lagði áherslu á að miklar sveiflur á tilfinningum væm erfiðar bæði hvað varðar álag og einnig létti álags: Það helst svolítið í hendur þetta vesen. Hvernig mér líður. Þetta fer svolítið saman, ég hef tekið eftir því. Ég er verri t.d. núna [mikið álag] heldur en ég hef nokkurn tíma verið. Bara spennan er svo mikil. Svo verður spennufall þegar eitthvað gengur sem að maður átti eiginlega ekki von á. Þá er það jafnvont. Þetta er skrýtið. Ef eitthvað gengur vel þá er maður jafnslæmur. h) Mikil áhersla á gildi atvinnu Mjög skýrt kom fram að fyrir þá sem vom fyrirvinnur var sérlega mikilvægt að geta stundað vinnuna. Það gaf lífinu mikilvægan tilgang, gaf þeim tækifæri á að umgangast annað fólk á auðveldan hátt og varðveitti stöðu þeirra sem nýtir þjóðfélagsþegnar. Regluleg atvinna setti ákveðna festu á daglegt líf. Einn karlmannanna varð að horfast í augu við að hann þyrfti að hætta að vinna. Það lá þungt á honum. Hann færði þetta í tal í hvert skipti sem við hittumst og í eitt skipti talaði hann um að hann hefði oft séð að starfslok hefðu slæm áhrif á menn. Hann taldi samt ekki að það ætti við hann. Hann hafði sjálfur áform um hvernig hann ætlaði að verja tímanum þegar hann útskrifaðist heim og hefði ekki atvinnu til að hverfa til lengur. Þrjár kvennanna vom húsmæður. Engin þeirra gat stundað venjuleg heimilisstörf lengur og það virtist ekki tmfla þær á neinn greinanlegan hátt. Þær fengu aðstoð við húsverkin og gerðu engar athugasemdir við þá aðstoð. Lífsmunstur þátttakenda: Einangrun og innilokun Sameiginlegt lífsmunstur þátttakenda var einangmn og innilokun og endurspeglaðist það í ofangreindum þemum. Sú mynd, sem lífsmunstrið tók á sig í lífi hvers einstaklings, var niismunandi og hafði séreinkenni hjá hverjum og einum þeirra. Misjafnt var hversu greinilega einkennin komu fram. Stundum voru þau einkum áberandi þegar sjúkdómurinn ágerðist en hjá öðrum voru þau stöðug. Lff flestra þátttakenda snérist þó að meira eða minna leyti um það að halda önduninni í sem bestu horfi. Til þess að svo gæti orðið reyndu þeir að sætta sig við orðinn hlut þrátt fyrir að undir niðri væru þeir óánægðir með margt, einkum áhrif sjúkdóms á líf þeirra og aðstæður. Þeir takmörkuðu líkamlega og andlega áreynslu sem kom m.a. fram í takmarkaðri hreyfingu og því að þeir forðuðust samskipti við aðra ef þau kröfðust áreynslu, s.s. við að láta í ljósi óskir sínar og þarfir þegar fyrir var takmarkaður skilningur. Þátttakendur gerðu sér grein fyrir einangrun sinni og innilokun en var ókleift að vinna bug á henni. Samanburður á lífsmunstri þátttakenda og sjúkdómsmunstri COPD Samlíkingu er hægt að finna með lífsmunstri þátttakenda og sjúkdómsmunstri COPD. Sjúkdómurinn „Chronic obstruct- ive pulmonary disease“ vísar til þrenginga í berkjukerfi lungnanna og skemmdum á lungnablöðrum sem hindra súrefni í að komast inn í lungablóðrásina og koltvísýring í að komast úr lungnablóðrásinni út í andrúmsloftið. Þessi hindrun á flæði grundvallarefna líkamans, súrefnis og koltvísýrings, má líkja við einangrun og innilokun þátttakenda, s.s. erfiðleikum þeirra við að taka á móti og gefa af sér í samskiptum við fólk, erfið- leikum við að finna lausnir á vandamálum og framkvæma þær og skerðingu á líkamlegri og andlegri virkni. Greining þátttakenda á eigin Ufsmunstri og tengsl þess við heilbrigðisskilning þeirra Einangrun og innilokun einkenndi lífsmunstur allra þátttakenda þó svo að lífsmunstrið hafi birst með sérstökum hætti hjá hverjum þáttakanda fyrir sig. Á sama tíma endur- speglaði það mismunandi stig í þroskaferli einstaklingsins og þar með heilbrigði hans samkvæmt kenningu Newman. Stig bindingar einkenndi lffsmunstur sjö þátttakenda. Elsa átti góðar minningar úr samheldnum hópi bama í uppvextinum. Væntingar hennar um ævistarf urðu ekki að veruleika og hún eyddi mikilli orku í að verða við óskum annarra. Henni fannst erfitt að geta ekki þóknast öllum og gekk frekar á eigin skrokk en að setja sig gegn óskum annarra. Stig miðjunar einkenndi lífsmunstur þriggja þátttakenda. Karl var 68 ára og hafði verið vinnusamur allt sitt líf. í mörg ár rak hann fyrirtæki með hóp manna f vinnu. Hann lenti í slæmu vinnuslysi 30 ámm áður. Slysið leiddi af sér ýmis vandamál í stoðkerfi og drógu þau úr vinnuþreki hans. Nýlega hafði heilsu hans hrakað svo að hann gat ekki lengur stundað vinnu. Hann hafði ekki sætt sig við það og sagði að sá tími væri ekki kominn að hann yrði gamall og settist í helgan stein. Enginn þátttakandi sýndi augljós einkenni um stig vals eða umbreytingu sem er lykilatriði í þroska manneskjunnar og þar með heilbrigði hennar samkvæmt Newman. Hins vegar voru ýmsar vísbendingar um aukið innsæi í eigið líf hjá sumum þátttakenda. Það kom fram hjá Ingu sem fékk áhuga á að læra um sjúkdóm sinn og hætti að reykja. Frásaga Gunnars á mikilvægi þess að ræða um sjúkdóm sinn við aðra og tilraunir Bjöms til að hugsa betur um sig, að taka lyfin reglulega, að minnka yfirvinnu og ráða bót á fjárhagsvanda sínum sýnir allt aukið innsæi í eigið líf. Enginn þátttakenda sýndi merki þess að vera að rækta andlegu hliðarnar á sjálfum sér og einungis TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. thl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.